Við erum þjóðin Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skrifar 18. mars 2013 06:00 Okkur er tamt að tala um ríkið, sveitarfélögin, atvinnurekendurna og launþegana sem óskylda og andstæða hópa. Það er kannski ekki skrýtið eins og kerfið virkar. Ríkið sker nú niður í öllu kerfinu og leggur auknar álögur á fólk og fyrirtæki til að standa undir skuldbindingum. Sveitarfélögin hafa hækkað fasteignagjöld og ýmis önnur gjöld og lækkað þjónustustig til að standa undir skuldbindingum. Fyrirtæki hækka vöru og þjónustu til að standa undir skuldbindingum. Fólkið í landinu, fjölskyldurnar, sem þurfa líka að standa undir skuldbindingum hafa auk þess þurft að taka á sig óverðskuldaðar fjárhagsbirgðar m.a. í formi skatta til að greiða skuldir sem fjármálafyrirtæki og starfsmenn þeirra komu okkur í.Skuldirnar hækka launin ekki Þrátt fyrir verri þjónustu og hærra vöruverð hafa launin ekki hækkað að sama skapi. Þvert á móti hefur kaupmáttur rýrnað svo um munar og umtalsverð lífskjaraskerðing átt sér stað. Í hvert skipti sem gjöld, þjónusta og vöruverð hækka, hækka verðtryggðu lánin okkar. Peningamaskína tekur peninga sjálfvirkt úr báðum vösunum hjá fólki og fjölskyldum algerlega óháð launahækkunum. Á sama tíma niðurgreiðir ríkið vexti fyrir fjármagnseigendur í formi vaxtabóta. Bankarnir græða sem aldrei fyrr.Dögun fyrir fólkið og samfélagið Dögun vill breyta þessu. Dögun vill vinna fyrir heimilin í landinu og fólkið. Dögun vill m.a.: Afnema verðtryggingu á lánum til einstaklinga og setja lög um raunhæfa lágmarksframfærslu. Leiðrétta stökkbreytt lán heimilanna. Setja þak á vexti húsnæðislána. Aðskilja viðskipta- og fjárfestingabanka. Þannig verða heimilin betur í stakk búin til að greiða í sameiginlegan sjóð ríkisins og að kaupa þjónustu og vörur af fyrirtækjum í landinu. Rekstrargrundvöllur fyrirtækjanna batnar og álag á félagslega kerfið og ríkiskassann minnkar. Ávinningur til heilla fyrir alla. Dögun fyrir ríkið, sveitarfélögin, fyrirtækin og fólkið. Dögun fyrir þig. xT.isHverjir erum við Við erum fólkið sem vinnur hjá ríki og sveitarfélögum og fyrirtækjum. Við erum alþingismenn. Við erum atvinnurekendur. Við erum launþegar. Við erum fólkið sem stjórnar þjóðfélaginu og höldum því uppi og setjum leikreglurnar. Við erum fólkið sem rekur heilbrigðiskerfið og sækjum þangað þjónustu. Við erum fólkið sem vinnur í heilbrigðiskerfinu. Við erum íbúar sveitarfélaganna. Við erum fólkið sem vinnum í menntakerfinu og menntum börnin okkar. Við erum fólkið sem verður gamalt og fer á öldrunarstofnanir. Við erum fólkið sem á lífeyrissjóðina. Við erum líka fólkið sem á fjármálastofnanir. Við erum fjölskyldufólkið í landinu og viljum eiga góð samskipti við hvert annað og allan heiminn.Málið snýst um okkur Málið snýst ekki um aðra. Það snýst um okkur. Það eru ekki einhverjir aðrir. Það erum við. Við erum 321.857 Íslendingar og við erum samábyrg um að snúa dæminu við á braut farsældar fyrir okkur öll en ekki bara fyrir suma. Hverfum frá sérhagsmunapólitík sjálfstæðis- og framsóknarmanna. Hverfum frá ríkispólitík Samfylkingar og Vinstri Grænna. Setjum hagsmuni heildarinnar og almannaheill í forgang. Þangað stefnir Dögun. Dögun vill breyta áherslunum og kerfinu og jafna lífskjör fólksins. Þannig hagnast allir. Við viljum réttlæti, sanngirni og lýðræði fyrir okkur öll; heimilin, fjölskyldurnar og fólkið. Við erum fólkið og viljum breyta samfélaginu með ykkur. Saman getum við það ef þið standið með okkur. Vertu með. xT.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Okkur er tamt að tala um ríkið, sveitarfélögin, atvinnurekendurna og launþegana sem óskylda og andstæða hópa. Það er kannski ekki skrýtið eins og kerfið virkar. Ríkið sker nú niður í öllu kerfinu og leggur auknar álögur á fólk og fyrirtæki til að standa undir skuldbindingum. Sveitarfélögin hafa hækkað fasteignagjöld og ýmis önnur gjöld og lækkað þjónustustig til að standa undir skuldbindingum. Fyrirtæki hækka vöru og þjónustu til að standa undir skuldbindingum. Fólkið í landinu, fjölskyldurnar, sem þurfa líka að standa undir skuldbindingum hafa auk þess þurft að taka á sig óverðskuldaðar fjárhagsbirgðar m.a. í formi skatta til að greiða skuldir sem fjármálafyrirtæki og starfsmenn þeirra komu okkur í.Skuldirnar hækka launin ekki Þrátt fyrir verri þjónustu og hærra vöruverð hafa launin ekki hækkað að sama skapi. Þvert á móti hefur kaupmáttur rýrnað svo um munar og umtalsverð lífskjaraskerðing átt sér stað. Í hvert skipti sem gjöld, þjónusta og vöruverð hækka, hækka verðtryggðu lánin okkar. Peningamaskína tekur peninga sjálfvirkt úr báðum vösunum hjá fólki og fjölskyldum algerlega óháð launahækkunum. Á sama tíma niðurgreiðir ríkið vexti fyrir fjármagnseigendur í formi vaxtabóta. Bankarnir græða sem aldrei fyrr.Dögun fyrir fólkið og samfélagið Dögun vill breyta þessu. Dögun vill vinna fyrir heimilin í landinu og fólkið. Dögun vill m.a.: Afnema verðtryggingu á lánum til einstaklinga og setja lög um raunhæfa lágmarksframfærslu. Leiðrétta stökkbreytt lán heimilanna. Setja þak á vexti húsnæðislána. Aðskilja viðskipta- og fjárfestingabanka. Þannig verða heimilin betur í stakk búin til að greiða í sameiginlegan sjóð ríkisins og að kaupa þjónustu og vörur af fyrirtækjum í landinu. Rekstrargrundvöllur fyrirtækjanna batnar og álag á félagslega kerfið og ríkiskassann minnkar. Ávinningur til heilla fyrir alla. Dögun fyrir ríkið, sveitarfélögin, fyrirtækin og fólkið. Dögun fyrir þig. xT.isHverjir erum við Við erum fólkið sem vinnur hjá ríki og sveitarfélögum og fyrirtækjum. Við erum alþingismenn. Við erum atvinnurekendur. Við erum launþegar. Við erum fólkið sem stjórnar þjóðfélaginu og höldum því uppi og setjum leikreglurnar. Við erum fólkið sem rekur heilbrigðiskerfið og sækjum þangað þjónustu. Við erum fólkið sem vinnur í heilbrigðiskerfinu. Við erum íbúar sveitarfélaganna. Við erum fólkið sem vinnum í menntakerfinu og menntum börnin okkar. Við erum fólkið sem verður gamalt og fer á öldrunarstofnanir. Við erum fólkið sem á lífeyrissjóðina. Við erum líka fólkið sem á fjármálastofnanir. Við erum fjölskyldufólkið í landinu og viljum eiga góð samskipti við hvert annað og allan heiminn.Málið snýst um okkur Málið snýst ekki um aðra. Það snýst um okkur. Það eru ekki einhverjir aðrir. Það erum við. Við erum 321.857 Íslendingar og við erum samábyrg um að snúa dæminu við á braut farsældar fyrir okkur öll en ekki bara fyrir suma. Hverfum frá sérhagsmunapólitík sjálfstæðis- og framsóknarmanna. Hverfum frá ríkispólitík Samfylkingar og Vinstri Grænna. Setjum hagsmuni heildarinnar og almannaheill í forgang. Þangað stefnir Dögun. Dögun vill breyta áherslunum og kerfinu og jafna lífskjör fólksins. Þannig hagnast allir. Við viljum réttlæti, sanngirni og lýðræði fyrir okkur öll; heimilin, fjölskyldurnar og fólkið. Við erum fólkið og viljum breyta samfélaginu með ykkur. Saman getum við það ef þið standið með okkur. Vertu með. xT.is
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun