Eru siðareglur lífeyrissjóða gluggaskraut? Ólafur Hauksson skrifar 13. mars 2013 06:00 Icelandair Group er að langmestu leyti í eigu lífeyrissjóðanna, sem eru í eigu meirihluta Íslendinga. Ætla mætti að fulltrúar lífeyrissjóða á aðalfundi Icelandair Group hefðu siðareglur þeirra í heiðri við val stjórnarmanna. En slíkar reglur virðast ekki flækjast fyrir, í ljósi þeirrar staðreyndar að fulltrúar lífeyrissjóðanna velja Sigurð Helgason sem stjórnarformann Icelandair Group. Ekki er langt síðan Icelandair, dótturfélag Icelandair Group, var dæmt í Hæstarétti til að greiða 80 milljóna króna sekt vegna grófra samkeppnislagabrota þegar Sigurður Helgason var þar forstjóri. Þessi brot áttu sér stað á árunum 2003 og 2004, en þá fórnaði Icelandair farþegatekjum upp á 18 milljarða króna til að drepa nýjan keppinaut í fæðingu. Sem þáverandi forstjóri bar Sigurður ábyrgð á samkeppnislagabrotum Icelandair. Af einhverjum undarlegum ástæðum hafa þessi lögbrot og hrikalegt tekjutap sem þeim fylgdu engin áhrif haft á framgang hans í viðskiptalífinu. Þess í stað hefur Sigurði verið lyft á stall stjórnarformanns Icelandair Group.Metnaðarfullar siðareglur Aðaleigendur Icelandair Group, Framtakssjóður með Landsbankann og lífeyrissjóðina innanborðs, ásamt flestöllum lífeyrissjóðum landsins, hafa sett sér metnaðarfullar siðareglur. Rauði þráðurinn í þeim er að sýna samfélagslega ábyrgð. Mikil áhersla er lögð á góða viðskiptahætti í samræmi við almennt og gott viðskiptasiðferði. Með valinu á Sigurði Helgasyni í stjórn Icelandair Group láta lífeyrissjóðirnir og Landsbankinn eins og siðareglurnar séu gluggaskraut en ekki til alvöru notkunar. Sem forstjóri Icelandair vann Sigurður beinlínis gegn hagsmunum eigenda lífeyrissjóðanna, fólksins í landinu. Undir stjórn hans gerði Icelandair atlögu að hagsmunum almennings með misnotkun á markaðsráðandi stöðu félagsins. Tilgangurinn var að koma í veg fyrir samkeppni í millilandaflugi, samkeppni sem tryggði neytendum lægri flugfargjöld en áður höfðu þekkst.Farþegatekjur Icelandair hrundu Árin 2001 og 2002 voru heildarfarþegatekjur Icelandair 85 milljarðar króna, framreiknað til dagsins í dag. Næstu tvö ár, 2003 og 2004, fyrstu ár samkeppninnar frá Iceland Express, lækkuðu heildarfarþegatekjur Icelandair niður í 67 milljarða króna. Samt fækkaði farþegum félagsins ekkert. Undir stjórn Sigurðar Helgasonar fórnaði Icelandair sem sé 18 milljarða króna farþegatekjum til að drepa nýja keppinautinn. Þá, líkt og nú, voru lífeyrissjóðir stórir hluthafar í félaginu. Sjóðfélagar töpuðu því beint á þessum lögbrotum í gegnum verri afkomu Icelandair. Ekki skyldi gleyma áhrifunum af miskunnarlausu framferði Sigurðar á stofnendur Iceland Express. Vegna þessara lögbrota töpuðu þeir margra ára undirbúningsvinnu, milljarða króna viðskiptahugmynd og lífvænlegu fyrirtæki, þegar þeir neyddust til að láta það af hendi vegna lögbrota Icelandair.Á að kjósa Sigurð áfram? Framferði Icelandair, á ábyrgð Sigurðar Helgasonar, stríddi gegn öllu viðskiptasiðferði. Siðlaus framkoma af því tagi fyrnist ekki. Ef fulltrúar lífeyrissjóðanna og Landsbankans ætla að kjósa hann aftur til setu í stjórn Icelandair Group, þá afhjúpa þeir sig sem hræsnara sem halda að siðareglur séu bara til að sýnast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hauksson Mest lesið Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Sjá meira
Icelandair Group er að langmestu leyti í eigu lífeyrissjóðanna, sem eru í eigu meirihluta Íslendinga. Ætla mætti að fulltrúar lífeyrissjóða á aðalfundi Icelandair Group hefðu siðareglur þeirra í heiðri við val stjórnarmanna. En slíkar reglur virðast ekki flækjast fyrir, í ljósi þeirrar staðreyndar að fulltrúar lífeyrissjóðanna velja Sigurð Helgason sem stjórnarformann Icelandair Group. Ekki er langt síðan Icelandair, dótturfélag Icelandair Group, var dæmt í Hæstarétti til að greiða 80 milljóna króna sekt vegna grófra samkeppnislagabrota þegar Sigurður Helgason var þar forstjóri. Þessi brot áttu sér stað á árunum 2003 og 2004, en þá fórnaði Icelandair farþegatekjum upp á 18 milljarða króna til að drepa nýjan keppinaut í fæðingu. Sem þáverandi forstjóri bar Sigurður ábyrgð á samkeppnislagabrotum Icelandair. Af einhverjum undarlegum ástæðum hafa þessi lögbrot og hrikalegt tekjutap sem þeim fylgdu engin áhrif haft á framgang hans í viðskiptalífinu. Þess í stað hefur Sigurði verið lyft á stall stjórnarformanns Icelandair Group.Metnaðarfullar siðareglur Aðaleigendur Icelandair Group, Framtakssjóður með Landsbankann og lífeyrissjóðina innanborðs, ásamt flestöllum lífeyrissjóðum landsins, hafa sett sér metnaðarfullar siðareglur. Rauði þráðurinn í þeim er að sýna samfélagslega ábyrgð. Mikil áhersla er lögð á góða viðskiptahætti í samræmi við almennt og gott viðskiptasiðferði. Með valinu á Sigurði Helgasyni í stjórn Icelandair Group láta lífeyrissjóðirnir og Landsbankinn eins og siðareglurnar séu gluggaskraut en ekki til alvöru notkunar. Sem forstjóri Icelandair vann Sigurður beinlínis gegn hagsmunum eigenda lífeyrissjóðanna, fólksins í landinu. Undir stjórn hans gerði Icelandair atlögu að hagsmunum almennings með misnotkun á markaðsráðandi stöðu félagsins. Tilgangurinn var að koma í veg fyrir samkeppni í millilandaflugi, samkeppni sem tryggði neytendum lægri flugfargjöld en áður höfðu þekkst.Farþegatekjur Icelandair hrundu Árin 2001 og 2002 voru heildarfarþegatekjur Icelandair 85 milljarðar króna, framreiknað til dagsins í dag. Næstu tvö ár, 2003 og 2004, fyrstu ár samkeppninnar frá Iceland Express, lækkuðu heildarfarþegatekjur Icelandair niður í 67 milljarða króna. Samt fækkaði farþegum félagsins ekkert. Undir stjórn Sigurðar Helgasonar fórnaði Icelandair sem sé 18 milljarða króna farþegatekjum til að drepa nýja keppinautinn. Þá, líkt og nú, voru lífeyrissjóðir stórir hluthafar í félaginu. Sjóðfélagar töpuðu því beint á þessum lögbrotum í gegnum verri afkomu Icelandair. Ekki skyldi gleyma áhrifunum af miskunnarlausu framferði Sigurðar á stofnendur Iceland Express. Vegna þessara lögbrota töpuðu þeir margra ára undirbúningsvinnu, milljarða króna viðskiptahugmynd og lífvænlegu fyrirtæki, þegar þeir neyddust til að láta það af hendi vegna lögbrota Icelandair.Á að kjósa Sigurð áfram? Framferði Icelandair, á ábyrgð Sigurðar Helgasonar, stríddi gegn öllu viðskiptasiðferði. Siðlaus framkoma af því tagi fyrnist ekki. Ef fulltrúar lífeyrissjóðanna og Landsbankans ætla að kjósa hann aftur til setu í stjórn Icelandair Group, þá afhjúpa þeir sig sem hræsnara sem halda að siðareglur séu bara til að sýnast.
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar