Skynsöm þjóð Höskuldur Þórhallsson skrifar 2. apríl 2013 10:45 Hljómgrunnur við stefnu Framsóknarflokksins virðist flækjast verulega fyrir leiðarahöfundum Fréttablaðsins. Fjallað hefur verið um tillögur Framsóknarflokksins sem útópíu og fullyrt að "sölumennska“ flokksins virðist greinilega ganga í hinn almenna kjósanda. Framsóknarflokkurinn sé "óvinur nr. 1“ og að tillögur okkar séu óraunhæfar og óábyrgar. Pistlarnir koma okkur ekkert sérstaklega á óvart. Þegar við lögðum fram tillögur um leiðréttingu lána á vordögum ársins 2009 birtust sams konar pistlar í blaðinu þar sem tillögurnar voru kallaðar svipuðum nöfnum. Tillögur sem flestir eru nú sammála um að voru raunhæfar, sanngjarnar og til þess fallnar að skapa sátt í samfélaginu. Leiðararnir eru einnig í sömu veru og við þurftum endalaust að búa við í baráttunni gegn því að Icesave-samningarnir yrðu samþykktir. Því var fylgt eftir með fréttaflutningi um að hitt og þetta myndi gerast ef Alþingi myndi ekki staðfesta samningana. Fréttir um hugsanlegar afleiðingar sem enga stoð áttu sér í raunveruleikanum og tók okkur oft margar vikur að leiðrétta fyrir þjóðinni. Tillögur okkar eru í þeim anda sem við höfum talað fyrir síðastliðin fjögur ár. Við höfum bent á þann forsendubrest sem varð við fall gömlu bankanna og nauðsyn þess að taka á vogunarsjóðunum, sem hafa hagnast gríðarlega á skuldsettum heimilum landsins. Við höfum líka talað fyrir því að koma á sanngjörnu lánafyrirkomulagi á Íslandi þar sem áhættan skiptist jafnt á milli lántaka og lánveitanda. Þar skiptir afnám verðtryggingarinnar miklu. Við teljum að það sé raunhæft að breyta þessu fyrirkomulagi og að þannig verði Ísland best rekið til framtíðar. Í Icesave-málinu gerðum við okkur grein fyrir því að almenningur væri skynsamur og vel til þess búinn að setja sig inn í flókin deilumál. Hann væri líka fær um að kynna sér mismunandi rök og beita gagnrýnni hugsun til að móta sér afstöðu. Tillögur okkar eru einmitt settar fram með það að markmiði að þær séu skoðaðar, gagnrýndar og metnar. Sú afstaða leiðarhöfundar Fréttablaðsins laugardaginn 16. mars sl. að "veruleikafirring“ þjóðarinnar sé ástæða þess að tillögur okkar hljóti hljómgrunn er því miður ódýr afgreiðsla á annars vel menntaðri og vel meinandi þjóð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Hljómgrunnur við stefnu Framsóknarflokksins virðist flækjast verulega fyrir leiðarahöfundum Fréttablaðsins. Fjallað hefur verið um tillögur Framsóknarflokksins sem útópíu og fullyrt að "sölumennska“ flokksins virðist greinilega ganga í hinn almenna kjósanda. Framsóknarflokkurinn sé "óvinur nr. 1“ og að tillögur okkar séu óraunhæfar og óábyrgar. Pistlarnir koma okkur ekkert sérstaklega á óvart. Þegar við lögðum fram tillögur um leiðréttingu lána á vordögum ársins 2009 birtust sams konar pistlar í blaðinu þar sem tillögurnar voru kallaðar svipuðum nöfnum. Tillögur sem flestir eru nú sammála um að voru raunhæfar, sanngjarnar og til þess fallnar að skapa sátt í samfélaginu. Leiðararnir eru einnig í sömu veru og við þurftum endalaust að búa við í baráttunni gegn því að Icesave-samningarnir yrðu samþykktir. Því var fylgt eftir með fréttaflutningi um að hitt og þetta myndi gerast ef Alþingi myndi ekki staðfesta samningana. Fréttir um hugsanlegar afleiðingar sem enga stoð áttu sér í raunveruleikanum og tók okkur oft margar vikur að leiðrétta fyrir þjóðinni. Tillögur okkar eru í þeim anda sem við höfum talað fyrir síðastliðin fjögur ár. Við höfum bent á þann forsendubrest sem varð við fall gömlu bankanna og nauðsyn þess að taka á vogunarsjóðunum, sem hafa hagnast gríðarlega á skuldsettum heimilum landsins. Við höfum líka talað fyrir því að koma á sanngjörnu lánafyrirkomulagi á Íslandi þar sem áhættan skiptist jafnt á milli lántaka og lánveitanda. Þar skiptir afnám verðtryggingarinnar miklu. Við teljum að það sé raunhæft að breyta þessu fyrirkomulagi og að þannig verði Ísland best rekið til framtíðar. Í Icesave-málinu gerðum við okkur grein fyrir því að almenningur væri skynsamur og vel til þess búinn að setja sig inn í flókin deilumál. Hann væri líka fær um að kynna sér mismunandi rök og beita gagnrýnni hugsun til að móta sér afstöðu. Tillögur okkar eru einmitt settar fram með það að markmiði að þær séu skoðaðar, gagnrýndar og metnar. Sú afstaða leiðarhöfundar Fréttablaðsins laugardaginn 16. mars sl. að "veruleikafirring“ þjóðarinnar sé ástæða þess að tillögur okkar hljóti hljómgrunn er því miður ódýr afgreiðsla á annars vel menntaðri og vel meinandi þjóð.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun