Geðheilbrigði til framtíðar Eva Bjarnadóttir skrifar 14. mars 2013 06:00 Ýmis málefni sem tengjast geðheilbrigði hafa vakið verðskuldaða athygli að undanförnu. Það er því vert að líta yfir sviðið og skoða aðbúnað málaflokksins. Í því ljósi minnum við á mikilvægi þess að fólk með geðsjúkdóma taki virkan þátt í opinberri umræðu um heilbrigðisþjónustuna, kjör sín og hagsmuni. Annar höfunda þessarar greinar greindist með geðklofa 16 ára gamall og á þeim 43 árum sem liðin eru hefur hann tvisvar sinnum lagst inn á geðdeild. Með eigin aðferðum og með aðstoð geðlyfja hefur hann náð góðum bata, tekið virkan þátt í hagsmunabaráttu síns hóps og notið lífsins.Aðgengileg heilbrigðisþjónusta Til þess að okkur geti almennt gengið vel að takast á við geðsjúkdóma þarf heilbrigðiskerfið að vera aðgengilegt og styðjandi, og ekki síður að hafa það að markmiði að allir nái bata með hjálp endurhæfingar, réttrar lyfjagjafar og góðrar eftirfylgni. Þá er afar mikilvægt í þessu samhengi að viðeigandi meðferð geti hafist sem fyrst. Um margra ára skeið hefur geðheilbrigðisþjónusta verið fjársvelt, skortur hefur verið á nýliðun meðal sérfræðinga á þessu sviði og engin heildstæð stefnumótun átt sér stað. Á síðustu árum höfum við svo fundið fyrir því hvernig niðurskurður í heilbrigðisþjónustu hefur aukið álagið alls staðar á landinu. Þeir sem leita til ráðgjafa Geðhjálpar í Reykjavík hafa gjarnan beðið lengi með að leita sér aðstoðar og þörfin á aðstoð orðin mikil. Fyrir marga þeirra eru því fjögurra til fimm mánaða biðlistar Landspítalans allt of langir.Niðurskurður ekki rót vandans Þótt niðurskurðurinn hafi aukið álagið á kerfinu er hann þó ekki rót vandans. Geðhjálp hefur bent á að nýrri hugsun um réttindi fólks með geðsjúkdóma verði að fylgja ný vinnubrögð. Á síðustu árum hafa slíkar hugmyndir rutt sér braut innan geðheilbrigðisþjónustunnar og mikilvæg skref hafa verið stigin, meðal annars með tilkomu réttindagæslumanna fatlaðra og með nýrri Geðheilsustöð Breiðholts. Aftur á móti hefur þessari jákvæðu þróun ekki verið fylgt eftir með áætlun um hvernig hinir fjölmörgu aðilar á geðsviði eigi að vinna saman eða hvernig tryggja eigi jafnan aðgang allra að sambærilegri þjónustu. Með öðrum orðum, rót vandans er í raun skortur á heildstæðri stefnumótun í geðheilbrigðismálum en ekki bara fjárskortur eða hugmyndaleysi. Bæði í niðurskurði og í uppbyggingu verða markmiðin að vera skýr. Þá verður leiðin að þeim markmiðum að liggja fyrir og jafnframt áætlun um hvernig ólík stig þjónustunnar eigi að vinna saman.Áskorun Enginn skortur er á góðum hugmyndum á geðheilbrigðissviði, og daglega leggja fjölmargir sitt af mörkum við að veita bestu mögulegu þjónustu. Við skorum því á stjórnvöld að virkja þennan mannauð og móta geðheilbrigðisstefnu til framtíðar. Við skorum á frambjóðendur til næstu kosninga að setja geðheilbrigðismál á dagskrá stjórnmálanna. Síðast en ekki síst skorum við á fólk með geðsjúkdóma, aðstandendur þess og alla þá sem hafa áhuga á málaflokknum að láta í sér heyra, taka þátt í hagsmunabaráttu og þrýsta á um breytingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Bjarnadóttir Mest lesið Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Ýmis málefni sem tengjast geðheilbrigði hafa vakið verðskuldaða athygli að undanförnu. Það er því vert að líta yfir sviðið og skoða aðbúnað málaflokksins. Í því ljósi minnum við á mikilvægi þess að fólk með geðsjúkdóma taki virkan þátt í opinberri umræðu um heilbrigðisþjónustuna, kjör sín og hagsmuni. Annar höfunda þessarar greinar greindist með geðklofa 16 ára gamall og á þeim 43 árum sem liðin eru hefur hann tvisvar sinnum lagst inn á geðdeild. Með eigin aðferðum og með aðstoð geðlyfja hefur hann náð góðum bata, tekið virkan þátt í hagsmunabaráttu síns hóps og notið lífsins.Aðgengileg heilbrigðisþjónusta Til þess að okkur geti almennt gengið vel að takast á við geðsjúkdóma þarf heilbrigðiskerfið að vera aðgengilegt og styðjandi, og ekki síður að hafa það að markmiði að allir nái bata með hjálp endurhæfingar, réttrar lyfjagjafar og góðrar eftirfylgni. Þá er afar mikilvægt í þessu samhengi að viðeigandi meðferð geti hafist sem fyrst. Um margra ára skeið hefur geðheilbrigðisþjónusta verið fjársvelt, skortur hefur verið á nýliðun meðal sérfræðinga á þessu sviði og engin heildstæð stefnumótun átt sér stað. Á síðustu árum höfum við svo fundið fyrir því hvernig niðurskurður í heilbrigðisþjónustu hefur aukið álagið alls staðar á landinu. Þeir sem leita til ráðgjafa Geðhjálpar í Reykjavík hafa gjarnan beðið lengi með að leita sér aðstoðar og þörfin á aðstoð orðin mikil. Fyrir marga þeirra eru því fjögurra til fimm mánaða biðlistar Landspítalans allt of langir.Niðurskurður ekki rót vandans Þótt niðurskurðurinn hafi aukið álagið á kerfinu er hann þó ekki rót vandans. Geðhjálp hefur bent á að nýrri hugsun um réttindi fólks með geðsjúkdóma verði að fylgja ný vinnubrögð. Á síðustu árum hafa slíkar hugmyndir rutt sér braut innan geðheilbrigðisþjónustunnar og mikilvæg skref hafa verið stigin, meðal annars með tilkomu réttindagæslumanna fatlaðra og með nýrri Geðheilsustöð Breiðholts. Aftur á móti hefur þessari jákvæðu þróun ekki verið fylgt eftir með áætlun um hvernig hinir fjölmörgu aðilar á geðsviði eigi að vinna saman eða hvernig tryggja eigi jafnan aðgang allra að sambærilegri þjónustu. Með öðrum orðum, rót vandans er í raun skortur á heildstæðri stefnumótun í geðheilbrigðismálum en ekki bara fjárskortur eða hugmyndaleysi. Bæði í niðurskurði og í uppbyggingu verða markmiðin að vera skýr. Þá verður leiðin að þeim markmiðum að liggja fyrir og jafnframt áætlun um hvernig ólík stig þjónustunnar eigi að vinna saman.Áskorun Enginn skortur er á góðum hugmyndum á geðheilbrigðissviði, og daglega leggja fjölmargir sitt af mörkum við að veita bestu mögulegu þjónustu. Við skorum því á stjórnvöld að virkja þennan mannauð og móta geðheilbrigðisstefnu til framtíðar. Við skorum á frambjóðendur til næstu kosninga að setja geðheilbrigðismál á dagskrá stjórnmálanna. Síðast en ekki síst skorum við á fólk með geðsjúkdóma, aðstandendur þess og alla þá sem hafa áhuga á málaflokknum að láta í sér heyra, taka þátt í hagsmunabaráttu og þrýsta á um breytingar.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun