Lifað á öðrum Ólafur Þ. Stephensen skrifar 27. mars 2013 06:00 Fjórðungur sveitarfélaga á Íslandi fær yfir fjörutíu prósent tekna sinna úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Sex sveitarfélög fá meira en helming tekna sinna úr sjóðnum. Það sem fær mest hefur um tvo þriðju tekna sinna þaðan. Þessar tölur koma fram í svari innanríkisráðherra við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar á Alþingi, sem Fréttablaðið sagði frá á mánudaginn. Það þarf ekki að koma á óvart að sveitarfélögin sem lifa á Jöfnunarsjóðnum eru þau fámennustu. Af þeim sex sem hafa meira en helming tekna sinna úr sjóðnum eru fimm með 100-200 íbúa. Stærstu sveitarfélög landsins borga hins vegar miklu meira í sjóðinn en þau fá úr honum. Tekjur jöfnunarsjóðsins samanstanda annars vegar af framlagi úr ríkissjóði sem er ákveðið hlutfall af öllum skatttekjum ríkisins og hins vegar af hlutdeild í útsvarstekjum sveitarfélaga. Þetta þýðir í raun að íbúar stærri sveitarfélaganna niðurgreiða þjónustu og framkvæmdir í þeim smærri. Einhver jöfnun á milli sveitarfélaga þarf ekki að vera óeðlileg, sérstaklega þar sem stór verkefni hafa flutzt frá ríki til sveitarfélaga undanfarna áratugi; rekstur grunnskólans og þjónusta við fatlaða. En það er alveg fráleitt að pínulítil sveitarfélög, sem hafa í raun enga burði til að takast á við verkefnin sem þeim eru ætluð, lifi þannig á öðrum. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, sagðist í Fréttablaðinu á mánudag ekki vilja nálgast málið með því að segja að litlu sveitarfélögin lifðu á þeim stóru. Hann er auðvitað kurteis og vill ekki styggja umbjóðendur sína, þannig að hann segir sama hlutinn með öðrum orðum: Það er engin skynsemi í því að vera með mörg lítil sveitarfélög. Rökin fyrir þeirri miklu fækkun sveitarfélaga sem hefur átt sér stað undanfarna áratugi eru að stjórnsýslan sé nógu burðug til að takast á við stór og flókin verkefni með hagkvæmum hætti. Halldór segir að andstaðan við sameiningu sveitarfélaga sé oft byggð á tilfinningalegum rökum. Íbúar lítilla jaðarbyggða óttist að missa spón úr aski sínum og hluta af sjálfsmynd sinni, verði sveitarfélögin sameinuð öðrum. Tillögur um að lágmarksmannfjöldi í sveitarfélagi verði 1.000 manns hafi ævinlega verið felldar og séu því ekki stefna sveitarstjórnarfólks. Við skulum ekki gera lítið úr tilfinningarökunum. Þau eiga rétt á sér alveg eins og hagkvæmnisrökin um sameiningu og eflingu sveitarfélaga. En það er ekki bæði hægt að eiga kökuna og éta hana. Þeir sem vilja halda tilfinningaafstöðunni til streitu og neita að finna hagkvæmustu lausnirnar á veitingu þjónustu sveitarfélaganna geta ekki gert kröfu til þess að fá að senda öðrum skattgreiðendum í landinu reikninginn. Krafa skattgreiðenda hlýtur þess vegna að vera færri og stærri sveitarfélög og að pínulitlu sveitarfélögin sem eru staðráðin í að halda sínu striki og vera áfram pínulítil hætti að njóta niðurgreiðslnanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Skoðanir Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Fjórðungur sveitarfélaga á Íslandi fær yfir fjörutíu prósent tekna sinna úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Sex sveitarfélög fá meira en helming tekna sinna úr sjóðnum. Það sem fær mest hefur um tvo þriðju tekna sinna þaðan. Þessar tölur koma fram í svari innanríkisráðherra við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar á Alþingi, sem Fréttablaðið sagði frá á mánudaginn. Það þarf ekki að koma á óvart að sveitarfélögin sem lifa á Jöfnunarsjóðnum eru þau fámennustu. Af þeim sex sem hafa meira en helming tekna sinna úr sjóðnum eru fimm með 100-200 íbúa. Stærstu sveitarfélög landsins borga hins vegar miklu meira í sjóðinn en þau fá úr honum. Tekjur jöfnunarsjóðsins samanstanda annars vegar af framlagi úr ríkissjóði sem er ákveðið hlutfall af öllum skatttekjum ríkisins og hins vegar af hlutdeild í útsvarstekjum sveitarfélaga. Þetta þýðir í raun að íbúar stærri sveitarfélaganna niðurgreiða þjónustu og framkvæmdir í þeim smærri. Einhver jöfnun á milli sveitarfélaga þarf ekki að vera óeðlileg, sérstaklega þar sem stór verkefni hafa flutzt frá ríki til sveitarfélaga undanfarna áratugi; rekstur grunnskólans og þjónusta við fatlaða. En það er alveg fráleitt að pínulítil sveitarfélög, sem hafa í raun enga burði til að takast á við verkefnin sem þeim eru ætluð, lifi þannig á öðrum. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, sagðist í Fréttablaðinu á mánudag ekki vilja nálgast málið með því að segja að litlu sveitarfélögin lifðu á þeim stóru. Hann er auðvitað kurteis og vill ekki styggja umbjóðendur sína, þannig að hann segir sama hlutinn með öðrum orðum: Það er engin skynsemi í því að vera með mörg lítil sveitarfélög. Rökin fyrir þeirri miklu fækkun sveitarfélaga sem hefur átt sér stað undanfarna áratugi eru að stjórnsýslan sé nógu burðug til að takast á við stór og flókin verkefni með hagkvæmum hætti. Halldór segir að andstaðan við sameiningu sveitarfélaga sé oft byggð á tilfinningalegum rökum. Íbúar lítilla jaðarbyggða óttist að missa spón úr aski sínum og hluta af sjálfsmynd sinni, verði sveitarfélögin sameinuð öðrum. Tillögur um að lágmarksmannfjöldi í sveitarfélagi verði 1.000 manns hafi ævinlega verið felldar og séu því ekki stefna sveitarstjórnarfólks. Við skulum ekki gera lítið úr tilfinningarökunum. Þau eiga rétt á sér alveg eins og hagkvæmnisrökin um sameiningu og eflingu sveitarfélaga. En það er ekki bæði hægt að eiga kökuna og éta hana. Þeir sem vilja halda tilfinningaafstöðunni til streitu og neita að finna hagkvæmustu lausnirnar á veitingu þjónustu sveitarfélaganna geta ekki gert kröfu til þess að fá að senda öðrum skattgreiðendum í landinu reikninginn. Krafa skattgreiðenda hlýtur þess vegna að vera færri og stærri sveitarfélög og að pínulitlu sveitarfélögin sem eru staðráðin í að halda sínu striki og vera áfram pínulítil hætti að njóta niðurgreiðslnanna.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun