„Já, hiklaust“ – Carl Bildt Össur Skarphéðinsson skrifar 26. mars 2013 06:00 Eitt þarf ég að leiðrétta í grein minni um góðan gest – Carl Bildt. Ég sagði þar tvennt standa upp úr Íslandsheimsókn hans: Annars vegar lýsing hans á hvernig aðild að ESB hefði styrkt sænskt efnahagslíf. Hins vegar að þrátt fyrir ágreining í upphafi væru nú velflestir Svíar hlynntir aðild – utan öfgamenn til hægri og vinstri. Ég steingleymdi hins vegar að minnast á þriðja grundvallaratriðið hjá honum – sjálft fullveldið. Í Silfrinu lýsti Bildt nöturlega göllum EES-samningsins fyrir Ísland og Noreg, sem verða möglunarlaust að taka við ákvörðunum ESB og innleiða án þess að hafa nokkur áhrif. Bildt var spurður af Silfur-Agli hvort hann teldi fullveldi þjóða meira innan ESB en utan. „Já, hiklaust“ svaraði hann einbeittur. Bildt útskýrði í framhaldinu hvernig Svíþjóð hefur haft áhrif og gætt hagsmuna sinna með því að eiga sæti við borðið með hinum 26 aðildarríkjum Evrópusambandsins. Sömu reynslu höfum við heyrt frá öðrum gestum, eins og forseta Litháen og utanríkisráðherra Eistlands. Bæði, líkt og Carl Bildt, sögðu skýrt: „Fullveldi eykst með þátttöku, ekki einangrun.”Kjarnaatriði Þessi reynsla góðra vinaþjóða leggur til hvílu kjarnaatriði í neikvæðum málflutningi Evrópuandstæðinga – að Ísland glati sjálfstæði sínu og fullveldi með því að ganga í ESB. Reynsla þeirra af inngöngu í ESB segir þvert á móti að fullveldi Íslands muni aukast með því að eiga þátt í sameiginlegum ákvörðunum um sameiginleg hagsmunamál. Í dag húkum við frammi á gangi þegar Evrópusambandið tekur ákvarðanir og fáum svo löggjöfina senda í tölvupósti. Halló, var einhver að tala um aðlögun? Öll þekkjum við hvernig krónuhagkerfið grefur í dag stöðugt undan dugnaði og útsjónarsemi fólks, Ísland dregst aftur úr, og fullveldi okkar sem einstaklinga minnkar. Þess vegna mun efnahagslegur stöðugleiki sem fylgir aðild með lægri vöxtum, lægri verðbólgu og þar með lægri skuldum – auka fullveldi okkar sem einstaklinga. Carl Bildt hitti því naglann á höfuðið betur en hann kannski gerði sér grein fyrir. Fullveldisrökin eru því tvímælalaust já-megin í Evrópuumræðunni. Nema góðir Íslendingar trúi Birni Bjarnasyni og Hjörleifi Guttormssyni betur en Carl Bildt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Eitt þarf ég að leiðrétta í grein minni um góðan gest – Carl Bildt. Ég sagði þar tvennt standa upp úr Íslandsheimsókn hans: Annars vegar lýsing hans á hvernig aðild að ESB hefði styrkt sænskt efnahagslíf. Hins vegar að þrátt fyrir ágreining í upphafi væru nú velflestir Svíar hlynntir aðild – utan öfgamenn til hægri og vinstri. Ég steingleymdi hins vegar að minnast á þriðja grundvallaratriðið hjá honum – sjálft fullveldið. Í Silfrinu lýsti Bildt nöturlega göllum EES-samningsins fyrir Ísland og Noreg, sem verða möglunarlaust að taka við ákvörðunum ESB og innleiða án þess að hafa nokkur áhrif. Bildt var spurður af Silfur-Agli hvort hann teldi fullveldi þjóða meira innan ESB en utan. „Já, hiklaust“ svaraði hann einbeittur. Bildt útskýrði í framhaldinu hvernig Svíþjóð hefur haft áhrif og gætt hagsmuna sinna með því að eiga sæti við borðið með hinum 26 aðildarríkjum Evrópusambandsins. Sömu reynslu höfum við heyrt frá öðrum gestum, eins og forseta Litháen og utanríkisráðherra Eistlands. Bæði, líkt og Carl Bildt, sögðu skýrt: „Fullveldi eykst með þátttöku, ekki einangrun.”Kjarnaatriði Þessi reynsla góðra vinaþjóða leggur til hvílu kjarnaatriði í neikvæðum málflutningi Evrópuandstæðinga – að Ísland glati sjálfstæði sínu og fullveldi með því að ganga í ESB. Reynsla þeirra af inngöngu í ESB segir þvert á móti að fullveldi Íslands muni aukast með því að eiga þátt í sameiginlegum ákvörðunum um sameiginleg hagsmunamál. Í dag húkum við frammi á gangi þegar Evrópusambandið tekur ákvarðanir og fáum svo löggjöfina senda í tölvupósti. Halló, var einhver að tala um aðlögun? Öll þekkjum við hvernig krónuhagkerfið grefur í dag stöðugt undan dugnaði og útsjónarsemi fólks, Ísland dregst aftur úr, og fullveldi okkar sem einstaklinga minnkar. Þess vegna mun efnahagslegur stöðugleiki sem fylgir aðild með lægri vöxtum, lægri verðbólgu og þar með lægri skuldum – auka fullveldi okkar sem einstaklinga. Carl Bildt hitti því naglann á höfuðið betur en hann kannski gerði sér grein fyrir. Fullveldisrökin eru því tvímælalaust já-megin í Evrópuumræðunni. Nema góðir Íslendingar trúi Birni Bjarnasyni og Hjörleifi Guttormssyni betur en Carl Bildt.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun