Gæðakokkar Hannes Pétursson skrifar 21. mars 2013 06:00 Nú fyrir skemmstu lét Vaslav Klaus af forsetaembætti í Tékklandi. Í tvö kjörtímabil, alls tíu ár, sat hann á þeim háa stóli, kjörinn af þinginu. Eftirmaður hans, Milos Zeman, er fyrsti þjóðkjörni forseti Tékka. Vaslav Klaus er nýfrjálshyggjugaur mikill og stendur á því fastara en fótunum að hlýnun loftslags af manna völdum sé haugalygi. Og enda þótt Tékkland gengi í Evrópusambandið 2004, ári síðar en hann varð forseti, er hann rakinn þjóðrembill (orðið beygist eins og vindill) og útúrborumaður, vill sem minnst af samvinnu Tékka og nágrannaþjóða vita. Hann er spilltur og margflæktur í soralega helmingaskiptapólitík, m.a. í tengslum við rússneska auðhringinn Tukoil; og nýkjörni forsetinn þótti ekki heldur barnanna beztur í þeim efnum. Hann er vinstri maður, enginn hatursmaður ESB og hið „skandinavíska þjóðfélagsmódel“ er honum að skapi. Að öðru jöfnu hefði þetta átt að duga til þess að Klaus snerist gegn honum í forsetakosningunum. En það var nú öðru nær, hann barðist fyrir kjöri Zemans og setti þá öllu ofar að þeir höfðu verið bræður í spillingunni og yrðu það sennilega áfram. Í fáum orðum sagt er Vaslav Klaus einn af þessum hlandjötnum sem alls staðar sjást á stjákli í pólitík samtímans. Það er síðast af honum að frétta að hann hefur verið ákærður fyrir landráð sökum valdníðslu í embætti.Bergbúi Eins og að líkum lætur nýtur slíkur bergbúi sem Vaslav Klaus dálætis á vefmiðli Björns Bjarnasonar og Styrmis Gunnarssonar, Evrópuvaktinni. Þar hefur verið vitnað með velþóknun til orða karlsins líkt og talaði Hinn smurði. Klaus er reyndar aðeins einn af mörgum hreinlífismönnum sem náðar njóta á Evrópuvaktinni, en hreinlífismenn eru þeir einir sem agnúast út í Evrópusambandið. Það er annars forkostulegur miðill, Evrópuvaktin. Í hvert skipti sem ég glugga í hann finnst mér sem ég stígi niður í hélugráa jarðholu frá dögum kalda stríðsins. Þar fer mikið fyrir áróðurspistlum ritstjóranna, þeirra góðu drengja, um stjórnmál upp og ofan ásamt sérvöldu musli úr erlendum blöðum og fréttum sem allt á að sanna að innan Evrópusambandsins sjáist ekki stingandi strá, þar sé „gap Ginnunga,/ en gras hvergi“, nefnt „svarthol“ (Styrmir, 28.1. sl.). Af þessu leiðir að ekkert vit er í öðru en að slíta nú þegar aðildarviðræðum íslenzkra stjórnvalda og þeirra þarna í Brussel, en halda þess í stað fast við fullveldisverðbólguna og fullveldisarðránið sem fylgir elsku litlu krónunni okkar. Og er þá fátt talið af kostum viðræðuslita. Uppi í Hádegismóum er svo önnur og stærri jarðhola. Þar niðri situr maður sömuleiðis á Evrópuvakt og skrifar og skrifar undir grýlukertunum. Já vel á minnzt: Brussel! Það er eftirtektarverður bólstaður í hugmyndalífi Björns og Styrmis og annarra fylgismanna Atlantshafsbandalagsins, en höfuðstöðvar þess eru í Brussel rétt eins og höfuðskrifstofur ESB. Þau Evrópusambandsríki sem tilheyra Nató þykja jafnan ágæt í alla staði þegar það hernaðarbandalag á í hlut, en illræmd, „gömul nýlenduveldi“ þegar þau starfa saman á öðrum stað í borginni, þ.e. sem Evrópusambandsríki. Manni er spurn: Hvernig getur hið háheilaga bandalag, Nató, verið þekkt fyrir að hafa önnur eins skítaríki innan vébanda sinna?Tvöfeldni Svona er tvöfeldnin, svona er hræsnin. Þær bakteríur lifa góðu lífi í pólitískum áróðri. Skínandi vitnisburð þess má finna í búnaðarmálaþrasinu íslenzka. Þar aka menn seglum eftir vindi; til dæmis er hrátt, innlent kjöt ævinlega kallað ferskt, en ferskt, erlent kjöt ævinlega hrátt. Þetta kristallaðist enn einu sinni nú á dögunum í sjónvarpsviðtali við nýkjörinn formann bændasamtakanna. Hann var spurður um innflutning á nýju kjöti í þágu neytenda. Það kjöt var hrátt í svörum hans þangað til snögglega að annað hrátt kjöt varð ferskt. Þetta umturnaðist á augabragði af þeirri ástæðu að formaðurinn nefndi útflutning lambakjöts héðan. Það getur maður manni sagt að slíkt kjöt var ekki hrátt, heldur svona í meira lagi ferskt. Það er síðan enn annað mál að áhrifamaður einn í norska Framfaraflokknum, systurflokki Framsóknarflokksins, grjótharður ESB-andstæðingur, er svo uppþembdur af þjóðernishyggju að hann segir allan mannamat eitraðan, sé hann ekki alnorskur. Samkvæmt því eru íslenzk matvæli banvæn, því ekki eru þau norsk. Þarna er kominn sá framfaraflokksmaður sem fyrir bænarstað Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Höskuldar Þórhallssonar kvaðst hér um árið mundu útvega Íslendingum ófafé að láni úr norska ríkiskassanum. Þeir brugðust að vonum glaðir við, flýttu för sinni heim og færðu Alþingi tíðindin vígreifir. Öll gjaldeyrisþurrð var úr sögunni. En svo kom upp úr dúrnum að þessi hirðmaður Dofrakonungs hafði ekkert úrskurðarvald í fjármálum norska ríkisins og hlaut ofanígjafir og aðhlátur fyrir frumhlaupið. Upp úr því varð mjög hljótt um Noregsför Sigmundar og Höskuldar. Og verða þeir nú að leggja sér til munns eitraðan, íslenzkan mat eins og við hinir, þar á meðal hráa kjötið okkar, því hvergi á þessu himintungli er fáanlegt óspillt, ferskt kjöt annars staðar en í Noregi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Pétursson Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Nú fyrir skemmstu lét Vaslav Klaus af forsetaembætti í Tékklandi. Í tvö kjörtímabil, alls tíu ár, sat hann á þeim háa stóli, kjörinn af þinginu. Eftirmaður hans, Milos Zeman, er fyrsti þjóðkjörni forseti Tékka. Vaslav Klaus er nýfrjálshyggjugaur mikill og stendur á því fastara en fótunum að hlýnun loftslags af manna völdum sé haugalygi. Og enda þótt Tékkland gengi í Evrópusambandið 2004, ári síðar en hann varð forseti, er hann rakinn þjóðrembill (orðið beygist eins og vindill) og útúrborumaður, vill sem minnst af samvinnu Tékka og nágrannaþjóða vita. Hann er spilltur og margflæktur í soralega helmingaskiptapólitík, m.a. í tengslum við rússneska auðhringinn Tukoil; og nýkjörni forsetinn þótti ekki heldur barnanna beztur í þeim efnum. Hann er vinstri maður, enginn hatursmaður ESB og hið „skandinavíska þjóðfélagsmódel“ er honum að skapi. Að öðru jöfnu hefði þetta átt að duga til þess að Klaus snerist gegn honum í forsetakosningunum. En það var nú öðru nær, hann barðist fyrir kjöri Zemans og setti þá öllu ofar að þeir höfðu verið bræður í spillingunni og yrðu það sennilega áfram. Í fáum orðum sagt er Vaslav Klaus einn af þessum hlandjötnum sem alls staðar sjást á stjákli í pólitík samtímans. Það er síðast af honum að frétta að hann hefur verið ákærður fyrir landráð sökum valdníðslu í embætti.Bergbúi Eins og að líkum lætur nýtur slíkur bergbúi sem Vaslav Klaus dálætis á vefmiðli Björns Bjarnasonar og Styrmis Gunnarssonar, Evrópuvaktinni. Þar hefur verið vitnað með velþóknun til orða karlsins líkt og talaði Hinn smurði. Klaus er reyndar aðeins einn af mörgum hreinlífismönnum sem náðar njóta á Evrópuvaktinni, en hreinlífismenn eru þeir einir sem agnúast út í Evrópusambandið. Það er annars forkostulegur miðill, Evrópuvaktin. Í hvert skipti sem ég glugga í hann finnst mér sem ég stígi niður í hélugráa jarðholu frá dögum kalda stríðsins. Þar fer mikið fyrir áróðurspistlum ritstjóranna, þeirra góðu drengja, um stjórnmál upp og ofan ásamt sérvöldu musli úr erlendum blöðum og fréttum sem allt á að sanna að innan Evrópusambandsins sjáist ekki stingandi strá, þar sé „gap Ginnunga,/ en gras hvergi“, nefnt „svarthol“ (Styrmir, 28.1. sl.). Af þessu leiðir að ekkert vit er í öðru en að slíta nú þegar aðildarviðræðum íslenzkra stjórnvalda og þeirra þarna í Brussel, en halda þess í stað fast við fullveldisverðbólguna og fullveldisarðránið sem fylgir elsku litlu krónunni okkar. Og er þá fátt talið af kostum viðræðuslita. Uppi í Hádegismóum er svo önnur og stærri jarðhola. Þar niðri situr maður sömuleiðis á Evrópuvakt og skrifar og skrifar undir grýlukertunum. Já vel á minnzt: Brussel! Það er eftirtektarverður bólstaður í hugmyndalífi Björns og Styrmis og annarra fylgismanna Atlantshafsbandalagsins, en höfuðstöðvar þess eru í Brussel rétt eins og höfuðskrifstofur ESB. Þau Evrópusambandsríki sem tilheyra Nató þykja jafnan ágæt í alla staði þegar það hernaðarbandalag á í hlut, en illræmd, „gömul nýlenduveldi“ þegar þau starfa saman á öðrum stað í borginni, þ.e. sem Evrópusambandsríki. Manni er spurn: Hvernig getur hið háheilaga bandalag, Nató, verið þekkt fyrir að hafa önnur eins skítaríki innan vébanda sinna?Tvöfeldni Svona er tvöfeldnin, svona er hræsnin. Þær bakteríur lifa góðu lífi í pólitískum áróðri. Skínandi vitnisburð þess má finna í búnaðarmálaþrasinu íslenzka. Þar aka menn seglum eftir vindi; til dæmis er hrátt, innlent kjöt ævinlega kallað ferskt, en ferskt, erlent kjöt ævinlega hrátt. Þetta kristallaðist enn einu sinni nú á dögunum í sjónvarpsviðtali við nýkjörinn formann bændasamtakanna. Hann var spurður um innflutning á nýju kjöti í þágu neytenda. Það kjöt var hrátt í svörum hans þangað til snögglega að annað hrátt kjöt varð ferskt. Þetta umturnaðist á augabragði af þeirri ástæðu að formaðurinn nefndi útflutning lambakjöts héðan. Það getur maður manni sagt að slíkt kjöt var ekki hrátt, heldur svona í meira lagi ferskt. Það er síðan enn annað mál að áhrifamaður einn í norska Framfaraflokknum, systurflokki Framsóknarflokksins, grjótharður ESB-andstæðingur, er svo uppþembdur af þjóðernishyggju að hann segir allan mannamat eitraðan, sé hann ekki alnorskur. Samkvæmt því eru íslenzk matvæli banvæn, því ekki eru þau norsk. Þarna er kominn sá framfaraflokksmaður sem fyrir bænarstað Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Höskuldar Þórhallssonar kvaðst hér um árið mundu útvega Íslendingum ófafé að láni úr norska ríkiskassanum. Þeir brugðust að vonum glaðir við, flýttu för sinni heim og færðu Alþingi tíðindin vígreifir. Öll gjaldeyrisþurrð var úr sögunni. En svo kom upp úr dúrnum að þessi hirðmaður Dofrakonungs hafði ekkert úrskurðarvald í fjármálum norska ríkisins og hlaut ofanígjafir og aðhlátur fyrir frumhlaupið. Upp úr því varð mjög hljótt um Noregsför Sigmundar og Höskuldar. Og verða þeir nú að leggja sér til munns eitraðan, íslenzkan mat eins og við hinir, þar á meðal hráa kjötið okkar, því hvergi á þessu himintungli er fáanlegt óspillt, ferskt kjöt annars staðar en í Noregi.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar