Vandi Sjálfstæðisflokksins Þorsteinn Pálsson skrifar 23. mars 2013 06:00 Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt í vök að verjast síðustu vikur. Fylgið hefur sigið. Í sömu andrá hefur fylgi Framsóknarflokksins bólgnað með þvílíkum látum að helst minnir á Grímsvatnahlaup. Við hliðstæð umbrot í náttúrunni væri jarðfræðingum trúandi til að benda á orsakasamhengið. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins vorið 2009 feykti endurreisnarskýrslunni, sem fráfarandi formaður hafði þá undirbúið, út í hafsauga með hlátrasköllum. Fyrir vikið hefur flokkurinn átt í meira basli að gera upp við hrunið en efni standa til. Síðasti landsfundur ákvað að gera afstöðu flokksins til mögulegra nýrra skrefa í vestrænni samvinnu þrengri en VG. Það skaðaði kjölfestuímyndina í utanríkismálum. Formaður flokksins hefur sætt andróðri í eigin röðum, um flest að ósekju. Vandamálin liggja miklu fremur í ákvörðunum af þessu tagi. Óánægja þeirra sjálfstæðismanna sem telja rétt að ljúka aðildarviðræðunum hefur ekki farið leynt. Kannanir benda hins vegar til að þessir kjósendur hafi ekki yfirgefið flokkinn í stórum stíl. Alltént hafa Samfylkingin og Björt framtíð ekki bætt stöðu sína á sama tíma. Að vísu hefur þeim stuðningsmönnum Framsóknarflokksins sem vilja ljúka aðildarviðræðunum fjölgað talsvert. Einhverjir sem áður sögðust ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn og eru á þessari skoðun hafa líklega fært sig yfir. En þar hljóta önnur mál en afstaðan til Evrópu að ráða för. Stjórnmálaskýringin á sigi Sjálfstæðisflokksins og framhlaupi Framsóknarflokksins gæti því að hluta legið aðeins undir yfirborði dægurumræðunnar.Icesave Ríkisstjórnarflokkarnir lærbrutu sjálfa sig í tveimur fyrstu samningunum um Icesave-skuld „óreiðumanna“ í Landsbankanum. Ríkisstjórnin neitaði að viðurkenna ósigur sinn í báðum þjóðaratkvæðagreiðslunum um Icesave og efna til nýrra þingkosninga. Það var meiri ögrun en heilbrigt lýðræðiskerfi þolir. Eftir það fauk trúnaður hennar út í veður og vind. Þegar síðasti Icesave-samningurinn var gerður náði ríkisstjórnin samstöðu við Sjálfstæðisflokkinn. Samningar orka oft tvímælis. En það sýndi mikla yfirvegun og kjark formanns Sjálfstæðisflokksins að láta hagsmuni landsins ráða afstöðu sinni fremur en freistingar til að koma hælkrók á ríkisstjórnina. Einmitt á þessu augnabliki snerust áhrifaöfl innan Sjálfstæðisflokksins með atbeina forseta Íslands gegn Bjarna Benediktssyni jafnt sem ríkisstjórninni. Lærbrotin ríkisstjórnin var rúin trausti og gat ekki varist. Og formaður Sjálfstæðisflokksins átti fárra annarra kosta völ en að láta skynsemismatið víkja. Í framhaldinu var afstaða þingmanna Framsóknarflokksins hafin til skýjanna. Látið var í veðri vaka að þjóðin hefði afskrifað Icesave-skuldina með afli atkvæðanna. Skuldin var þó jafn há daginn eftir atkvæðagreiðsluna og daginn fyrir. Vandinn var að enginn hafði pólitískan trúverðugleika til að segja þjóðinni satt um að þjóðaratkvæðið var sjónhverfing fremur en lausn.Orsakasamhengið Þegar EFTA-dómurinn féll var því á ný haldið að fólkinu í landinu að þar með hefði verið staðfest að þjóðin hefði mátt koma Icesave-skuldinni fyrir kattarnef með atkvæðagreiðslu. Skuldin var hins vegar enn á sínum stað daginn eftir dóminn eins og daginn fyrir hann. Sem fyrr byrjuðu menn að hefja Framsóknarflokkinn upp í æðra veldi stefnufestu og hygginda. Það álit endurómaði síðan í allri þjóðmálaumræðunni. Einmitt þá hófst sig Sjálfstæðisflokksins og framhlaup Framsóknarflokksins. Landsbankinn situr hins vegar enn með skuldabréf sem hann þarf að standa þrotabúi gamla Landsbankans skil á. Þar liggur stór hluti Icesave-skuldarinnar enn ógreiddur í banka sem skattborgararnir bera ábyrgð á. Þjóðin aflar svo ekki nægilegs gjaldeyris til að greiða þessa skuld. Þessi staða væri að sönnu eins þó að samningurinn hefði verið gerður. Hann snerist um að eyða eins mikilli óvissu og unnt var þó að hann væri ekki ókeypis fremur en áhættan sem tekin var. Eini stjórnmálaforinginn sem í raun tók ábyrga afstöðu á öllum stigum Icesave-málsins var Bjarni Benediktsson. Hann snerist gegn óásættanlegum samningum í byrjun en studdi ásættanlega niðurstöðu í lokin. Eftir að ábyrg afstaða hans var snúin niður innan flokksins gat hann ekki bent á tómahljóðið í öllum ummælunum um stefnufestu Framsóknarflokksins. Og fyrir vikið er einnig erfiðara að afhjúpa töfralausnir Framsóknarflokksins í húsnæðismálum. Hefðu sjálfstæðismenn fylgt leiðsögn formannsins í Icesave væri auðveldara að stinga á málefnablöðru Framsóknarflokksins nú, ef hún væri þá til. Orsakasamhengið er nokkuð skýrt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Þorsteinn Pálsson Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt í vök að verjast síðustu vikur. Fylgið hefur sigið. Í sömu andrá hefur fylgi Framsóknarflokksins bólgnað með þvílíkum látum að helst minnir á Grímsvatnahlaup. Við hliðstæð umbrot í náttúrunni væri jarðfræðingum trúandi til að benda á orsakasamhengið. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins vorið 2009 feykti endurreisnarskýrslunni, sem fráfarandi formaður hafði þá undirbúið, út í hafsauga með hlátrasköllum. Fyrir vikið hefur flokkurinn átt í meira basli að gera upp við hrunið en efni standa til. Síðasti landsfundur ákvað að gera afstöðu flokksins til mögulegra nýrra skrefa í vestrænni samvinnu þrengri en VG. Það skaðaði kjölfestuímyndina í utanríkismálum. Formaður flokksins hefur sætt andróðri í eigin röðum, um flest að ósekju. Vandamálin liggja miklu fremur í ákvörðunum af þessu tagi. Óánægja þeirra sjálfstæðismanna sem telja rétt að ljúka aðildarviðræðunum hefur ekki farið leynt. Kannanir benda hins vegar til að þessir kjósendur hafi ekki yfirgefið flokkinn í stórum stíl. Alltént hafa Samfylkingin og Björt framtíð ekki bætt stöðu sína á sama tíma. Að vísu hefur þeim stuðningsmönnum Framsóknarflokksins sem vilja ljúka aðildarviðræðunum fjölgað talsvert. Einhverjir sem áður sögðust ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn og eru á þessari skoðun hafa líklega fært sig yfir. En þar hljóta önnur mál en afstaðan til Evrópu að ráða för. Stjórnmálaskýringin á sigi Sjálfstæðisflokksins og framhlaupi Framsóknarflokksins gæti því að hluta legið aðeins undir yfirborði dægurumræðunnar.Icesave Ríkisstjórnarflokkarnir lærbrutu sjálfa sig í tveimur fyrstu samningunum um Icesave-skuld „óreiðumanna“ í Landsbankanum. Ríkisstjórnin neitaði að viðurkenna ósigur sinn í báðum þjóðaratkvæðagreiðslunum um Icesave og efna til nýrra þingkosninga. Það var meiri ögrun en heilbrigt lýðræðiskerfi þolir. Eftir það fauk trúnaður hennar út í veður og vind. Þegar síðasti Icesave-samningurinn var gerður náði ríkisstjórnin samstöðu við Sjálfstæðisflokkinn. Samningar orka oft tvímælis. En það sýndi mikla yfirvegun og kjark formanns Sjálfstæðisflokksins að láta hagsmuni landsins ráða afstöðu sinni fremur en freistingar til að koma hælkrók á ríkisstjórnina. Einmitt á þessu augnabliki snerust áhrifaöfl innan Sjálfstæðisflokksins með atbeina forseta Íslands gegn Bjarna Benediktssyni jafnt sem ríkisstjórninni. Lærbrotin ríkisstjórnin var rúin trausti og gat ekki varist. Og formaður Sjálfstæðisflokksins átti fárra annarra kosta völ en að láta skynsemismatið víkja. Í framhaldinu var afstaða þingmanna Framsóknarflokksins hafin til skýjanna. Látið var í veðri vaka að þjóðin hefði afskrifað Icesave-skuldina með afli atkvæðanna. Skuldin var þó jafn há daginn eftir atkvæðagreiðsluna og daginn fyrir. Vandinn var að enginn hafði pólitískan trúverðugleika til að segja þjóðinni satt um að þjóðaratkvæðið var sjónhverfing fremur en lausn.Orsakasamhengið Þegar EFTA-dómurinn féll var því á ný haldið að fólkinu í landinu að þar með hefði verið staðfest að þjóðin hefði mátt koma Icesave-skuldinni fyrir kattarnef með atkvæðagreiðslu. Skuldin var hins vegar enn á sínum stað daginn eftir dóminn eins og daginn fyrir hann. Sem fyrr byrjuðu menn að hefja Framsóknarflokkinn upp í æðra veldi stefnufestu og hygginda. Það álit endurómaði síðan í allri þjóðmálaumræðunni. Einmitt þá hófst sig Sjálfstæðisflokksins og framhlaup Framsóknarflokksins. Landsbankinn situr hins vegar enn með skuldabréf sem hann þarf að standa þrotabúi gamla Landsbankans skil á. Þar liggur stór hluti Icesave-skuldarinnar enn ógreiddur í banka sem skattborgararnir bera ábyrgð á. Þjóðin aflar svo ekki nægilegs gjaldeyris til að greiða þessa skuld. Þessi staða væri að sönnu eins þó að samningurinn hefði verið gerður. Hann snerist um að eyða eins mikilli óvissu og unnt var þó að hann væri ekki ókeypis fremur en áhættan sem tekin var. Eini stjórnmálaforinginn sem í raun tók ábyrga afstöðu á öllum stigum Icesave-málsins var Bjarni Benediktsson. Hann snerist gegn óásættanlegum samningum í byrjun en studdi ásættanlega niðurstöðu í lokin. Eftir að ábyrg afstaða hans var snúin niður innan flokksins gat hann ekki bent á tómahljóðið í öllum ummælunum um stefnufestu Framsóknarflokksins. Og fyrir vikið er einnig erfiðara að afhjúpa töfralausnir Framsóknarflokksins í húsnæðismálum. Hefðu sjálfstæðismenn fylgt leiðsögn formannsins í Icesave væri auðveldara að stinga á málefnablöðru Framsóknarflokksins nú, ef hún væri þá til. Orsakasamhengið er nokkuð skýrt.
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun