Ég gef aldrei eftir Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Ljubljana skrifar 22. mars 2013 08:00 Ari Freyr er bakvörður í íslenska landsliðinu en hefur spilað sem varnartengiliður í Svíþjóð í mörg ár. Mynd/E.Stefán Ísland mætir í kvöld Slóveníu hér í Ljubljana en leikurinn er liður í undankeppni HM 2014. Strákarnir eru í ágætum málum eftir fyrstu fjóra leikina en þurfa á jákvæðum úrslitum að halda í kvöld til að halda í við hin liðin í toppbaráttu riðilsins. Slóvenar eru þó með sterkt lið sem mætir til leiks í kvöld með nýjan þjálfara og væntingar um betri tíð en verið hefur undanfarin misseri. Lærisveinar Lars Lagerbäck ætla sér sigur í kvöld en þeirra fyrsta hlutverk verður að verjast. Þar mun mikið mæða á Ara Frey Skúlasyni sem hefur fest sig í sessi í stöðu vinstri bakvarðar, sem lengi hefur verið vandræðastaða í íslenska landsliðinu. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hinn 25 ára Ari Freyr spilað sem atvinnumaður í Svíþjóð í næstum sjö ár og lengst af hjá GIF Sundsvall. Hann hélt ungur að árum til Heerenveen í Hollandi þar sem hann var í tvö ár áður en hann sneri aftur til Íslands árið 2006 og spilaði hálft tímabil með Val. Þeir knattspyrnuáhugamenn á Íslandi sem ekki fá tækifæri til að fylgjast náið með sænska boltanum hafa því fengið fá tækifæri til að sjá Ara Frey spila. Það var í raun ekki fyrr en Lars Lagerbäck tók hann inn í landsliðið fyrir rúmu ári að Íslendingar fengu tækifæri til að sjá hann spila á ný. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem menn koma í landsliðið og spila úr sinni stöðu," sagði Ari Freyr í samtali við Fréttablaðið á hóteli íslenska landsliðsins í Ljubljana. „Ég var kannski ekki sá besti í upphafi en þetta hefur batnað hjá mér. Lars hefur verið duglegur að hjálpa mér og segja mér til og mér finnst ég í það minnsta hafa staðið undir þeim væntingum sem þjálfararnir gera til mín." Ari átti einn A-landsleik að baki áður en Lagerbäck tók við liðinu. Það var í æfingaleik gegn Íran árið 2009. Telur Ari að hann væri í landsliðinu nú ef þjálfari þess væri ekki sænskur? „Það er stóra spurningin. Það hefur örugglega hjálpað til að hann þekkir vel til félagsins míns og fylgist vel með sænsku úrvalsdeildinni," segir Ari. „En ég hafði líka átt tvö mjög góð tímabil í röð og það hlýtur að hafa einhvern þátt í þessu." Ari Freyr spilar sem varnartengiliður hjá Sundsvall og segist njóta sín best í þeirri stöðu. „Ég er fyrst og fremst vinnusamur leikmaður en vil líka vera mikið í boltanum. Ég er dæmigerður íslenskur knattspyrnumaður að því leyti að ég gef aldrei eftir. Ég tel mig fínan spilandi leikmann þegar ég fæ að vera í minni stöðu," segir hann. „Hlutverkið mitt með landsliðinu er svo allt öðruvísi og er mjög krefjandi. Við eigum líka marga leikmenn sem eru í frábærum liðum og þeir krefjast mikils af manni á æfingum. Maður þarf að standa undir þeim væntingum líka," segir Ari. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira
Ísland mætir í kvöld Slóveníu hér í Ljubljana en leikurinn er liður í undankeppni HM 2014. Strákarnir eru í ágætum málum eftir fyrstu fjóra leikina en þurfa á jákvæðum úrslitum að halda í kvöld til að halda í við hin liðin í toppbaráttu riðilsins. Slóvenar eru þó með sterkt lið sem mætir til leiks í kvöld með nýjan þjálfara og væntingar um betri tíð en verið hefur undanfarin misseri. Lærisveinar Lars Lagerbäck ætla sér sigur í kvöld en þeirra fyrsta hlutverk verður að verjast. Þar mun mikið mæða á Ara Frey Skúlasyni sem hefur fest sig í sessi í stöðu vinstri bakvarðar, sem lengi hefur verið vandræðastaða í íslenska landsliðinu. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hinn 25 ára Ari Freyr spilað sem atvinnumaður í Svíþjóð í næstum sjö ár og lengst af hjá GIF Sundsvall. Hann hélt ungur að árum til Heerenveen í Hollandi þar sem hann var í tvö ár áður en hann sneri aftur til Íslands árið 2006 og spilaði hálft tímabil með Val. Þeir knattspyrnuáhugamenn á Íslandi sem ekki fá tækifæri til að fylgjast náið með sænska boltanum hafa því fengið fá tækifæri til að sjá Ara Frey spila. Það var í raun ekki fyrr en Lars Lagerbäck tók hann inn í landsliðið fyrir rúmu ári að Íslendingar fengu tækifæri til að sjá hann spila á ný. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem menn koma í landsliðið og spila úr sinni stöðu," sagði Ari Freyr í samtali við Fréttablaðið á hóteli íslenska landsliðsins í Ljubljana. „Ég var kannski ekki sá besti í upphafi en þetta hefur batnað hjá mér. Lars hefur verið duglegur að hjálpa mér og segja mér til og mér finnst ég í það minnsta hafa staðið undir þeim væntingum sem þjálfararnir gera til mín." Ari átti einn A-landsleik að baki áður en Lagerbäck tók við liðinu. Það var í æfingaleik gegn Íran árið 2009. Telur Ari að hann væri í landsliðinu nú ef þjálfari þess væri ekki sænskur? „Það er stóra spurningin. Það hefur örugglega hjálpað til að hann þekkir vel til félagsins míns og fylgist vel með sænsku úrvalsdeildinni," segir Ari. „En ég hafði líka átt tvö mjög góð tímabil í röð og það hlýtur að hafa einhvern þátt í þessu." Ari Freyr spilar sem varnartengiliður hjá Sundsvall og segist njóta sín best í þeirri stöðu. „Ég er fyrst og fremst vinnusamur leikmaður en vil líka vera mikið í boltanum. Ég er dæmigerður íslenskur knattspyrnumaður að því leyti að ég gef aldrei eftir. Ég tel mig fínan spilandi leikmann þegar ég fæ að vera í minni stöðu," segir hann. „Hlutverkið mitt með landsliðinu er svo allt öðruvísi og er mjög krefjandi. Við eigum líka marga leikmenn sem eru í frábærum liðum og þeir krefjast mikils af manni á æfingum. Maður þarf að standa undir þeim væntingum líka," segir Ari.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira