Jarðbundin sýn á orkulindir Ari Trausti Guðmundsson og jarðvísindamaður og rithöfundur skrifa 7. mars 2013 06:00 Er Ísland ríkt af vatnsorku og jarðvarmaorku? Svarið felur í sér afstætt mat. Norðmenn hafa næstum fullvirkjað sín vatnsföll. Heildaraflið er um 30.000 MW. Afl núverandi íslenskra vatnorkuvera er tæplega 2.000 MW, að meðtalinni Búðarhálsvirkjun. Í biðflokki eru um 385 MW og er þar um að ræða virkjanir á Suðurlandi og á Vestfjörðum. Aukið rennsli jökulvatna vegna hlýnunar gæti bætt tímabundið við einum 150-200 MW í núverandi virkjunum. Þetta merkir að fyrirsjáanlega nær virkjað vatnsafl ekki 10% af því norska. Jarðvarmaorkuver framleiða núna um 710 MW af rafafli, auk varmaafls sem felst í heitu neysluvatni. Í undirbúningi og nýtingarflokki eru virkjanir með um 780 MW af rafafli. Til samanburðar má líta til Bandaríkjanna en þar eru um 3.200 MW rafafls framleidd með jarðvarma. Fyrirsjáanlega næði Ísland að framleiða innan við helming þess. Kína, með sinn 1,3 milljarð íbúa, nýtir yfir 3.000 MW af lágvarma, mest til hitunar, en aðeins 30 MW til raforkuframleiðslu. Sennilega er hægt að framleiða hér um 4.000 MW í vatnsorku- og jarðhitaorkuverum eða innan við tvöfalt núverandi rafafl. Vissulega er það mikið miðað við íbúafjölda en lítið þegar þess er gætt að tvö og hálft breskt kjarnorkuver býr yfir sama afli. Við njótum þess að búa svona fá í landi með 11% jökulþekju (i bili!) og um 30 háhitasvæðum. Raforka þessara auðlinda er endanleg með núverandi tækni en ekki næstum ótæmandi eins og stundum mætti halda af óvarlegum orðum. Gætum að því.Aðrar leiðir Líta má til annarra leiða í raforkuframleiðslu. Vindorka er sambærileg hér við mörg önnur lönd. Stóru myllurnar tvær við Búrfell framleiða innan við 2MW og það þyrfti um 90 slíkar til að ná sama afli og í nýju Búðarhálsvirkjuninni. Virkjun sjávarfallastrauma er kleif og ef til vill má líka framleiða nokkuð dýra raforku í himnuvirkjunum (osmósuvirkjunum) þar sem ferskt og salt vatn í árósum er nýtt. Enn sem komið er hefur íslenska djúpborunarverkefnið (IDDP) ekki opnað fyrir orkustrauma sem fræðilega séð eru á 5-6 km dýpi. Takist að virkja þá, gæti jarðvarmaorkuforðinn margfaldast en það á eftir að koma í ljós. Ef horft er, án gömlu sölumennskutakta hrunsins og af raunsæi, á þessar staðreyndir er ljóst að við verðum að vanda okkur. Vanda til þess hvernig fáein þúsund megavött af raforku eru notuð á næstunni en af henni fer fyrirsjáanlega yfir helmingur til orkufreks iðnaðar í eigu erlendra aðila. Eigum við að nefna innlendan iðnað, landbúnað með jarðvarma, eldsneytisframleiðslu og afl til að mæta mannfjölgun? Miðað við núverandi þróun þarf 500-600 MW, bara til að mæta almennri raforkuþörf fram til 2050. Frá 2009 hefur verið unnið að uppbyggingu íslenska jarðhitaklasans. Þar koma um 80 stofnanir, fyrirtæki og sérfræðingar að samvinnu í geiranum. Þetta er afar mikilvægt starf (sjá www.gekon.is). Ég hef haft tækifæri til að snerta klasann örlítið á sviði umhverfismála. Samvinnan kristallar kunnáttuna hér heima í jarðhitafræðum og jarðhitanýtingu og í henni liggur útflutningsgeta okkar. Hún byggir m.a. á upplýsingum um staðreyndir, til dæmis um kosti og galla jarðvarmans, fyrirmyndum að varkárri og fjölþættri nýtingu og á jarðbundinni sýn á möguleikum Íslendinga sem og annarra þjóða. Í vikunni fer fram stór alþjóðleg jarðhitaráðstefna sem klasinn efnir til. Ísland er nýbúið að hafa forystu um að koma upp stóru alþjóðlegu samvinnuverkefni um nýtingu jarðhita í Austur-Afríku og hefur um langt skeið unnið að jarðhitaverkefnum í mörgum löndum. Það eru mikilvæg skref og jarðbundin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Er Ísland ríkt af vatnsorku og jarðvarmaorku? Svarið felur í sér afstætt mat. Norðmenn hafa næstum fullvirkjað sín vatnsföll. Heildaraflið er um 30.000 MW. Afl núverandi íslenskra vatnorkuvera er tæplega 2.000 MW, að meðtalinni Búðarhálsvirkjun. Í biðflokki eru um 385 MW og er þar um að ræða virkjanir á Suðurlandi og á Vestfjörðum. Aukið rennsli jökulvatna vegna hlýnunar gæti bætt tímabundið við einum 150-200 MW í núverandi virkjunum. Þetta merkir að fyrirsjáanlega nær virkjað vatnsafl ekki 10% af því norska. Jarðvarmaorkuver framleiða núna um 710 MW af rafafli, auk varmaafls sem felst í heitu neysluvatni. Í undirbúningi og nýtingarflokki eru virkjanir með um 780 MW af rafafli. Til samanburðar má líta til Bandaríkjanna en þar eru um 3.200 MW rafafls framleidd með jarðvarma. Fyrirsjáanlega næði Ísland að framleiða innan við helming þess. Kína, með sinn 1,3 milljarð íbúa, nýtir yfir 3.000 MW af lágvarma, mest til hitunar, en aðeins 30 MW til raforkuframleiðslu. Sennilega er hægt að framleiða hér um 4.000 MW í vatnsorku- og jarðhitaorkuverum eða innan við tvöfalt núverandi rafafl. Vissulega er það mikið miðað við íbúafjölda en lítið þegar þess er gætt að tvö og hálft breskt kjarnorkuver býr yfir sama afli. Við njótum þess að búa svona fá í landi með 11% jökulþekju (i bili!) og um 30 háhitasvæðum. Raforka þessara auðlinda er endanleg með núverandi tækni en ekki næstum ótæmandi eins og stundum mætti halda af óvarlegum orðum. Gætum að því.Aðrar leiðir Líta má til annarra leiða í raforkuframleiðslu. Vindorka er sambærileg hér við mörg önnur lönd. Stóru myllurnar tvær við Búrfell framleiða innan við 2MW og það þyrfti um 90 slíkar til að ná sama afli og í nýju Búðarhálsvirkjuninni. Virkjun sjávarfallastrauma er kleif og ef til vill má líka framleiða nokkuð dýra raforku í himnuvirkjunum (osmósuvirkjunum) þar sem ferskt og salt vatn í árósum er nýtt. Enn sem komið er hefur íslenska djúpborunarverkefnið (IDDP) ekki opnað fyrir orkustrauma sem fræðilega séð eru á 5-6 km dýpi. Takist að virkja þá, gæti jarðvarmaorkuforðinn margfaldast en það á eftir að koma í ljós. Ef horft er, án gömlu sölumennskutakta hrunsins og af raunsæi, á þessar staðreyndir er ljóst að við verðum að vanda okkur. Vanda til þess hvernig fáein þúsund megavött af raforku eru notuð á næstunni en af henni fer fyrirsjáanlega yfir helmingur til orkufreks iðnaðar í eigu erlendra aðila. Eigum við að nefna innlendan iðnað, landbúnað með jarðvarma, eldsneytisframleiðslu og afl til að mæta mannfjölgun? Miðað við núverandi þróun þarf 500-600 MW, bara til að mæta almennri raforkuþörf fram til 2050. Frá 2009 hefur verið unnið að uppbyggingu íslenska jarðhitaklasans. Þar koma um 80 stofnanir, fyrirtæki og sérfræðingar að samvinnu í geiranum. Þetta er afar mikilvægt starf (sjá www.gekon.is). Ég hef haft tækifæri til að snerta klasann örlítið á sviði umhverfismála. Samvinnan kristallar kunnáttuna hér heima í jarðhitafræðum og jarðhitanýtingu og í henni liggur útflutningsgeta okkar. Hún byggir m.a. á upplýsingum um staðreyndir, til dæmis um kosti og galla jarðvarmans, fyrirmyndum að varkárri og fjölþættri nýtingu og á jarðbundinni sýn á möguleikum Íslendinga sem og annarra þjóða. Í vikunni fer fram stór alþjóðleg jarðhitaráðstefna sem klasinn efnir til. Ísland er nýbúið að hafa forystu um að koma upp stóru alþjóðlegu samvinnuverkefni um nýtingu jarðhita í Austur-Afríku og hefur um langt skeið unnið að jarðhitaverkefnum í mörgum löndum. Það eru mikilvæg skref og jarðbundin.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun