Það er aðeins ein leið fær Einar K. Guðfinnsson skrifar 23. mars 2013 06:00 Þegar ríkið er farið að taka til sín svona stóran hluta af verðmætasköpuninni sem raun ber vitni, er við blasandi að leiðin út úr vandanum getur ekki verið að hækka skatta. Við þurfum að lækka þá. Það kallar á stífa forgangsröðun, þegar kemur að ríkisútgjöldum, en það er þó ekki nóg. Eina leiðin út úr þeim vanda sem við erum í, er að auka verðmætasköpunina. Stækka það sem er til skiptanna. Það gerist ekki með núverandi stjórnarstefnu. Hagvöxturinn í fyrra var ekki nema 1,6 prósent. Við þurfum miklu meiri vöxt til þess eins að halda í horfinu. 1,6% hagvöxtur er bara ávísun á frekara atvinnuleysi og léleg lífskjör. Og til þess að sjá einhvern árangur þurfum við að þrefalda þennan hagvöxt.Farartækið í bakkgírinn Leið ríkisstjórnarinnar er fullreynd. Við erum pikkföst í sama farinu. Erum í besta lagi í hlutlausa gírnum og bílstjórarnir hamast í rauninni við að reyna troða farartækinu í bakkgírinn. Og það er svo skrýtið að stjórnvöld viðurkenna þetta óafvitandi. Þegar á að örva einhvern atvinnurekstur, þá sjá menn að skattalækkanir eru líklegri til árangurs en skattahækkanir. Þess vegna er endurgreiddur virðisaukaskattur vegna viðhalds húsa, milljarðs endurgreiðslukerfi fyrir kvikmyndagerð, ívilnanir fyrir nýsköpun og sértækar ívilnanir fyrir þá sem ætla að hefja starfsemi við Húsavík. Þetta eru sértækar aðgerðir; en bara fyrir suma. Aðrir verða að láta sér nægja stórhækkaða skatta.Niðurskurður Við sjáum síðan öll að mjög hefur verið nærri gengið margs konar grunnþjónustu í landinu. Heilbrigðiskerfið er mjög glöggt dæmi um það. Landspítalinn, höfuðsjúkrahús landsins, heldur hvorki vatni né vindum. Öll þekkjum við niðurskurðinn á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni. Tæki skortir og heilbrigðisstarfsmenn hafa flúið land. Svipaða sögu er að segja svo víða annars staðar. Fjárfestingin dugar ekki Út úr þessu öngstræti er bara ein leið fær. Auknar tekjur fyrir þjóðina, aukin verðmætasköpun og umsvif, sem leysa alla krafta okkar úr læðingi. Þetta er það sem á mannamáli heitir fjárfesting. Það er hrollvekjandi staðreynd að fjárfesting í atvinnulífinu er svo lítil að hún dugar ekki á móti því sem úreldist, gamlast og eyðileggst í atvinnutækjunum okkar. Það er uppskrift að algjörri stöðnun. Atvinnulífið þorir ekki að fjárfesta vegna pólitískrar óvissu. Sjávarútvegur, stóriðja og ferðaþjónusta, þrjár meginstoðir útflutnings okkar, eru dæmi um þetta. Fjárhagsleg úrlausn alltof margra fyrirtækja hefur gengið alltof illa. Alltaf er maður að hitta fyrirsvarsmenn lítilla og meðalstórra fyrirtækja, þar sem flest störfin verða til, sem segja manni af þessu. Á meðan fjárfesta þessi fyrirtæki ekki. Fyrir vikið er hér þessi stöðnun. Skattahækkanir og frekari árásir á grunnstoðir samfélagsins gera síðan bara illt verra.Aðeins ein leið er fær Það gengur ekki til lengdar að halda svona áfram. Þennan vítahring verðum við að rjúfa. Skapa fyrirtækjunum öruggt rekstrarumhverfi. Hætta ofurskattlagningu. Gefa fólkinu í landinu svigrúm til að bæta kjör sín, fá vinnu og byggja upp þetta þjóðfélag. Það er eina færa leiðin út úr vandræðum okkar. Um þetta snúast kosningarnar í vor. Nú fáum við tækifæri til þess að rjúfa þennan vítahring. Með annarri stjórnarstefnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Þegar ríkið er farið að taka til sín svona stóran hluta af verðmætasköpuninni sem raun ber vitni, er við blasandi að leiðin út úr vandanum getur ekki verið að hækka skatta. Við þurfum að lækka þá. Það kallar á stífa forgangsröðun, þegar kemur að ríkisútgjöldum, en það er þó ekki nóg. Eina leiðin út úr þeim vanda sem við erum í, er að auka verðmætasköpunina. Stækka það sem er til skiptanna. Það gerist ekki með núverandi stjórnarstefnu. Hagvöxturinn í fyrra var ekki nema 1,6 prósent. Við þurfum miklu meiri vöxt til þess eins að halda í horfinu. 1,6% hagvöxtur er bara ávísun á frekara atvinnuleysi og léleg lífskjör. Og til þess að sjá einhvern árangur þurfum við að þrefalda þennan hagvöxt.Farartækið í bakkgírinn Leið ríkisstjórnarinnar er fullreynd. Við erum pikkföst í sama farinu. Erum í besta lagi í hlutlausa gírnum og bílstjórarnir hamast í rauninni við að reyna troða farartækinu í bakkgírinn. Og það er svo skrýtið að stjórnvöld viðurkenna þetta óafvitandi. Þegar á að örva einhvern atvinnurekstur, þá sjá menn að skattalækkanir eru líklegri til árangurs en skattahækkanir. Þess vegna er endurgreiddur virðisaukaskattur vegna viðhalds húsa, milljarðs endurgreiðslukerfi fyrir kvikmyndagerð, ívilnanir fyrir nýsköpun og sértækar ívilnanir fyrir þá sem ætla að hefja starfsemi við Húsavík. Þetta eru sértækar aðgerðir; en bara fyrir suma. Aðrir verða að láta sér nægja stórhækkaða skatta.Niðurskurður Við sjáum síðan öll að mjög hefur verið nærri gengið margs konar grunnþjónustu í landinu. Heilbrigðiskerfið er mjög glöggt dæmi um það. Landspítalinn, höfuðsjúkrahús landsins, heldur hvorki vatni né vindum. Öll þekkjum við niðurskurðinn á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni. Tæki skortir og heilbrigðisstarfsmenn hafa flúið land. Svipaða sögu er að segja svo víða annars staðar. Fjárfestingin dugar ekki Út úr þessu öngstræti er bara ein leið fær. Auknar tekjur fyrir þjóðina, aukin verðmætasköpun og umsvif, sem leysa alla krafta okkar úr læðingi. Þetta er það sem á mannamáli heitir fjárfesting. Það er hrollvekjandi staðreynd að fjárfesting í atvinnulífinu er svo lítil að hún dugar ekki á móti því sem úreldist, gamlast og eyðileggst í atvinnutækjunum okkar. Það er uppskrift að algjörri stöðnun. Atvinnulífið þorir ekki að fjárfesta vegna pólitískrar óvissu. Sjávarútvegur, stóriðja og ferðaþjónusta, þrjár meginstoðir útflutnings okkar, eru dæmi um þetta. Fjárhagsleg úrlausn alltof margra fyrirtækja hefur gengið alltof illa. Alltaf er maður að hitta fyrirsvarsmenn lítilla og meðalstórra fyrirtækja, þar sem flest störfin verða til, sem segja manni af þessu. Á meðan fjárfesta þessi fyrirtæki ekki. Fyrir vikið er hér þessi stöðnun. Skattahækkanir og frekari árásir á grunnstoðir samfélagsins gera síðan bara illt verra.Aðeins ein leið er fær Það gengur ekki til lengdar að halda svona áfram. Þennan vítahring verðum við að rjúfa. Skapa fyrirtækjunum öruggt rekstrarumhverfi. Hætta ofurskattlagningu. Gefa fólkinu í landinu svigrúm til að bæta kjör sín, fá vinnu og byggja upp þetta þjóðfélag. Það er eina færa leiðin út úr vandræðum okkar. Um þetta snúast kosningarnar í vor. Nú fáum við tækifæri til þess að rjúfa þennan vítahring. Með annarri stjórnarstefnu.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun