Margt óunnið enn Elín Björg Jónsdóttir og formaður BSRB skrifa 8. mars 2013 06:00 Alþjóðlegur baráttudagur kvenna er haldinn hátíðlegur í dag. Uppruna dagsins er að rekja til ársins 1910 er fjölmargar konur frá ólíkum löndum söfnuðust saman og ákváðu að haldinn skyldi árlega alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Fyrstu árin voru baráttumálefnin kosningaréttur kvenna og samstaða verkakvenna. Þótt margt hafi áunnist í baráttunni fyrir jöfnum rétti frá því baráttudagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur er enn fyllsta ástæða fyrir áframhaldandi baráttu kvenna. Baráttu kvenna fyrir auknu jafnrétti, á vinnumarkaði, innan menntastofnana sem og á heimilunum. Því er mikilvægt að halda heiðri þessa dags áfram á lofti, sýna samstöðu um vilja til breytinga og leggja okkar af mörkum til að breyta hugsunarhætti til að stuðla að frekari jöfnuði í framtíðinni. Í tilefni dagsins verður í dag sem fyrri ár haldinn hádegisverðarfundur á Grand Hóteli en í ár verður áhersla lögð á vakningu umræðu um kynskiptan vinnumarkað. Yfirskrift fundarins er: Kynhlutverk og kynskiptur vinnumarkaður – ný kynslóð, nýjar hugmyndir? Á Íslandi búum við enn við nokkuð kynskiptan vinnumarkað sem birtist skýrt í hugmyndum fólks um „hefðbundin kvennastörf“ og „hefðbundin karlastörf“. Mikilvægt er komast að því hvað veldur þeirri kynjaskiptingu sem virðist vera innbyggð í íslenskan vinnumarkað. BSRB hefur margsinnis lýst þeim vilja sínum að farið verði ofan í kjölinn á því hvað veldur svo mikilli kynskiptingu á vinnumarkaði sem raunin er. Bandalagið hefur lýst þeirri skoðun sinni að hið opinbera verði að koma að því verkefni, enda þarf að greina á hverju starfsval ungs fólks byggir. Öðruvísi erum við ófær um að brjóta upp núverandi mynstur og auka fjölbreytni. Viðfangsefni okkar hlýtur að vera að búa þannig í haginn að komandi kynslóðir líti ekki á ákveðin störf sem annaðhvort störf fyrir karla eða konur. Um leið og ég óska öllum til hamingju með daginn hvet ég alla til að kynna sér þá viðburði sem fram fara í tilefni Alþjóðlegs baráttudags kvenna og taka þátt. Samstaða okkar allra er það eina sem getur breytt hugmyndum okkar um kynhlutverk á vinnumarkaði, stuðlað að frekara jafnrétti og gefið komandi kynslóðum meira val og meiri fjölbreytni, samfélaginu öllu til góða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Sertral eða sálfræðimeðferð Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Alþjóðlegur baráttudagur kvenna er haldinn hátíðlegur í dag. Uppruna dagsins er að rekja til ársins 1910 er fjölmargar konur frá ólíkum löndum söfnuðust saman og ákváðu að haldinn skyldi árlega alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Fyrstu árin voru baráttumálefnin kosningaréttur kvenna og samstaða verkakvenna. Þótt margt hafi áunnist í baráttunni fyrir jöfnum rétti frá því baráttudagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur er enn fyllsta ástæða fyrir áframhaldandi baráttu kvenna. Baráttu kvenna fyrir auknu jafnrétti, á vinnumarkaði, innan menntastofnana sem og á heimilunum. Því er mikilvægt að halda heiðri þessa dags áfram á lofti, sýna samstöðu um vilja til breytinga og leggja okkar af mörkum til að breyta hugsunarhætti til að stuðla að frekari jöfnuði í framtíðinni. Í tilefni dagsins verður í dag sem fyrri ár haldinn hádegisverðarfundur á Grand Hóteli en í ár verður áhersla lögð á vakningu umræðu um kynskiptan vinnumarkað. Yfirskrift fundarins er: Kynhlutverk og kynskiptur vinnumarkaður – ný kynslóð, nýjar hugmyndir? Á Íslandi búum við enn við nokkuð kynskiptan vinnumarkað sem birtist skýrt í hugmyndum fólks um „hefðbundin kvennastörf“ og „hefðbundin karlastörf“. Mikilvægt er komast að því hvað veldur þeirri kynjaskiptingu sem virðist vera innbyggð í íslenskan vinnumarkað. BSRB hefur margsinnis lýst þeim vilja sínum að farið verði ofan í kjölinn á því hvað veldur svo mikilli kynskiptingu á vinnumarkaði sem raunin er. Bandalagið hefur lýst þeirri skoðun sinni að hið opinbera verði að koma að því verkefni, enda þarf að greina á hverju starfsval ungs fólks byggir. Öðruvísi erum við ófær um að brjóta upp núverandi mynstur og auka fjölbreytni. Viðfangsefni okkar hlýtur að vera að búa þannig í haginn að komandi kynslóðir líti ekki á ákveðin störf sem annaðhvort störf fyrir karla eða konur. Um leið og ég óska öllum til hamingju með daginn hvet ég alla til að kynna sér þá viðburði sem fram fara í tilefni Alþjóðlegs baráttudags kvenna og taka þátt. Samstaða okkar allra er það eina sem getur breytt hugmyndum okkar um kynhlutverk á vinnumarkaði, stuðlað að frekara jafnrétti og gefið komandi kynslóðum meira val og meiri fjölbreytni, samfélaginu öllu til góða.
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar