Þegar stjórnmálamaður þegir Heimir Eyvindarson skrifar 4. apríl 2013 07:00 Þegar stjórnmálamaður þegir er hann yfirleitt bara að bíða eftir því að komast að. Sjaldgæfara er að menn hlusti í alvörunni á það sem „andstæðingurinn" hefur að segja. Björt framtíð vill breyta umræðuhefð íslenskra stjórnmála og hvetur til þess að fólk tali saman af virðingu og láti af skítkasti og níði. Ekkert skítkast er raunar eina kosningaloforð flokksins. Sumum finnst það léttvægt markmið í stjórnmálabaráttu að hvetja til bættra samskipta, en það getur svo sannarlega skipt máli. Eitt mikilvægasta viðfangsefni næstu ríkisstjórnar verður að finna skynsamlega lausn á skuldavanda heimilanna. Brýnt er að vel takist til og því lykilatriði að allar leiðir sem nefndar hafa verið – og eiga jafnvel eftir að koma fram – verði skoðaðar með opnum huga. Við höfum ekki efni á því að þingmenn þrátti um það fram eftir næsta kjörtímabili hvaða leið skuli fara og hver hafi fattað upp á hverju. Því miður er það þó svo að allnokkrar líkur eru á að svo verðì. Hversu oft höfum við ekki séð stjórnmálamenn afgreiða tillögur annarra sem argasta bull og þvætting. Án þess að skoða þær að neinu marki.Hægt að gera betur Leiðtogar fráfarandi ríkisstjórnar hafa verið fastir í þessu gamla stjórnmálafari og iðulega skellt skollaeyrum við ábendingum sem ekki koma úr þeirra ranni. Þeim hefði til að mynda betur borið gæfa til að hlusta á þá sem bentu á augljósa galla 110% leiðarinnar, sem kostaði í kringum 50 milljarða og gagnaðist fáum. Nema lánastofnunum, því með henni var tryggt að fólk sem hefði kannski betur látið stofnununum eftir eignir sínar gat haldið áfram að borga. Um stund. Ekki var heldur hlustað á þá sem bentu á nauðsyn þess að setja þak á verðbætur. Þess vegna eru þær skuldir sem færðar voru niður í 110% markið að nálgast fyrra horf. Jafnvel gott betur. Flöt 20% leiðrétting hefði vitanlega farið sömu leið, ef gripið hefði verið til þess ráðs án þess að þaksetja verðbætur. Það er ljóst að hægt er að gera betur í að laga stöðu heimilanna. Bankarnir stefna hraðbyri inn í nýtt góðæri og geta hæglega komið betur til móts við lántakendur. Staða Íbúðalánasjóðs er hins vegar öllu verri, en einhvern veginn verður samt að koma til móts við þá sem eiga lán sín þar. Það er hins vegar engin lausn að færa niður skuldir en breyta í engu umhverfinu sem við búum við. Fyrsta skrefið er að tala saman. Hlustum á hvert annað með opnum huga. Það gildir einu hvaðan góðar hugmyndir koma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar stjórnmálamaður þegir er hann yfirleitt bara að bíða eftir því að komast að. Sjaldgæfara er að menn hlusti í alvörunni á það sem „andstæðingurinn" hefur að segja. Björt framtíð vill breyta umræðuhefð íslenskra stjórnmála og hvetur til þess að fólk tali saman af virðingu og láti af skítkasti og níði. Ekkert skítkast er raunar eina kosningaloforð flokksins. Sumum finnst það léttvægt markmið í stjórnmálabaráttu að hvetja til bættra samskipta, en það getur svo sannarlega skipt máli. Eitt mikilvægasta viðfangsefni næstu ríkisstjórnar verður að finna skynsamlega lausn á skuldavanda heimilanna. Brýnt er að vel takist til og því lykilatriði að allar leiðir sem nefndar hafa verið – og eiga jafnvel eftir að koma fram – verði skoðaðar með opnum huga. Við höfum ekki efni á því að þingmenn þrátti um það fram eftir næsta kjörtímabili hvaða leið skuli fara og hver hafi fattað upp á hverju. Því miður er það þó svo að allnokkrar líkur eru á að svo verðì. Hversu oft höfum við ekki séð stjórnmálamenn afgreiða tillögur annarra sem argasta bull og þvætting. Án þess að skoða þær að neinu marki.Hægt að gera betur Leiðtogar fráfarandi ríkisstjórnar hafa verið fastir í þessu gamla stjórnmálafari og iðulega skellt skollaeyrum við ábendingum sem ekki koma úr þeirra ranni. Þeim hefði til að mynda betur borið gæfa til að hlusta á þá sem bentu á augljósa galla 110% leiðarinnar, sem kostaði í kringum 50 milljarða og gagnaðist fáum. Nema lánastofnunum, því með henni var tryggt að fólk sem hefði kannski betur látið stofnununum eftir eignir sínar gat haldið áfram að borga. Um stund. Ekki var heldur hlustað á þá sem bentu á nauðsyn þess að setja þak á verðbætur. Þess vegna eru þær skuldir sem færðar voru niður í 110% markið að nálgast fyrra horf. Jafnvel gott betur. Flöt 20% leiðrétting hefði vitanlega farið sömu leið, ef gripið hefði verið til þess ráðs án þess að þaksetja verðbætur. Það er ljóst að hægt er að gera betur í að laga stöðu heimilanna. Bankarnir stefna hraðbyri inn í nýtt góðæri og geta hæglega komið betur til móts við lántakendur. Staða Íbúðalánasjóðs er hins vegar öllu verri, en einhvern veginn verður samt að koma til móts við þá sem eiga lán sín þar. Það er hins vegar engin lausn að færa niður skuldir en breyta í engu umhverfinu sem við búum við. Fyrsta skrefið er að tala saman. Hlustum á hvert annað með opnum huga. Það gildir einu hvaðan góðar hugmyndir koma.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar