„Þjóðinni fært þjarkið sitt“ Sighvatur Björgvinsson skrifar 26. mars 2013 06:00 Mörgum Íslendingum lætur ekki ýkja vel að rökræða. Miklu betur að þjarka. Í þjarkinu eru ekki brúkaðar röksemdir, heldur fullyrðingar. Annar segir að svart sé hvítt. Hinn að hvítt sé svart. Því lengur sem þjarkað er þeim mun groddalegri verða fullyrðingarnar. Hámarkinu er svo náð með stóryrðum og kjaftbrúki (sjá bloggheima). Kjaftbrúkurum er gjarna svo mikið niðri fyrir, að þeir geta varla skrifað eina setningu óbrjálaða á íslensku máli. En dugnaðinn vantar ekki. Sletturnar ganga í allar áttir! Frá þjarkinu á undanförnum áratugum er margs að minnast. Um Hafnarfjörð „sem verður óbyggilegur sakir barnadauða af völdum mengunar ef álver rís í Straumsvík“. Um Alþingi, sem „hætt verður að kjósa til ef Ísland gengur í EFTA því þá verður þjóðinni stjórnað frá útlöndum“. Um „hvernig landið muni fyllast af Portúgölum og Spánverjum sem setjast munu upp á kerfið ef Ísland gengur í EES“. Ég nýt þess mjög mikið að hitta slíka viðmælendur og rifja upp ummælin. Þá þurfa þeir allt í einu að flýta sér afskaplega á áríðandi stefnumót annars staðar. Hafa ekki tíma til að ræða málin. Íslendingurinn viðurkennir aldrei að hafa haft rangt fyrir sér. Þá þarf hann endilega að fara eitthvert annað.Versti óvinurinn Versti óvinur þeirra sem unna þjarkinu er ef veruleikinn er látinn mæta á staðinn. Þá er ekki lengur hægt að þjarka. Veruleikinn fellir nefnilega dóminn. Hann gerði það í Straumsvík. Hann gerði það um EFTA. Hann gerði það um EES. Í síðustu tuttugu ár hafa þjarkarar þjarkað um ESB. Skipst á fullyrðingum, sem stöðugt verða groddalegri. Viðhaft stóryrðin – „þjóðníðingar og landráðamenn“ – og kjaftbrúk. Orðið svo heitt í hamsi að megna ekki að koma frá sér á blogginu heilli setningu á óbrjálaðri íslensku. Sem sé: Náð toppnum. Svo stóð til að láta veruleikann mæta á staðinn. Það ákvað Alþingi. Láta veruleikann skera úr um, hvort ESB-aðild myndi neyða æsku landsins inn í evrópskan her (sem raunar er ekki til) og annað álíka. En það nær auðvitað engri átt. Þá gæti þjóðin tapað þjarkinu sínu. Misst af því að geta haldið áfram að þjarka í a.m.k. önnur tuttugu ár til viðbótar. Góðir menn sjá að það má ekki gerast. Það má ekki hafa þjarkið af þjóðinni! Mikið er það nú ánægjulegt að flokkar hafa tekið ákvörðun um að leyfa þjóðinni að halda áfram að þjarka um ESB. Koma í veg fyrir að veruleikinn sé kvaddur á vettvang. Mikið held ég að mörgum sé létt. Loksins þjóð með trygga framtíð. Meira að segja bannað að miðla upplýsingum um ESB. Loka skal Evrópustofu. Skella barasta í lás. Reka fólkið heim. Þjóðinni verður fært þjarkið sitt aftur. Hvílík unun! Hvílíkt öryggi! Hvílík framtíðarsýn! Forystuflokkurinn, sem kennir sig við þjóðarsjálfstæðið, hefur talað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Mörgum Íslendingum lætur ekki ýkja vel að rökræða. Miklu betur að þjarka. Í þjarkinu eru ekki brúkaðar röksemdir, heldur fullyrðingar. Annar segir að svart sé hvítt. Hinn að hvítt sé svart. Því lengur sem þjarkað er þeim mun groddalegri verða fullyrðingarnar. Hámarkinu er svo náð með stóryrðum og kjaftbrúki (sjá bloggheima). Kjaftbrúkurum er gjarna svo mikið niðri fyrir, að þeir geta varla skrifað eina setningu óbrjálaða á íslensku máli. En dugnaðinn vantar ekki. Sletturnar ganga í allar áttir! Frá þjarkinu á undanförnum áratugum er margs að minnast. Um Hafnarfjörð „sem verður óbyggilegur sakir barnadauða af völdum mengunar ef álver rís í Straumsvík“. Um Alþingi, sem „hætt verður að kjósa til ef Ísland gengur í EFTA því þá verður þjóðinni stjórnað frá útlöndum“. Um „hvernig landið muni fyllast af Portúgölum og Spánverjum sem setjast munu upp á kerfið ef Ísland gengur í EES“. Ég nýt þess mjög mikið að hitta slíka viðmælendur og rifja upp ummælin. Þá þurfa þeir allt í einu að flýta sér afskaplega á áríðandi stefnumót annars staðar. Hafa ekki tíma til að ræða málin. Íslendingurinn viðurkennir aldrei að hafa haft rangt fyrir sér. Þá þarf hann endilega að fara eitthvert annað.Versti óvinurinn Versti óvinur þeirra sem unna þjarkinu er ef veruleikinn er látinn mæta á staðinn. Þá er ekki lengur hægt að þjarka. Veruleikinn fellir nefnilega dóminn. Hann gerði það í Straumsvík. Hann gerði það um EFTA. Hann gerði það um EES. Í síðustu tuttugu ár hafa þjarkarar þjarkað um ESB. Skipst á fullyrðingum, sem stöðugt verða groddalegri. Viðhaft stóryrðin – „þjóðníðingar og landráðamenn“ – og kjaftbrúk. Orðið svo heitt í hamsi að megna ekki að koma frá sér á blogginu heilli setningu á óbrjálaðri íslensku. Sem sé: Náð toppnum. Svo stóð til að láta veruleikann mæta á staðinn. Það ákvað Alþingi. Láta veruleikann skera úr um, hvort ESB-aðild myndi neyða æsku landsins inn í evrópskan her (sem raunar er ekki til) og annað álíka. En það nær auðvitað engri átt. Þá gæti þjóðin tapað þjarkinu sínu. Misst af því að geta haldið áfram að þjarka í a.m.k. önnur tuttugu ár til viðbótar. Góðir menn sjá að það má ekki gerast. Það má ekki hafa þjarkið af þjóðinni! Mikið er það nú ánægjulegt að flokkar hafa tekið ákvörðun um að leyfa þjóðinni að halda áfram að þjarka um ESB. Koma í veg fyrir að veruleikinn sé kvaddur á vettvang. Mikið held ég að mörgum sé létt. Loksins þjóð með trygga framtíð. Meira að segja bannað að miðla upplýsingum um ESB. Loka skal Evrópustofu. Skella barasta í lás. Reka fólkið heim. Þjóðinni verður fært þjarkið sitt aftur. Hvílík unun! Hvílíkt öryggi! Hvílík framtíðarsýn! Forystuflokkurinn, sem kennir sig við þjóðarsjálfstæðið, hefur talað.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun