Lifað á öðrum Ólafur Þ. Stephensen skrifar 27. mars 2013 06:00 Fjórðungur sveitarfélaga á Íslandi fær yfir fjörutíu prósent tekna sinna úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Sex sveitarfélög fá meira en helming tekna sinna úr sjóðnum. Það sem fær mest hefur um tvo þriðju tekna sinna þaðan. Þessar tölur koma fram í svari innanríkisráðherra við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar á Alþingi, sem Fréttablaðið sagði frá á mánudaginn. Það þarf ekki að koma á óvart að sveitarfélögin sem lifa á Jöfnunarsjóðnum eru þau fámennustu. Af þeim sex sem hafa meira en helming tekna sinna úr sjóðnum eru fimm með 100-200 íbúa. Stærstu sveitarfélög landsins borga hins vegar miklu meira í sjóðinn en þau fá úr honum. Tekjur jöfnunarsjóðsins samanstanda annars vegar af framlagi úr ríkissjóði sem er ákveðið hlutfall af öllum skatttekjum ríkisins og hins vegar af hlutdeild í útsvarstekjum sveitarfélaga. Þetta þýðir í raun að íbúar stærri sveitarfélaganna niðurgreiða þjónustu og framkvæmdir í þeim smærri. Einhver jöfnun á milli sveitarfélaga þarf ekki að vera óeðlileg, sérstaklega þar sem stór verkefni hafa flutzt frá ríki til sveitarfélaga undanfarna áratugi; rekstur grunnskólans og þjónusta við fatlaða. En það er alveg fráleitt að pínulítil sveitarfélög, sem hafa í raun enga burði til að takast á við verkefnin sem þeim eru ætluð, lifi þannig á öðrum. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, sagðist í Fréttablaðinu á mánudag ekki vilja nálgast málið með því að segja að litlu sveitarfélögin lifðu á þeim stóru. Hann er auðvitað kurteis og vill ekki styggja umbjóðendur sína, þannig að hann segir sama hlutinn með öðrum orðum: Það er engin skynsemi í því að vera með mörg lítil sveitarfélög. Rökin fyrir þeirri miklu fækkun sveitarfélaga sem hefur átt sér stað undanfarna áratugi eru að stjórnsýslan sé nógu burðug til að takast á við stór og flókin verkefni með hagkvæmum hætti. Halldór segir að andstaðan við sameiningu sveitarfélaga sé oft byggð á tilfinningalegum rökum. Íbúar lítilla jaðarbyggða óttist að missa spón úr aski sínum og hluta af sjálfsmynd sinni, verði sveitarfélögin sameinuð öðrum. Tillögur um að lágmarksmannfjöldi í sveitarfélagi verði 1.000 manns hafi ævinlega verið felldar og séu því ekki stefna sveitarstjórnarfólks. Við skulum ekki gera lítið úr tilfinningarökunum. Þau eiga rétt á sér alveg eins og hagkvæmnisrökin um sameiningu og eflingu sveitarfélaga. En það er ekki bæði hægt að eiga kökuna og éta hana. Þeir sem vilja halda tilfinningaafstöðunni til streitu og neita að finna hagkvæmustu lausnirnar á veitingu þjónustu sveitarfélaganna geta ekki gert kröfu til þess að fá að senda öðrum skattgreiðendum í landinu reikninginn. Krafa skattgreiðenda hlýtur þess vegna að vera færri og stærri sveitarfélög og að pínulitlu sveitarfélögin sem eru staðráðin í að halda sínu striki og vera áfram pínulítil hætti að njóta niðurgreiðslnanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Skoðanir Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Fjórðungur sveitarfélaga á Íslandi fær yfir fjörutíu prósent tekna sinna úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Sex sveitarfélög fá meira en helming tekna sinna úr sjóðnum. Það sem fær mest hefur um tvo þriðju tekna sinna þaðan. Þessar tölur koma fram í svari innanríkisráðherra við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar á Alþingi, sem Fréttablaðið sagði frá á mánudaginn. Það þarf ekki að koma á óvart að sveitarfélögin sem lifa á Jöfnunarsjóðnum eru þau fámennustu. Af þeim sex sem hafa meira en helming tekna sinna úr sjóðnum eru fimm með 100-200 íbúa. Stærstu sveitarfélög landsins borga hins vegar miklu meira í sjóðinn en þau fá úr honum. Tekjur jöfnunarsjóðsins samanstanda annars vegar af framlagi úr ríkissjóði sem er ákveðið hlutfall af öllum skatttekjum ríkisins og hins vegar af hlutdeild í útsvarstekjum sveitarfélaga. Þetta þýðir í raun að íbúar stærri sveitarfélaganna niðurgreiða þjónustu og framkvæmdir í þeim smærri. Einhver jöfnun á milli sveitarfélaga þarf ekki að vera óeðlileg, sérstaklega þar sem stór verkefni hafa flutzt frá ríki til sveitarfélaga undanfarna áratugi; rekstur grunnskólans og þjónusta við fatlaða. En það er alveg fráleitt að pínulítil sveitarfélög, sem hafa í raun enga burði til að takast á við verkefnin sem þeim eru ætluð, lifi þannig á öðrum. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, sagðist í Fréttablaðinu á mánudag ekki vilja nálgast málið með því að segja að litlu sveitarfélögin lifðu á þeim stóru. Hann er auðvitað kurteis og vill ekki styggja umbjóðendur sína, þannig að hann segir sama hlutinn með öðrum orðum: Það er engin skynsemi í því að vera með mörg lítil sveitarfélög. Rökin fyrir þeirri miklu fækkun sveitarfélaga sem hefur átt sér stað undanfarna áratugi eru að stjórnsýslan sé nógu burðug til að takast á við stór og flókin verkefni með hagkvæmum hætti. Halldór segir að andstaðan við sameiningu sveitarfélaga sé oft byggð á tilfinningalegum rökum. Íbúar lítilla jaðarbyggða óttist að missa spón úr aski sínum og hluta af sjálfsmynd sinni, verði sveitarfélögin sameinuð öðrum. Tillögur um að lágmarksmannfjöldi í sveitarfélagi verði 1.000 manns hafi ævinlega verið felldar og séu því ekki stefna sveitarstjórnarfólks. Við skulum ekki gera lítið úr tilfinningarökunum. Þau eiga rétt á sér alveg eins og hagkvæmnisrökin um sameiningu og eflingu sveitarfélaga. En það er ekki bæði hægt að eiga kökuna og éta hana. Þeir sem vilja halda tilfinningaafstöðunni til streitu og neita að finna hagkvæmustu lausnirnar á veitingu þjónustu sveitarfélaganna geta ekki gert kröfu til þess að fá að senda öðrum skattgreiðendum í landinu reikninginn. Krafa skattgreiðenda hlýtur þess vegna að vera færri og stærri sveitarfélög og að pínulitlu sveitarfélögin sem eru staðráðin í að halda sínu striki og vera áfram pínulítil hætti að njóta niðurgreiðslnanna.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar