Okkur er ekki treystandi Mikael Torfason skrifar 9. mars 2013 06:00 Við sem samfélag eigum í miklum erfiðleikum með hvernig við bregðumst við kynferðisofbeldi gegn börnum. Í gær birtum við í Fréttablaðinu viðtöl við ungmenni sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi. Þau sögðu reynslu sína ekki góða af kerfinu okkar: „Þetta er mjög hrottaleg meðferð sem þetta opinbera kerfi er að veita þessum einstaklingum sem verða fyrir ofbeldi," sagði tvítugur piltur sem var misnotaður af frænda sínum þegar hann var níu ára gamall. Hann segist feginn því að fjölskyldan hafi ekki kært og að mál hans hafi verið útkljáð innan fjölskyldunnar. Í fyrradag settist þessi ungi drengur niður með ráðherrum ríkisstjórnarinnar ásamt öðrum krökkum sem sögðu frá reynslu sinni. Sögur krakkanna voru sláandi en það sem sló fyrrnefndan pilt mest voru sögur hinna krakkanna af kerfinu. Honum fannst eins og þau hefðu gengið í gegnum helvíti. Sjálfur sagði hann að Barnahús hefði hjálpað sér mest og undir það tók átján ára stúlka sem við ræddum einnig við í blaðinu í gær. Hún sagði nauðgara eins og vitsugur úr skáldsögum um Harry Potter og að Barnahús væri verndargaldurinn sem kenndi henni að hjálpa sér sjálf. Ástæðan fyrir því að fyrrnefndir krakkar rufu þögnina svo hetjulega í gær og settust á fund með ríkisstjórninni var útgáfa á skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna um ofbeldi gegn börnum á Íslandi. Skýrslan er full af tillögum til úrbóta en ljóst er að okkur sem samfélagi er varla treystandi fyrir þessum málaflokki eins og staðan er. Börnin óttast kerfið og treysta því ekki. Það vantraust er ekki úr lausu lofti gripið. Stofnanir okkar standa sig ekki nógu vel. Við höfum verið allt of lin. Samfélagið hefur brugðist þessum börnum og þúsundum annarra. Á hverjum virkum degi hið minnsta berst lögreglu tilkynning eða kæra um kyferðisbrot. Í fyrra tók Fréttablaðið saman tölur frá 2009-2011, en þar kom fram að 1.374 mál voru tilkynnt til lögreglu en aðeins var ákært í 71 máli á þessu tímabili. Í 29 af þeim málum var sýknað í héraðsdómi, en það merkir að sýknað er í 40% af málunum (næstum í annað hvert sinn sem ákært er). Sem verður að teljast með ólíkindum þar sem dómarar dæma í um 9 af hverjum 10 málum samkvæmt nýlegri úttekt. Er þá nema von að börnin vantreysti okkur? Hvað þá þegar margar af okkar helstu stofnunum hafa brugðist börnum aftur og aftur. Heilu samfélögin hafna börnum sem rofið hafa þögnina og sagt frá alvarlegum kynferðisbrotum. Jafnvel þegar játning liggur fyrir og dómur í ofanálag vilja heilu bæjarfélögin ekki horfast í augu við glæpina. Trúarstofnanir á borð við þjóðkirkjuna og Kaþólsku kirkjuna og KFUM og fleiri hafa brugðist börnum og öðrum sem orðið hafa fyrir kynferðisbrotum. Trekk í trekk. Við verðum að takast á við þennan málaflokk í dag. Það gengur heldur ekki að við sem samfélag getum ekki einu sinni þolað umræðu um málaflokkinn nema brotin séu löngu fyrnd. Ef við pössum okkur ekki megum við eiga von á að lesa um hrottaleg mál í fjölmiðlum eftir 20 og 30 ár. Mál sem eru að gerast í dag en verða ekki að fréttum fyrr en áratugir hafa liðið. Nú er nóg komið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Sjá meira
Við sem samfélag eigum í miklum erfiðleikum með hvernig við bregðumst við kynferðisofbeldi gegn börnum. Í gær birtum við í Fréttablaðinu viðtöl við ungmenni sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi. Þau sögðu reynslu sína ekki góða af kerfinu okkar: „Þetta er mjög hrottaleg meðferð sem þetta opinbera kerfi er að veita þessum einstaklingum sem verða fyrir ofbeldi," sagði tvítugur piltur sem var misnotaður af frænda sínum þegar hann var níu ára gamall. Hann segist feginn því að fjölskyldan hafi ekki kært og að mál hans hafi verið útkljáð innan fjölskyldunnar. Í fyrradag settist þessi ungi drengur niður með ráðherrum ríkisstjórnarinnar ásamt öðrum krökkum sem sögðu frá reynslu sinni. Sögur krakkanna voru sláandi en það sem sló fyrrnefndan pilt mest voru sögur hinna krakkanna af kerfinu. Honum fannst eins og þau hefðu gengið í gegnum helvíti. Sjálfur sagði hann að Barnahús hefði hjálpað sér mest og undir það tók átján ára stúlka sem við ræddum einnig við í blaðinu í gær. Hún sagði nauðgara eins og vitsugur úr skáldsögum um Harry Potter og að Barnahús væri verndargaldurinn sem kenndi henni að hjálpa sér sjálf. Ástæðan fyrir því að fyrrnefndir krakkar rufu þögnina svo hetjulega í gær og settust á fund með ríkisstjórninni var útgáfa á skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna um ofbeldi gegn börnum á Íslandi. Skýrslan er full af tillögum til úrbóta en ljóst er að okkur sem samfélagi er varla treystandi fyrir þessum málaflokki eins og staðan er. Börnin óttast kerfið og treysta því ekki. Það vantraust er ekki úr lausu lofti gripið. Stofnanir okkar standa sig ekki nógu vel. Við höfum verið allt of lin. Samfélagið hefur brugðist þessum börnum og þúsundum annarra. Á hverjum virkum degi hið minnsta berst lögreglu tilkynning eða kæra um kyferðisbrot. Í fyrra tók Fréttablaðið saman tölur frá 2009-2011, en þar kom fram að 1.374 mál voru tilkynnt til lögreglu en aðeins var ákært í 71 máli á þessu tímabili. Í 29 af þeim málum var sýknað í héraðsdómi, en það merkir að sýknað er í 40% af málunum (næstum í annað hvert sinn sem ákært er). Sem verður að teljast með ólíkindum þar sem dómarar dæma í um 9 af hverjum 10 málum samkvæmt nýlegri úttekt. Er þá nema von að börnin vantreysti okkur? Hvað þá þegar margar af okkar helstu stofnunum hafa brugðist börnum aftur og aftur. Heilu samfélögin hafna börnum sem rofið hafa þögnina og sagt frá alvarlegum kynferðisbrotum. Jafnvel þegar játning liggur fyrir og dómur í ofanálag vilja heilu bæjarfélögin ekki horfast í augu við glæpina. Trúarstofnanir á borð við þjóðkirkjuna og Kaþólsku kirkjuna og KFUM og fleiri hafa brugðist börnum og öðrum sem orðið hafa fyrir kynferðisbrotum. Trekk í trekk. Við verðum að takast á við þennan málaflokk í dag. Það gengur heldur ekki að við sem samfélag getum ekki einu sinni þolað umræðu um málaflokkinn nema brotin séu löngu fyrnd. Ef við pössum okkur ekki megum við eiga von á að lesa um hrottaleg mál í fjölmiðlum eftir 20 og 30 ár. Mál sem eru að gerast í dag en verða ekki að fréttum fyrr en áratugir hafa liðið. Nú er nóg komið.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun