Kjósendur seinni að velja á milli flokka Brjánn Jónasson skrifar 4. apríl 2013 12:00 Kjósendur draga það sífellt lengur að ákveða hvaða flokkur fær atkvæði þeirra í kosningum. Í síðustu kosningum ákvað nærri helmingur kjósenda sig í síðustu vikunni fyrir kosningar. „Það sem virðist vera að gerast er að fólk er lengur að ákveða sig endanlega,“ segir Svandís Nína Jónsdóttir, sem starfar sem tölfræðingur hjá Rannís. Hún heldur erindi um skoðanakannanir tengdar þingkosningum á opnum fundi á vegum Félags stjórnmálafræðinga á Sólon í kvöld, og vitnar meðal annars í rannsóknir Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands sem gerðar eru eftir hverjar þingkosningar. Alls ákváðu 28 prósent kjósenda hvað þeir ætluðu að kjósa í kosningunum árið 2009 á kjördag. Þá ákváðu nítján prósent til viðbótar sig ekki fyrr en í síðustu vikunni fyrir kosningarnar. Tæplega helmingur kjósenda, um 47 prósent, ákvað sig því ekki fyrr en innan við vika var í kosningarnar. „Þetta þýðir ekki að fólk sé algerlega óákveðið fram að þeim tíma, en þetta fólk tekur endanlega ákvörðun mjög seint,“ segir Svandís. Hún segir að þróunin sé að verða sú að sífellt fleiri taki ákvörðun á síðustu stundu. Í kosningunum 2003 tóku 28 prósent ákvörðun innan við viku frá kosningum. Hlutfallið var komið í 35 prósent fyrir kosningarnar 2007, og 47 prósent fyrir síðustu kosningar. „Þetta þýðir að flokkarnir hafa tækifæri til að ná til fólks alveg fram að kjördegi,“ segir Svandís. Hún segir að þessi þróun gæti skýrst af því að fólk sé opnara fyrir atburðum líðandi stundar, eða að það fylgist betur með allt fram að kosningum. Konur eru líklegri en karlar til að draga það að taka ákvörðun. Alls tók 51 prósent kvenna ákvörðun innan við viku fyrir síðustu kosningar, samanborið við 44 prósent karla. Svandís segir þetta hafa sýnt sig í könnunum, konur séu almennt varkárari, og að því er virðist tregari til að gefa upp ákvörðun sína. Kosningar 2013 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Kjósendur draga það sífellt lengur að ákveða hvaða flokkur fær atkvæði þeirra í kosningum. Í síðustu kosningum ákvað nærri helmingur kjósenda sig í síðustu vikunni fyrir kosningar. „Það sem virðist vera að gerast er að fólk er lengur að ákveða sig endanlega,“ segir Svandís Nína Jónsdóttir, sem starfar sem tölfræðingur hjá Rannís. Hún heldur erindi um skoðanakannanir tengdar þingkosningum á opnum fundi á vegum Félags stjórnmálafræðinga á Sólon í kvöld, og vitnar meðal annars í rannsóknir Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands sem gerðar eru eftir hverjar þingkosningar. Alls ákváðu 28 prósent kjósenda hvað þeir ætluðu að kjósa í kosningunum árið 2009 á kjördag. Þá ákváðu nítján prósent til viðbótar sig ekki fyrr en í síðustu vikunni fyrir kosningarnar. Tæplega helmingur kjósenda, um 47 prósent, ákvað sig því ekki fyrr en innan við vika var í kosningarnar. „Þetta þýðir ekki að fólk sé algerlega óákveðið fram að þeim tíma, en þetta fólk tekur endanlega ákvörðun mjög seint,“ segir Svandís. Hún segir að þróunin sé að verða sú að sífellt fleiri taki ákvörðun á síðustu stundu. Í kosningunum 2003 tóku 28 prósent ákvörðun innan við viku frá kosningum. Hlutfallið var komið í 35 prósent fyrir kosningarnar 2007, og 47 prósent fyrir síðustu kosningar. „Þetta þýðir að flokkarnir hafa tækifæri til að ná til fólks alveg fram að kjördegi,“ segir Svandís. Hún segir að þessi þróun gæti skýrst af því að fólk sé opnara fyrir atburðum líðandi stundar, eða að það fylgist betur með allt fram að kosningum. Konur eru líklegri en karlar til að draga það að taka ákvörðun. Alls tók 51 prósent kvenna ákvörðun innan við viku fyrir síðustu kosningar, samanborið við 44 prósent karla. Svandís segir þetta hafa sýnt sig í könnunum, konur séu almennt varkárari, og að því er virðist tregari til að gefa upp ákvörðun sína.
Kosningar 2013 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira