Jarðbundin sýn á orkulindir Ari Trausti Guðmundsson og jarðvísindamaður og rithöfundur skrifa 7. mars 2013 06:00 Er Ísland ríkt af vatnsorku og jarðvarmaorku? Svarið felur í sér afstætt mat. Norðmenn hafa næstum fullvirkjað sín vatnsföll. Heildaraflið er um 30.000 MW. Afl núverandi íslenskra vatnorkuvera er tæplega 2.000 MW, að meðtalinni Búðarhálsvirkjun. Í biðflokki eru um 385 MW og er þar um að ræða virkjanir á Suðurlandi og á Vestfjörðum. Aukið rennsli jökulvatna vegna hlýnunar gæti bætt tímabundið við einum 150-200 MW í núverandi virkjunum. Þetta merkir að fyrirsjáanlega nær virkjað vatnsafl ekki 10% af því norska. Jarðvarmaorkuver framleiða núna um 710 MW af rafafli, auk varmaafls sem felst í heitu neysluvatni. Í undirbúningi og nýtingarflokki eru virkjanir með um 780 MW af rafafli. Til samanburðar má líta til Bandaríkjanna en þar eru um 3.200 MW rafafls framleidd með jarðvarma. Fyrirsjáanlega næði Ísland að framleiða innan við helming þess. Kína, með sinn 1,3 milljarð íbúa, nýtir yfir 3.000 MW af lágvarma, mest til hitunar, en aðeins 30 MW til raforkuframleiðslu. Sennilega er hægt að framleiða hér um 4.000 MW í vatnsorku- og jarðhitaorkuverum eða innan við tvöfalt núverandi rafafl. Vissulega er það mikið miðað við íbúafjölda en lítið þegar þess er gætt að tvö og hálft breskt kjarnorkuver býr yfir sama afli. Við njótum þess að búa svona fá í landi með 11% jökulþekju (i bili!) og um 30 háhitasvæðum. Raforka þessara auðlinda er endanleg með núverandi tækni en ekki næstum ótæmandi eins og stundum mætti halda af óvarlegum orðum. Gætum að því.Aðrar leiðir Líta má til annarra leiða í raforkuframleiðslu. Vindorka er sambærileg hér við mörg önnur lönd. Stóru myllurnar tvær við Búrfell framleiða innan við 2MW og það þyrfti um 90 slíkar til að ná sama afli og í nýju Búðarhálsvirkjuninni. Virkjun sjávarfallastrauma er kleif og ef til vill má líka framleiða nokkuð dýra raforku í himnuvirkjunum (osmósuvirkjunum) þar sem ferskt og salt vatn í árósum er nýtt. Enn sem komið er hefur íslenska djúpborunarverkefnið (IDDP) ekki opnað fyrir orkustrauma sem fræðilega séð eru á 5-6 km dýpi. Takist að virkja þá, gæti jarðvarmaorkuforðinn margfaldast en það á eftir að koma í ljós. Ef horft er, án gömlu sölumennskutakta hrunsins og af raunsæi, á þessar staðreyndir er ljóst að við verðum að vanda okkur. Vanda til þess hvernig fáein þúsund megavött af raforku eru notuð á næstunni en af henni fer fyrirsjáanlega yfir helmingur til orkufreks iðnaðar í eigu erlendra aðila. Eigum við að nefna innlendan iðnað, landbúnað með jarðvarma, eldsneytisframleiðslu og afl til að mæta mannfjölgun? Miðað við núverandi þróun þarf 500-600 MW, bara til að mæta almennri raforkuþörf fram til 2050. Frá 2009 hefur verið unnið að uppbyggingu íslenska jarðhitaklasans. Þar koma um 80 stofnanir, fyrirtæki og sérfræðingar að samvinnu í geiranum. Þetta er afar mikilvægt starf (sjá www.gekon.is). Ég hef haft tækifæri til að snerta klasann örlítið á sviði umhverfismála. Samvinnan kristallar kunnáttuna hér heima í jarðhitafræðum og jarðhitanýtingu og í henni liggur útflutningsgeta okkar. Hún byggir m.a. á upplýsingum um staðreyndir, til dæmis um kosti og galla jarðvarmans, fyrirmyndum að varkárri og fjölþættri nýtingu og á jarðbundinni sýn á möguleikum Íslendinga sem og annarra þjóða. Í vikunni fer fram stór alþjóðleg jarðhitaráðstefna sem klasinn efnir til. Ísland er nýbúið að hafa forystu um að koma upp stóru alþjóðlegu samvinnuverkefni um nýtingu jarðhita í Austur-Afríku og hefur um langt skeið unnið að jarðhitaverkefnum í mörgum löndum. Það eru mikilvæg skref og jarðbundin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Er Ísland ríkt af vatnsorku og jarðvarmaorku? Svarið felur í sér afstætt mat. Norðmenn hafa næstum fullvirkjað sín vatnsföll. Heildaraflið er um 30.000 MW. Afl núverandi íslenskra vatnorkuvera er tæplega 2.000 MW, að meðtalinni Búðarhálsvirkjun. Í biðflokki eru um 385 MW og er þar um að ræða virkjanir á Suðurlandi og á Vestfjörðum. Aukið rennsli jökulvatna vegna hlýnunar gæti bætt tímabundið við einum 150-200 MW í núverandi virkjunum. Þetta merkir að fyrirsjáanlega nær virkjað vatnsafl ekki 10% af því norska. Jarðvarmaorkuver framleiða núna um 710 MW af rafafli, auk varmaafls sem felst í heitu neysluvatni. Í undirbúningi og nýtingarflokki eru virkjanir með um 780 MW af rafafli. Til samanburðar má líta til Bandaríkjanna en þar eru um 3.200 MW rafafls framleidd með jarðvarma. Fyrirsjáanlega næði Ísland að framleiða innan við helming þess. Kína, með sinn 1,3 milljarð íbúa, nýtir yfir 3.000 MW af lágvarma, mest til hitunar, en aðeins 30 MW til raforkuframleiðslu. Sennilega er hægt að framleiða hér um 4.000 MW í vatnsorku- og jarðhitaorkuverum eða innan við tvöfalt núverandi rafafl. Vissulega er það mikið miðað við íbúafjölda en lítið þegar þess er gætt að tvö og hálft breskt kjarnorkuver býr yfir sama afli. Við njótum þess að búa svona fá í landi með 11% jökulþekju (i bili!) og um 30 háhitasvæðum. Raforka þessara auðlinda er endanleg með núverandi tækni en ekki næstum ótæmandi eins og stundum mætti halda af óvarlegum orðum. Gætum að því.Aðrar leiðir Líta má til annarra leiða í raforkuframleiðslu. Vindorka er sambærileg hér við mörg önnur lönd. Stóru myllurnar tvær við Búrfell framleiða innan við 2MW og það þyrfti um 90 slíkar til að ná sama afli og í nýju Búðarhálsvirkjuninni. Virkjun sjávarfallastrauma er kleif og ef til vill má líka framleiða nokkuð dýra raforku í himnuvirkjunum (osmósuvirkjunum) þar sem ferskt og salt vatn í árósum er nýtt. Enn sem komið er hefur íslenska djúpborunarverkefnið (IDDP) ekki opnað fyrir orkustrauma sem fræðilega séð eru á 5-6 km dýpi. Takist að virkja þá, gæti jarðvarmaorkuforðinn margfaldast en það á eftir að koma í ljós. Ef horft er, án gömlu sölumennskutakta hrunsins og af raunsæi, á þessar staðreyndir er ljóst að við verðum að vanda okkur. Vanda til þess hvernig fáein þúsund megavött af raforku eru notuð á næstunni en af henni fer fyrirsjáanlega yfir helmingur til orkufreks iðnaðar í eigu erlendra aðila. Eigum við að nefna innlendan iðnað, landbúnað með jarðvarma, eldsneytisframleiðslu og afl til að mæta mannfjölgun? Miðað við núverandi þróun þarf 500-600 MW, bara til að mæta almennri raforkuþörf fram til 2050. Frá 2009 hefur verið unnið að uppbyggingu íslenska jarðhitaklasans. Þar koma um 80 stofnanir, fyrirtæki og sérfræðingar að samvinnu í geiranum. Þetta er afar mikilvægt starf (sjá www.gekon.is). Ég hef haft tækifæri til að snerta klasann örlítið á sviði umhverfismála. Samvinnan kristallar kunnáttuna hér heima í jarðhitafræðum og jarðhitanýtingu og í henni liggur útflutningsgeta okkar. Hún byggir m.a. á upplýsingum um staðreyndir, til dæmis um kosti og galla jarðvarmans, fyrirmyndum að varkárri og fjölþættri nýtingu og á jarðbundinni sýn á möguleikum Íslendinga sem og annarra þjóða. Í vikunni fer fram stór alþjóðleg jarðhitaráðstefna sem klasinn efnir til. Ísland er nýbúið að hafa forystu um að koma upp stóru alþjóðlegu samvinnuverkefni um nýtingu jarðhita í Austur-Afríku og hefur um langt skeið unnið að jarðhitaverkefnum í mörgum löndum. Það eru mikilvæg skref og jarðbundin.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun