Svíþjóð, samkeppnis- hæfni og fríverslun Össur Skarphéðinsson skrifar 20. mars 2013 06:00 Tvennt stendur upp úr nýafstaðinni Íslandsheimsókn Carls Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar. Í fyrsta lagi sagði Bildt okkur að Svíar væru á einu máli um að aðild þeirra að Evrópusambandinu hefði verið þeim til hagsbóta. Óumdeilt er að aðild hefur styrkt sænskt efnahagslíf. Útflutningshagkerfið Svíþjóð hefur traustan aðgang að Evrópu og öðrum mörkuðum sem ESB hefur samið um og er að semja um fríverslun við, þ. á m. við Bandaríkin. Evrópa snýst um samkeppnishæfni og fríverslun í heimi sem breytist hratt. Þannig tryggjum við velferð og atvinnu. Auðvitað er velgengni Svíþjóðar ekki einungis ESB að þakka, sagði Bildt. En án aðildar hefði brekkan verið brattari, urðin grýttari. Á fundi í troðfullu Norræna húsinu með Sjálfstæðum Evrópumönnum færði hann sterk rök fyrir því hversu vel evran hentaði Svíum. Sænsk fyrirtæki vilja stöðugleika en ekki gengissveiflur. Skammtímafjármagn sem flætt hefur til Svíþjóðar er skammgóður vermir og getur aukið óstöðugleika með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. „Ísland þekkir það,“ bætti Bildt við, og ekki laust við að örlaði á svörtum húmor. Bildt lýsti hvernig vandræði vissra evruríkja væri agaleysi þeirra sjálfra að kenna, en ekki evrunni. Í öðru lagi rifjaði Bildt upp að í aðildarviðræðum Svía hefði stuðningur við aðild minnkað umtalsvert (fór niður í 26% ef mér ekki skjöplast). Það var fyrst og fremst vegna þess að á þeim tíma var fókusinn á ágreiningsmálunum. Þegar aðildarsamningur lá fyrir lögðu Svíar hins vegar blákalt hagsmunamat á kosti og galla aðildar – og niðurstaðan var meirihluti með aðild. Bildt hefur síðastliðin sjö ár setið sem utanríkisráðherra í ráðherraráði ESB og sagði Svíþjóð á þeim tíma aldrei hafa orðið undir í ákvörðunum. „Við tölum okkur niður á sameiginlega niðurstöðu. Þannig virkar Evrópusamvinnan.“ Um 73% Svía skilgreina sig nú sem Evrópubúa. Aðeins gamli kommúnistaflokkurinn og nýi hægri öfgaflokkurinn eru æstir á móti Evrópu. Ég er ekki frá því að Carl Bildt sé minn uppáhalds hægri maður – af þeim fjölmörgu sem koma til greina! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Tvennt stendur upp úr nýafstaðinni Íslandsheimsókn Carls Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar. Í fyrsta lagi sagði Bildt okkur að Svíar væru á einu máli um að aðild þeirra að Evrópusambandinu hefði verið þeim til hagsbóta. Óumdeilt er að aðild hefur styrkt sænskt efnahagslíf. Útflutningshagkerfið Svíþjóð hefur traustan aðgang að Evrópu og öðrum mörkuðum sem ESB hefur samið um og er að semja um fríverslun við, þ. á m. við Bandaríkin. Evrópa snýst um samkeppnishæfni og fríverslun í heimi sem breytist hratt. Þannig tryggjum við velferð og atvinnu. Auðvitað er velgengni Svíþjóðar ekki einungis ESB að þakka, sagði Bildt. En án aðildar hefði brekkan verið brattari, urðin grýttari. Á fundi í troðfullu Norræna húsinu með Sjálfstæðum Evrópumönnum færði hann sterk rök fyrir því hversu vel evran hentaði Svíum. Sænsk fyrirtæki vilja stöðugleika en ekki gengissveiflur. Skammtímafjármagn sem flætt hefur til Svíþjóðar er skammgóður vermir og getur aukið óstöðugleika með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. „Ísland þekkir það,“ bætti Bildt við, og ekki laust við að örlaði á svörtum húmor. Bildt lýsti hvernig vandræði vissra evruríkja væri agaleysi þeirra sjálfra að kenna, en ekki evrunni. Í öðru lagi rifjaði Bildt upp að í aðildarviðræðum Svía hefði stuðningur við aðild minnkað umtalsvert (fór niður í 26% ef mér ekki skjöplast). Það var fyrst og fremst vegna þess að á þeim tíma var fókusinn á ágreiningsmálunum. Þegar aðildarsamningur lá fyrir lögðu Svíar hins vegar blákalt hagsmunamat á kosti og galla aðildar – og niðurstaðan var meirihluti með aðild. Bildt hefur síðastliðin sjö ár setið sem utanríkisráðherra í ráðherraráði ESB og sagði Svíþjóð á þeim tíma aldrei hafa orðið undir í ákvörðunum. „Við tölum okkur niður á sameiginlega niðurstöðu. Þannig virkar Evrópusamvinnan.“ Um 73% Svía skilgreina sig nú sem Evrópubúa. Aðeins gamli kommúnistaflokkurinn og nýi hægri öfgaflokkurinn eru æstir á móti Evrópu. Ég er ekki frá því að Carl Bildt sé minn uppáhalds hægri maður – af þeim fjölmörgu sem koma til greina!
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun