Geðheilbrigði til framtíðar Eva Bjarnadóttir skrifar 14. mars 2013 06:00 Ýmis málefni sem tengjast geðheilbrigði hafa vakið verðskuldaða athygli að undanförnu. Það er því vert að líta yfir sviðið og skoða aðbúnað málaflokksins. Í því ljósi minnum við á mikilvægi þess að fólk með geðsjúkdóma taki virkan þátt í opinberri umræðu um heilbrigðisþjónustuna, kjör sín og hagsmuni. Annar höfunda þessarar greinar greindist með geðklofa 16 ára gamall og á þeim 43 árum sem liðin eru hefur hann tvisvar sinnum lagst inn á geðdeild. Með eigin aðferðum og með aðstoð geðlyfja hefur hann náð góðum bata, tekið virkan þátt í hagsmunabaráttu síns hóps og notið lífsins.Aðgengileg heilbrigðisþjónusta Til þess að okkur geti almennt gengið vel að takast á við geðsjúkdóma þarf heilbrigðiskerfið að vera aðgengilegt og styðjandi, og ekki síður að hafa það að markmiði að allir nái bata með hjálp endurhæfingar, réttrar lyfjagjafar og góðrar eftirfylgni. Þá er afar mikilvægt í þessu samhengi að viðeigandi meðferð geti hafist sem fyrst. Um margra ára skeið hefur geðheilbrigðisþjónusta verið fjársvelt, skortur hefur verið á nýliðun meðal sérfræðinga á þessu sviði og engin heildstæð stefnumótun átt sér stað. Á síðustu árum höfum við svo fundið fyrir því hvernig niðurskurður í heilbrigðisþjónustu hefur aukið álagið alls staðar á landinu. Þeir sem leita til ráðgjafa Geðhjálpar í Reykjavík hafa gjarnan beðið lengi með að leita sér aðstoðar og þörfin á aðstoð orðin mikil. Fyrir marga þeirra eru því fjögurra til fimm mánaða biðlistar Landspítalans allt of langir.Niðurskurður ekki rót vandans Þótt niðurskurðurinn hafi aukið álagið á kerfinu er hann þó ekki rót vandans. Geðhjálp hefur bent á að nýrri hugsun um réttindi fólks með geðsjúkdóma verði að fylgja ný vinnubrögð. Á síðustu árum hafa slíkar hugmyndir rutt sér braut innan geðheilbrigðisþjónustunnar og mikilvæg skref hafa verið stigin, meðal annars með tilkomu réttindagæslumanna fatlaðra og með nýrri Geðheilsustöð Breiðholts. Aftur á móti hefur þessari jákvæðu þróun ekki verið fylgt eftir með áætlun um hvernig hinir fjölmörgu aðilar á geðsviði eigi að vinna saman eða hvernig tryggja eigi jafnan aðgang allra að sambærilegri þjónustu. Með öðrum orðum, rót vandans er í raun skortur á heildstæðri stefnumótun í geðheilbrigðismálum en ekki bara fjárskortur eða hugmyndaleysi. Bæði í niðurskurði og í uppbyggingu verða markmiðin að vera skýr. Þá verður leiðin að þeim markmiðum að liggja fyrir og jafnframt áætlun um hvernig ólík stig þjónustunnar eigi að vinna saman.Áskorun Enginn skortur er á góðum hugmyndum á geðheilbrigðissviði, og daglega leggja fjölmargir sitt af mörkum við að veita bestu mögulegu þjónustu. Við skorum því á stjórnvöld að virkja þennan mannauð og móta geðheilbrigðisstefnu til framtíðar. Við skorum á frambjóðendur til næstu kosninga að setja geðheilbrigðismál á dagskrá stjórnmálanna. Síðast en ekki síst skorum við á fólk með geðsjúkdóma, aðstandendur þess og alla þá sem hafa áhuga á málaflokknum að láta í sér heyra, taka þátt í hagsmunabaráttu og þrýsta á um breytingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Bjarnadóttir Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Sjá meira
Ýmis málefni sem tengjast geðheilbrigði hafa vakið verðskuldaða athygli að undanförnu. Það er því vert að líta yfir sviðið og skoða aðbúnað málaflokksins. Í því ljósi minnum við á mikilvægi þess að fólk með geðsjúkdóma taki virkan þátt í opinberri umræðu um heilbrigðisþjónustuna, kjör sín og hagsmuni. Annar höfunda þessarar greinar greindist með geðklofa 16 ára gamall og á þeim 43 árum sem liðin eru hefur hann tvisvar sinnum lagst inn á geðdeild. Með eigin aðferðum og með aðstoð geðlyfja hefur hann náð góðum bata, tekið virkan þátt í hagsmunabaráttu síns hóps og notið lífsins.Aðgengileg heilbrigðisþjónusta Til þess að okkur geti almennt gengið vel að takast á við geðsjúkdóma þarf heilbrigðiskerfið að vera aðgengilegt og styðjandi, og ekki síður að hafa það að markmiði að allir nái bata með hjálp endurhæfingar, réttrar lyfjagjafar og góðrar eftirfylgni. Þá er afar mikilvægt í þessu samhengi að viðeigandi meðferð geti hafist sem fyrst. Um margra ára skeið hefur geðheilbrigðisþjónusta verið fjársvelt, skortur hefur verið á nýliðun meðal sérfræðinga á þessu sviði og engin heildstæð stefnumótun átt sér stað. Á síðustu árum höfum við svo fundið fyrir því hvernig niðurskurður í heilbrigðisþjónustu hefur aukið álagið alls staðar á landinu. Þeir sem leita til ráðgjafa Geðhjálpar í Reykjavík hafa gjarnan beðið lengi með að leita sér aðstoðar og þörfin á aðstoð orðin mikil. Fyrir marga þeirra eru því fjögurra til fimm mánaða biðlistar Landspítalans allt of langir.Niðurskurður ekki rót vandans Þótt niðurskurðurinn hafi aukið álagið á kerfinu er hann þó ekki rót vandans. Geðhjálp hefur bent á að nýrri hugsun um réttindi fólks með geðsjúkdóma verði að fylgja ný vinnubrögð. Á síðustu árum hafa slíkar hugmyndir rutt sér braut innan geðheilbrigðisþjónustunnar og mikilvæg skref hafa verið stigin, meðal annars með tilkomu réttindagæslumanna fatlaðra og með nýrri Geðheilsustöð Breiðholts. Aftur á móti hefur þessari jákvæðu þróun ekki verið fylgt eftir með áætlun um hvernig hinir fjölmörgu aðilar á geðsviði eigi að vinna saman eða hvernig tryggja eigi jafnan aðgang allra að sambærilegri þjónustu. Með öðrum orðum, rót vandans er í raun skortur á heildstæðri stefnumótun í geðheilbrigðismálum en ekki bara fjárskortur eða hugmyndaleysi. Bæði í niðurskurði og í uppbyggingu verða markmiðin að vera skýr. Þá verður leiðin að þeim markmiðum að liggja fyrir og jafnframt áætlun um hvernig ólík stig þjónustunnar eigi að vinna saman.Áskorun Enginn skortur er á góðum hugmyndum á geðheilbrigðissviði, og daglega leggja fjölmargir sitt af mörkum við að veita bestu mögulegu þjónustu. Við skorum því á stjórnvöld að virkja þennan mannauð og móta geðheilbrigðisstefnu til framtíðar. Við skorum á frambjóðendur til næstu kosninga að setja geðheilbrigðismál á dagskrá stjórnmálanna. Síðast en ekki síst skorum við á fólk með geðsjúkdóma, aðstandendur þess og alla þá sem hafa áhuga á málaflokknum að láta í sér heyra, taka þátt í hagsmunabaráttu og þrýsta á um breytingar.
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar