Verðrýnendum úthýst Pawel Bartoszek skrifar 22. mars 2013 06:00 Það kom fram í fréttum vikunnar að búðir sem kæmu illa út úr verðsamanburði ASÍ væru ósáttar við þann samanburð og töldu hann óvandaðan. Nokkrar hefðu úthýst verðkönnuðum. Ætli verðmælingarnar verði nokkuð vandaðri við það? Gagnrýnendur eru ekki í vinnu hjá þeim sem þeir gagnrýna. Þeir eru í vinnu hjá neytendum hins gagnrýnda. Mörgum hættir hins vegar til að að líta á gagnrýni sem hluta af eigin markaðssetningu. Fyrir nokkrum árum hætti Borgarleikhúsið til að mynda að bjóða íslenskum leikhúsgagnrýnanda, Jóni Viðari Jónssyni, á frumsýningar því menn í leikhúsinu voru ósáttir við skrif hans. Ef á annað borð á að bjóða gagnrýnendum frítt á sýningar er hæpið að hætta því þótt þeir gagnrýni eitthvað. Stór hluti þeirra bóka sem ég tek mér í hendur reynist leiðinlegur. Ég gefst upp á þeim. Ég get ekki spilað alla tölvuleiki sem koma út. Ég fer sjaldan í bíó. Ég kann vel að meta að einhver nenni að skanna yfir bækur, tölvuleiki og kvikmyndir fyrir mig og tjá mér skoðun sína á þeim. Þetta sparar letingjanum tíma.Algjört rugl Verðlagseftirlit er eins og leikhúsgagnrýni fyrir búðir. Ég er ekki að segja að búðareigendum beri einhver sérstök skylda til að liðka sérstaklega fyrir þeim sem slíku eftirliti sinna. Tími starfsmanna kostar. En þegar beinlínis á að banna fólki að mæta í búð með spjaldtölvu og lista af vörum þá er það auðvitað algjört rugl. Eitt er að hætta að bjóða Jóni Viðari frítt á frumsýningar. Annað væri að banna honum alfarið að koma í leikhús. Í Kastljósþætti í vikunni notaði rekstrarstjóri Nóatúns það orðalag að verslun hans hygðist ekki "taka þátt" í verðlagseftirlitinu. Aftur sama ranghugmynd: Vara heldur að hún sé viðskiptavinur. Bækur taka ekki þátt í bókagagnrýni. Bækur eru gagnrýndar. Sömu sögu er að segja um þær athugasemdir að ekki hafi verið "haft samráð" við einhverja kaupmenn við gerð þessara verðkannana og að verðlagseftirlitið hafi ekki viljað "setjast að borðinu" með þeim. Þeir sem þykjast stunda eftirlit eiga ekkert að vera setjast að neinu sérstöku borði með þeim sem þeir vilja hafa eftirlit með. Heilbrigðiseftirlitið á ekki að "setjast að borðinu" með þeim sem elda ofan í fólk. Heilbrigðiseftirlitið á að leita að saurgerlum. Svo eitt sé á hreinu. Það eitt að þeir sem lenda aftarlega í einhverri samantekt séu ósáttir bætir ekki við neinum upplýsingum um gæðin. Það að verslunareigendur séu ósáttir er heldur ekki eitt og sér til marks um að samantektin sé vel unnin. En ég get varla ímyndað mér að hægt sé að vinna nokkurn verðsamanburð þannig að þeir sem reka lestina í þeim samanburði verði sáttir. Það er alltaf einhver "ástæða" fyrir því að menn lenda aftarlega. Fá kannski ekki jafngott verð hjá birgjum eða eitthvað svoleiðis. En tölur eru tölur. Þær mæla hvað er stórt og hvað er lítið. Þær eru sjaldnast "sanngjarnar". Svo mátti heyra ein rök til viðbótar: Að ekki væri tekið tillit til þess ef vörur væru "á tilboðsverði". Sko. Þúsundkall er þúsundkall.Í frjálsu samfélagi "Tilboðsverð" er bara markaðssetningarhugtak. Það verð sem einn vill selja á og annar vill kaupa á er eina verðið sem skiptir máli. Sama hvaða nafn því verði er gefið og hvort varan hafi kostað annað áður. Menn geta auðvitað keppt í mörgu öðru en verði. Til dæmis gæðum, opnunartíma eða málkunnáttu starfsfólks. Það þurfa ekki allir að hafa þann metnað að vera ódýrastir, og leiðinlegt væri ef allir kepptu að því einu en engu öðru. En þótt maður þykist ekki keppa í einhverju þýðir það ekki að það megi ekki mæla árangurinn. Við búum í frjálsu samfélagi. Menn geta reynt að mæla verð í búðum. Menn sem reka búðir geta verið ósáttir við að það sé gert og hvernig það er gert. Það er hins vegar hæpið að þeir geti bannað fólki að gera það og varla eru það góðir viðskiptahættir. Segjum að okkur langi í sjónvarp. Við förum í búð. Kíkjum á nokkur tæki. Punktum hjá okkur. Vaktstjórinn rýkur fram og stoppar okkur af: "Heyrðu vinur! Ertu nokkuð að kanna verð?" Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Sjá meira
Það kom fram í fréttum vikunnar að búðir sem kæmu illa út úr verðsamanburði ASÍ væru ósáttar við þann samanburð og töldu hann óvandaðan. Nokkrar hefðu úthýst verðkönnuðum. Ætli verðmælingarnar verði nokkuð vandaðri við það? Gagnrýnendur eru ekki í vinnu hjá þeim sem þeir gagnrýna. Þeir eru í vinnu hjá neytendum hins gagnrýnda. Mörgum hættir hins vegar til að að líta á gagnrýni sem hluta af eigin markaðssetningu. Fyrir nokkrum árum hætti Borgarleikhúsið til að mynda að bjóða íslenskum leikhúsgagnrýnanda, Jóni Viðari Jónssyni, á frumsýningar því menn í leikhúsinu voru ósáttir við skrif hans. Ef á annað borð á að bjóða gagnrýnendum frítt á sýningar er hæpið að hætta því þótt þeir gagnrýni eitthvað. Stór hluti þeirra bóka sem ég tek mér í hendur reynist leiðinlegur. Ég gefst upp á þeim. Ég get ekki spilað alla tölvuleiki sem koma út. Ég fer sjaldan í bíó. Ég kann vel að meta að einhver nenni að skanna yfir bækur, tölvuleiki og kvikmyndir fyrir mig og tjá mér skoðun sína á þeim. Þetta sparar letingjanum tíma.Algjört rugl Verðlagseftirlit er eins og leikhúsgagnrýni fyrir búðir. Ég er ekki að segja að búðareigendum beri einhver sérstök skylda til að liðka sérstaklega fyrir þeim sem slíku eftirliti sinna. Tími starfsmanna kostar. En þegar beinlínis á að banna fólki að mæta í búð með spjaldtölvu og lista af vörum þá er það auðvitað algjört rugl. Eitt er að hætta að bjóða Jóni Viðari frítt á frumsýningar. Annað væri að banna honum alfarið að koma í leikhús. Í Kastljósþætti í vikunni notaði rekstrarstjóri Nóatúns það orðalag að verslun hans hygðist ekki "taka þátt" í verðlagseftirlitinu. Aftur sama ranghugmynd: Vara heldur að hún sé viðskiptavinur. Bækur taka ekki þátt í bókagagnrýni. Bækur eru gagnrýndar. Sömu sögu er að segja um þær athugasemdir að ekki hafi verið "haft samráð" við einhverja kaupmenn við gerð þessara verðkannana og að verðlagseftirlitið hafi ekki viljað "setjast að borðinu" með þeim. Þeir sem þykjast stunda eftirlit eiga ekkert að vera setjast að neinu sérstöku borði með þeim sem þeir vilja hafa eftirlit með. Heilbrigðiseftirlitið á ekki að "setjast að borðinu" með þeim sem elda ofan í fólk. Heilbrigðiseftirlitið á að leita að saurgerlum. Svo eitt sé á hreinu. Það eitt að þeir sem lenda aftarlega í einhverri samantekt séu ósáttir bætir ekki við neinum upplýsingum um gæðin. Það að verslunareigendur séu ósáttir er heldur ekki eitt og sér til marks um að samantektin sé vel unnin. En ég get varla ímyndað mér að hægt sé að vinna nokkurn verðsamanburð þannig að þeir sem reka lestina í þeim samanburði verði sáttir. Það er alltaf einhver "ástæða" fyrir því að menn lenda aftarlega. Fá kannski ekki jafngott verð hjá birgjum eða eitthvað svoleiðis. En tölur eru tölur. Þær mæla hvað er stórt og hvað er lítið. Þær eru sjaldnast "sanngjarnar". Svo mátti heyra ein rök til viðbótar: Að ekki væri tekið tillit til þess ef vörur væru "á tilboðsverði". Sko. Þúsundkall er þúsundkall.Í frjálsu samfélagi "Tilboðsverð" er bara markaðssetningarhugtak. Það verð sem einn vill selja á og annar vill kaupa á er eina verðið sem skiptir máli. Sama hvaða nafn því verði er gefið og hvort varan hafi kostað annað áður. Menn geta auðvitað keppt í mörgu öðru en verði. Til dæmis gæðum, opnunartíma eða málkunnáttu starfsfólks. Það þurfa ekki allir að hafa þann metnað að vera ódýrastir, og leiðinlegt væri ef allir kepptu að því einu en engu öðru. En þótt maður þykist ekki keppa í einhverju þýðir það ekki að það megi ekki mæla árangurinn. Við búum í frjálsu samfélagi. Menn geta reynt að mæla verð í búðum. Menn sem reka búðir geta verið ósáttir við að það sé gert og hvernig það er gert. Það er hins vegar hæpið að þeir geti bannað fólki að gera það og varla eru það góðir viðskiptahættir. Segjum að okkur langi í sjónvarp. Við förum í búð. Kíkjum á nokkur tæki. Punktum hjá okkur. Vaktstjórinn rýkur fram og stoppar okkur af: "Heyrðu vinur! Ertu nokkuð að kanna verð?"
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun