Bankamaður í fangelsi fyrir innherjasvik Stígur Helgason skrifar 12. mars 2013 06:00 Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær Friðfinn Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi forstöðumann hjá Glitni, í eins árs fangelsi fyrir innherjasvik. Þetta er í annað sinn sem maður er dæmdur fyrir innherjasvik á Íslandi. Hitt málið sneri að Baldri Guðlaugssyni ráðuneytisstjóra, sem hlaut tveggja ára dóm fyrir innherjasvik í fyrra. Friðfinnur var forstöðumaður millibankamarkaðar í fjárstýringu Glitnis fyrir hrun. Hann seldi hlutabréf sem hann átti í bankanum fyrir rúmar tuttugu milljónir í mars, apríl og september 2008 og var ákærður fyrir að hafa búið yfir innherjaupplýsingum í öll skiptin. Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur er sammála. Friðfinnur er því sakfelldur í öllum ákæruliðum og segir í niðurstöðunni að „með hliðsjón af nauðsyn varnaðaráhrifa í málum sem þessum“ sé ekki unnt að skilorðsbinda fangelsisrefsinguna. Friðfinnur kom nokkuð við sögu í Vafningsmálinu svokallaða á hendur Lárusi Welding og Guðmundi Hjaltasyni. Við aðalmeðferð þess var meðal annars leikin upptaka af símtali hans við Alexander K. Guðmundsson þar sem þeir kölluðu báðir Vafningsviðskiptin „skítafléttu“. Eignir Friðfinns eru gerðar upptækar til ríkissjóðs, nokkrar milljónir í innistæðum og helmingshlutur í fasteign í Kópavogi. Vafningsmálið Dómsmál Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær Friðfinn Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi forstöðumann hjá Glitni, í eins árs fangelsi fyrir innherjasvik. Þetta er í annað sinn sem maður er dæmdur fyrir innherjasvik á Íslandi. Hitt málið sneri að Baldri Guðlaugssyni ráðuneytisstjóra, sem hlaut tveggja ára dóm fyrir innherjasvik í fyrra. Friðfinnur var forstöðumaður millibankamarkaðar í fjárstýringu Glitnis fyrir hrun. Hann seldi hlutabréf sem hann átti í bankanum fyrir rúmar tuttugu milljónir í mars, apríl og september 2008 og var ákærður fyrir að hafa búið yfir innherjaupplýsingum í öll skiptin. Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur er sammála. Friðfinnur er því sakfelldur í öllum ákæruliðum og segir í niðurstöðunni að „með hliðsjón af nauðsyn varnaðaráhrifa í málum sem þessum“ sé ekki unnt að skilorðsbinda fangelsisrefsinguna. Friðfinnur kom nokkuð við sögu í Vafningsmálinu svokallaða á hendur Lárusi Welding og Guðmundi Hjaltasyni. Við aðalmeðferð þess var meðal annars leikin upptaka af símtali hans við Alexander K. Guðmundsson þar sem þeir kölluðu báðir Vafningsviðskiptin „skítafléttu“. Eignir Friðfinns eru gerðar upptækar til ríkissjóðs, nokkrar milljónir í innistæðum og helmingshlutur í fasteign í Kópavogi.
Vafningsmálið Dómsmál Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira