Fjárfesting til framtíðar Katrín Jakobsdóttir skrifar 30. mars 2013 06:00 Á undanförnum fjórum árum hefur íslenskt samfélag náð jöfnum og góðum bata eftir efnahagshrunið. Þessi tími hefur verið okkur öllum sem myndum samfélag hér á Íslandi erfiður en nú sjáum við fyrsta árangur erfiðisins. Á næstu árum er raunhæft að hefja stórsókn í því að bæta lífskjör á Íslandi. Þar vill Vinstrihreyfingin – grænt framboð setja uppbyggingu heilbrigðismála, menntamála og velferðarmála í forgang. Það hefur ekki verið hlaupið að því að tryggja að grunnstoðirnar svo að heilbrigðisþjónustan, menntakerfið og velferðarkerfið hafi áfram getað staðið undir samfélagslegu hlutverki sínu á sama tíma og unnið hefur verið að því að loka rúmlega 200 milljarða fjárlagagati og bæta efnahag landsins. Enginn þessara málaflokka hefur verið ofhaldinn á þessu kjörtímabili en þar hefur hins vegar ríkt ríkur skilningur á hinni erfiðu stöðu ríkisfjármála. Það sem hefur svo bjargað grunnstoðunum frá frekari og skaðlegri niðurskurði eru þær breytingar sem hafa verið gerðar á skattkerfinu, skattkerfisbreytingar sem hafa aukið skattbyrði hinna tekjuhæstu en lækkað hana hjá þeim tekjulægstu, og aflað þannig ríkissjóði aukinna tekna til þessara málaflokka.Snúum vörn í sókn Nú þarf hins vegar að snúa vörn í sókn og fyrsta skrefið er að viðurkenna störf þeirra sem bera uppi heilbrigðis-, velferðar- og menntakerfið frá degi til dags. Það er staðreynd að kjör þeirra sem þar starfa eru ekki í samræmi við mikilvægi þeirra fyrir samfélagið. Á nýju kjörtímabili eigum við því að sameinast um að bæta kjör þessara stétta umfram annarra. Í öðru lagi þurfum við að tryggja eðlilega fjármögnun þessara kerfa. Gera þarf átak í því að endurnýja og bæta tækjakost og starfsaðstöðu. Auk þess þurfum við að fullfjármagna bæði háskólana og framhaldsskólana sem hafa verið vanfjármagnaðir frá því löngu fyrir hrun. Þá þurfum við að tryggja námsmönnum framfærslustuðning svo þeir geti einbeitt sér að námi sínu, annars vegar með því að efla Lánasjóð íslenskra námsmanna og koma á því kerfi að hluti lána falli niður og breytist í styrk að loknu námi, og hins vegar að koma á fót nýju framfærslukerfi sem tryggir þeim framfærslu sem vilja fara af vinnumarkaði og sækja nám á framhaldsskólastigi. Í þriðja lagi þurfum við að bæta stöðu barnafjölskyldna og tekjulágra, þar á meðal aldraðra og öryrkja. Það gerum við með því að efla barnabótakerfið, vaxtabótakerfið og hækka tekjuþak fæðingarorlofssjóðs. Auk þess þarf að gera frumvarp um almannatryggingakerfið, sem lagt var fram á Alþingi nú í vor, að lögum og tryggja fulla fjármögnun þess.Fjárfesting Við lítum á þessi verkefni sem fjárfestingu til framtíðar – fjárfestingu í okkur sjálfum til að virkja þann mannauð sem við búum yfir. Heilbrigðiskerfi sem tryggir jafnan aðgang að góðri og áreiðanlegri þjónustu eykur lífsgæði okkar. Efling menntakerfisins skapar aukin tækifæri og leggur grunn að velsæld. Öflugra velferðarkerfi tryggir aukinn jöfnuð og þannig farsælla samfélag. Eitt helsta verkefni stjórnvalda er að búa Ísland undir áskoranir og tækifæri 21. aldarinnar. Þar munu aukinn jöfnuður og bætt aðgengi að góðri menntun og heilbrigðisþjónustu leika lykilhlutverk. Mannauðurinn er lykill að framtíðinni ekki síður en auðlindir hafs og lands og hann verður hámarkaður með því að skapa samfélag jafnaðar. Miðað við núverandi efnahagshorfur og óbreytt skattkerfi er raunhæft að hefja sókn í heilbrigðis-, mennta- og velferðarmálum. Vinstri græn vilja hefja slíka sókn með því að auka framlög ríkissjóðs til þessara málaflokka samhliða því að hefja niðurgreiðslur skulda þjóðarbúsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum fjórum árum hefur íslenskt samfélag náð jöfnum og góðum bata eftir efnahagshrunið. Þessi tími hefur verið okkur öllum sem myndum samfélag hér á Íslandi erfiður en nú sjáum við fyrsta árangur erfiðisins. Á næstu árum er raunhæft að hefja stórsókn í því að bæta lífskjör á Íslandi. Þar vill Vinstrihreyfingin – grænt framboð setja uppbyggingu heilbrigðismála, menntamála og velferðarmála í forgang. Það hefur ekki verið hlaupið að því að tryggja að grunnstoðirnar svo að heilbrigðisþjónustan, menntakerfið og velferðarkerfið hafi áfram getað staðið undir samfélagslegu hlutverki sínu á sama tíma og unnið hefur verið að því að loka rúmlega 200 milljarða fjárlagagati og bæta efnahag landsins. Enginn þessara málaflokka hefur verið ofhaldinn á þessu kjörtímabili en þar hefur hins vegar ríkt ríkur skilningur á hinni erfiðu stöðu ríkisfjármála. Það sem hefur svo bjargað grunnstoðunum frá frekari og skaðlegri niðurskurði eru þær breytingar sem hafa verið gerðar á skattkerfinu, skattkerfisbreytingar sem hafa aukið skattbyrði hinna tekjuhæstu en lækkað hana hjá þeim tekjulægstu, og aflað þannig ríkissjóði aukinna tekna til þessara málaflokka.Snúum vörn í sókn Nú þarf hins vegar að snúa vörn í sókn og fyrsta skrefið er að viðurkenna störf þeirra sem bera uppi heilbrigðis-, velferðar- og menntakerfið frá degi til dags. Það er staðreynd að kjör þeirra sem þar starfa eru ekki í samræmi við mikilvægi þeirra fyrir samfélagið. Á nýju kjörtímabili eigum við því að sameinast um að bæta kjör þessara stétta umfram annarra. Í öðru lagi þurfum við að tryggja eðlilega fjármögnun þessara kerfa. Gera þarf átak í því að endurnýja og bæta tækjakost og starfsaðstöðu. Auk þess þurfum við að fullfjármagna bæði háskólana og framhaldsskólana sem hafa verið vanfjármagnaðir frá því löngu fyrir hrun. Þá þurfum við að tryggja námsmönnum framfærslustuðning svo þeir geti einbeitt sér að námi sínu, annars vegar með því að efla Lánasjóð íslenskra námsmanna og koma á því kerfi að hluti lána falli niður og breytist í styrk að loknu námi, og hins vegar að koma á fót nýju framfærslukerfi sem tryggir þeim framfærslu sem vilja fara af vinnumarkaði og sækja nám á framhaldsskólastigi. Í þriðja lagi þurfum við að bæta stöðu barnafjölskyldna og tekjulágra, þar á meðal aldraðra og öryrkja. Það gerum við með því að efla barnabótakerfið, vaxtabótakerfið og hækka tekjuþak fæðingarorlofssjóðs. Auk þess þarf að gera frumvarp um almannatryggingakerfið, sem lagt var fram á Alþingi nú í vor, að lögum og tryggja fulla fjármögnun þess.Fjárfesting Við lítum á þessi verkefni sem fjárfestingu til framtíðar – fjárfestingu í okkur sjálfum til að virkja þann mannauð sem við búum yfir. Heilbrigðiskerfi sem tryggir jafnan aðgang að góðri og áreiðanlegri þjónustu eykur lífsgæði okkar. Efling menntakerfisins skapar aukin tækifæri og leggur grunn að velsæld. Öflugra velferðarkerfi tryggir aukinn jöfnuð og þannig farsælla samfélag. Eitt helsta verkefni stjórnvalda er að búa Ísland undir áskoranir og tækifæri 21. aldarinnar. Þar munu aukinn jöfnuður og bætt aðgengi að góðri menntun og heilbrigðisþjónustu leika lykilhlutverk. Mannauðurinn er lykill að framtíðinni ekki síður en auðlindir hafs og lands og hann verður hámarkaður með því að skapa samfélag jafnaðar. Miðað við núverandi efnahagshorfur og óbreytt skattkerfi er raunhæft að hefja sókn í heilbrigðis-, mennta- og velferðarmálum. Vinstri græn vilja hefja slíka sókn með því að auka framlög ríkissjóðs til þessara málaflokka samhliða því að hefja niðurgreiðslur skulda þjóðarbúsins.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun