Kína knýr að dyrum Íslands Einar Benediktsson skrifar 14. mars 2013 06:00 Einangrun Íslands var rofin í seinni heimsstyrjöldinni og kalda stríðinu. Vegna ráðandi legu landsins í Norður-Atlantshafi var landið í lykilstöðu fyrir varnir Atlantshafsbandalagsins og Bandaríkjanna. Við upplausn Sovétsamveldisins virtist svo að eyríkið skipti ekki máli og í október 2006 lauk veru bandarísks flughers í Keflavík. En nú er breyting enn á ný á ferðinni vegna bráðnunar á íshellu Norðurskautsins með nýjum leiðum til sjóflutninga og nýtingamöguleikum á gífurlegum náttúruauðlindum. Samkvæmt mati U.S. Geological Survey frá 2008 eru 19% allrar ónýttrar olíu, 30% af því er snertir jarðgas og 20% af fljótandi gasi undir hafsbotni Norðurskautsins. Ísland er ákjósanleg staðsetning fyrir hafrannsóknir á svæðinu og bækistöð vegna jarðborana, vinnslu og flutninga. Minnkun og væntanlegt hvarf íshellunnar leiðir til byltingarkenndrar breytingar í sjóflutningum frá Asíu til Evrópuhafna; norðausturleiðin minnkar flutningskostnað um 40% miðað við siglingu um Súesskurðinn.Í lykilstöðu Enn á ný er Ísland í sinni strategísku lykilstöðu og meðal þeirra sem sýna þessu vaxandi áhuga er Kína. Nú er tími til kominn að Bandaríkin styrki tengslin við Ísland. Með Ilulissat-yfirlýsingunni frá 2008 gerðu fimm aðildarríki Norðurskautsráðsins, Bandaríkin, Kanada, Danmörk-Grænland, Noregur og Rússland, í félagi við Ísland, Svíþjóð og Finnland, tilkall strandríkja til lögsögulegra réttinda á norðurskautinu í samræmi við ákvæði Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Ísland er á norðurskautinu þótt landið sé ekki eitt af strandríkjunum og hefur viðurkennd vinnsluréttindi á hinu væntanlega auðuga landgrunni Jan Mayen samkvæmt tvíhliða samningi við Noreg frá 1981. Þótt Kína hafi ekki opinberað stefnu sína varðandi norðurskautið verður að teljast ólíklegt að þar sé að finna stuðning við einhliða ákvarðanir Norðurskautráðsins. Stórlega hagkvæm siglingaleið fyrir helsta iðnaðarvöruframleiðanda heims mun liggja um norðurskautið. Og á síðastliðnum árum hafa Kínverjar staðið að meiri háttar átaki til að ná aðgangi að vinnslu málma og orku í mörgum heimshlutum. Opinberar stofnanir í Kína og fræðimenn hafa haldið fram kröfum um að siglingar um svæðið og nýting auðlegðar á hafsbotni þess eigi að koma mannkyni öllu til góða. Áhugi Kínverja á nánari tengslum við Ísland er til kominn vegna öflunar stuðnings um að komast í Norðurskautsráðið. Forsætisráðherra Kína, Wen Jiabao, kom í opinbera heimsókn til Íslands 2012 með fjölmennu fylgdarliði í forgangi við heimsókn til annarra Evrópulanda. Komu kínverska ísbrjótsins Xuelong var fagnað með móttöku áhafnarinnar hjá forseta Íslands. Risinn Kína og hið örsmáa Ísland, sem skilur óralengd í fjarlægð, eru í samningsviðræðum um tvíhliða fríverslun. Kínverskar fyrirætlanir um „ferðamannaparadís“ í víðáttumikilli einangrun norðurhluta Íslands má vel líta á sem aðstöðu fyrir verkamenn við byggingu eða þjónustu við hafnir vegna vöruflutninga eða umsvifa á Norðurskautinu. Ísland gæti orðið samtvinnaður þáttur í framkvæmd fyrirætlana Kínverja um að ráðast í fjárfestingu risastórrar járngrýtisvinnslu fyrir milljarða dollara fyrir norðan Nuuk á Grænlandi. Í sem stystu máli leitast Kína við að marka sér stöðu á norðurskautinu, fyrst á Grænlandi en síðar með stuðningsaðstöðu á Íslandi, sem er ekki aðili að Evrópusambandinu og að því er virðist yfirgefið af Bandaríkjunum. Sú aðstaða gæti hugsanlega haft framtíðarnotkun fyrir herskip í eftirliti á norðurskautinu og norðaustursiglingaleiðinni til Evrópu.Lífshagsmunamál Öryggi og stöðugleiki á evrópska norðurskautssvæðinu eru lífshagsmunamál Evrópuríkja og Bandaríkjanna. Til eflingar öryggis er til allrar gæfu hvorki þörf á ný á herstöð á Íslandi né gerð nýrra samninga – viðeigandi ráðstafanir hvíla á gildandi samningum Atlantshafssáttmálanum frá 1949, tvíhliða varnarsamningi Bandaríkjanna og Íslands frá 1951 og samkomulagsatriðum Íslands og Bandaríkjanna frá 2006 um loftrýmiseftirlit, heræfingar og sameiginlegar leitar- og björgunaraðgerðir frá Keflavíkurflugvelli. Tími er til kominn að Bandaríkin taki fyllilega til greina breytingar í þróun mála. Það felur í fyrsta lagi í sér aukið samráð og nána samvinnu við Ísland, gamlan bandamann, vin og granna í Norður-Atlantshafi. Að lágmarki er að löndin tvö séu tengd traustari böndum varðandi málefni norðurskautsins. Stuðningur við aðgerðir Íslendinga til að tryggja efnahagslegt öryggi og stöðugleika eflir stöðu landsins og þýðingu fyrir Atlantshafsbandalagið á svæði sem hefur vaxandi þýðingu. Í annan stað á Ísland að eiga þess kost að verða aðili að Atlantshafssáttmálanum um viðskipti og fjárfestingar (The Transatlantic Trade and Investment Pact – TTIP) samhliða því sem Ísland á í aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Í þriðja lagi ættu Bandaríkin á næstu Norður Víkings-heræfingunni að gera samstöðu með Noregi og Íslandi sýnilega. Þá ber að efla samvinnu Íslendinga við bandarísku landhelgisgæsluna í leitar- og björgunaraðgerðum frá Keflavík. Það er með slíkri ákveðinni stefnu og aðgerðum um gagnkvæma aðstoð og samvinnu sem Íslendingar tryggja frelsi sitt og sjálfstæði. Samtímis eiga Bandaríkin að gera það ljóst að víðtæk samvinna við Ísland, sérstaklega að því er varðar nýtingu auðlinda og verndun umhverfisins, er lykilatriði þjóðarstefnu Bandaríkin á heimssvæði vaxandi þýðingar. Greinin birtist fyrr í vikunni í New York Times og International Herald Tribune. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Einangrun Íslands var rofin í seinni heimsstyrjöldinni og kalda stríðinu. Vegna ráðandi legu landsins í Norður-Atlantshafi var landið í lykilstöðu fyrir varnir Atlantshafsbandalagsins og Bandaríkjanna. Við upplausn Sovétsamveldisins virtist svo að eyríkið skipti ekki máli og í október 2006 lauk veru bandarísks flughers í Keflavík. En nú er breyting enn á ný á ferðinni vegna bráðnunar á íshellu Norðurskautsins með nýjum leiðum til sjóflutninga og nýtingamöguleikum á gífurlegum náttúruauðlindum. Samkvæmt mati U.S. Geological Survey frá 2008 eru 19% allrar ónýttrar olíu, 30% af því er snertir jarðgas og 20% af fljótandi gasi undir hafsbotni Norðurskautsins. Ísland er ákjósanleg staðsetning fyrir hafrannsóknir á svæðinu og bækistöð vegna jarðborana, vinnslu og flutninga. Minnkun og væntanlegt hvarf íshellunnar leiðir til byltingarkenndrar breytingar í sjóflutningum frá Asíu til Evrópuhafna; norðausturleiðin minnkar flutningskostnað um 40% miðað við siglingu um Súesskurðinn.Í lykilstöðu Enn á ný er Ísland í sinni strategísku lykilstöðu og meðal þeirra sem sýna þessu vaxandi áhuga er Kína. Nú er tími til kominn að Bandaríkin styrki tengslin við Ísland. Með Ilulissat-yfirlýsingunni frá 2008 gerðu fimm aðildarríki Norðurskautsráðsins, Bandaríkin, Kanada, Danmörk-Grænland, Noregur og Rússland, í félagi við Ísland, Svíþjóð og Finnland, tilkall strandríkja til lögsögulegra réttinda á norðurskautinu í samræmi við ákvæði Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Ísland er á norðurskautinu þótt landið sé ekki eitt af strandríkjunum og hefur viðurkennd vinnsluréttindi á hinu væntanlega auðuga landgrunni Jan Mayen samkvæmt tvíhliða samningi við Noreg frá 1981. Þótt Kína hafi ekki opinberað stefnu sína varðandi norðurskautið verður að teljast ólíklegt að þar sé að finna stuðning við einhliða ákvarðanir Norðurskautráðsins. Stórlega hagkvæm siglingaleið fyrir helsta iðnaðarvöruframleiðanda heims mun liggja um norðurskautið. Og á síðastliðnum árum hafa Kínverjar staðið að meiri háttar átaki til að ná aðgangi að vinnslu málma og orku í mörgum heimshlutum. Opinberar stofnanir í Kína og fræðimenn hafa haldið fram kröfum um að siglingar um svæðið og nýting auðlegðar á hafsbotni þess eigi að koma mannkyni öllu til góða. Áhugi Kínverja á nánari tengslum við Ísland er til kominn vegna öflunar stuðnings um að komast í Norðurskautsráðið. Forsætisráðherra Kína, Wen Jiabao, kom í opinbera heimsókn til Íslands 2012 með fjölmennu fylgdarliði í forgangi við heimsókn til annarra Evrópulanda. Komu kínverska ísbrjótsins Xuelong var fagnað með móttöku áhafnarinnar hjá forseta Íslands. Risinn Kína og hið örsmáa Ísland, sem skilur óralengd í fjarlægð, eru í samningsviðræðum um tvíhliða fríverslun. Kínverskar fyrirætlanir um „ferðamannaparadís“ í víðáttumikilli einangrun norðurhluta Íslands má vel líta á sem aðstöðu fyrir verkamenn við byggingu eða þjónustu við hafnir vegna vöruflutninga eða umsvifa á Norðurskautinu. Ísland gæti orðið samtvinnaður þáttur í framkvæmd fyrirætlana Kínverja um að ráðast í fjárfestingu risastórrar járngrýtisvinnslu fyrir milljarða dollara fyrir norðan Nuuk á Grænlandi. Í sem stystu máli leitast Kína við að marka sér stöðu á norðurskautinu, fyrst á Grænlandi en síðar með stuðningsaðstöðu á Íslandi, sem er ekki aðili að Evrópusambandinu og að því er virðist yfirgefið af Bandaríkjunum. Sú aðstaða gæti hugsanlega haft framtíðarnotkun fyrir herskip í eftirliti á norðurskautinu og norðaustursiglingaleiðinni til Evrópu.Lífshagsmunamál Öryggi og stöðugleiki á evrópska norðurskautssvæðinu eru lífshagsmunamál Evrópuríkja og Bandaríkjanna. Til eflingar öryggis er til allrar gæfu hvorki þörf á ný á herstöð á Íslandi né gerð nýrra samninga – viðeigandi ráðstafanir hvíla á gildandi samningum Atlantshafssáttmálanum frá 1949, tvíhliða varnarsamningi Bandaríkjanna og Íslands frá 1951 og samkomulagsatriðum Íslands og Bandaríkjanna frá 2006 um loftrýmiseftirlit, heræfingar og sameiginlegar leitar- og björgunaraðgerðir frá Keflavíkurflugvelli. Tími er til kominn að Bandaríkin taki fyllilega til greina breytingar í þróun mála. Það felur í fyrsta lagi í sér aukið samráð og nána samvinnu við Ísland, gamlan bandamann, vin og granna í Norður-Atlantshafi. Að lágmarki er að löndin tvö séu tengd traustari böndum varðandi málefni norðurskautsins. Stuðningur við aðgerðir Íslendinga til að tryggja efnahagslegt öryggi og stöðugleika eflir stöðu landsins og þýðingu fyrir Atlantshafsbandalagið á svæði sem hefur vaxandi þýðingu. Í annan stað á Ísland að eiga þess kost að verða aðili að Atlantshafssáttmálanum um viðskipti og fjárfestingar (The Transatlantic Trade and Investment Pact – TTIP) samhliða því sem Ísland á í aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Í þriðja lagi ættu Bandaríkin á næstu Norður Víkings-heræfingunni að gera samstöðu með Noregi og Íslandi sýnilega. Þá ber að efla samvinnu Íslendinga við bandarísku landhelgisgæsluna í leitar- og björgunaraðgerðum frá Keflavík. Það er með slíkri ákveðinni stefnu og aðgerðum um gagnkvæma aðstoð og samvinnu sem Íslendingar tryggja frelsi sitt og sjálfstæði. Samtímis eiga Bandaríkin að gera það ljóst að víðtæk samvinna við Ísland, sérstaklega að því er varðar nýtingu auðlinda og verndun umhverfisins, er lykilatriði þjóðarstefnu Bandaríkin á heimssvæði vaxandi þýðingar. Greinin birtist fyrr í vikunni í New York Times og International Herald Tribune.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun