Rapparastríð leiðir til ákæru gegn Móra Stígur Helgason skrifar 9. apríl 2013 00:01 Erpur ræðir við lögreglumann rétt eftir atvikið. Fréttablaðið/Vilhelm Atlaga rapparans Móra að Erpi Eyvindarsyni, kollega hans í rappinu, þegar þeir voru á leið saman í útvarpsviðtal hefur nú getið af sér ákæru rúmum þremur árum eftir atvikið. Móri, sem heitir réttu nafni Magnús Ómarsson, hefur verið ákærður fyrir að hóta Erpi með því að elta hann um húsnæði útvarpssviðs 365 vopnaður hnífi og vekja með því hjá Erpi ótta um líf sitt og heilbrigði. Móri hafði meðferðis rafbyssu, sem er ólöglegt, og er því jafnframt ákærður fyrir vopnalagabrot. Það var síðdegis mánudaginn 15. febrúar 2010 sem Móri mætti á útvarpssvið 365, vopnaður hnífnum og rafbyssunni og með stóran doberman-hund sér við hlið. Hann var á leið í viðtal í þættinum Harmageddon á X-inu ásamt Erpi, þar sem þeir hugðust grafa stríðsöxina í beinni útsendingu eftir opinberar skærur sem höfðu staðið nokkra hríð, meðal annars um hvor þeirra væri meiri frumkvöðull á rappsviðinu. Móri réðst hins vegar beint að Erpi, dró upp hnífinn og elti hann um gólfið. Erpur varðist honum með skúringamoppu og stökkti honum að lokum á flótta. Lögregla var kvödd til, Móri gaf sig fram skömmu síðar og eðlilega varð lítið úr fyrirhugaðri sátt.Hér á sjónvarpsvef Vísis má sjá frétt Stöðvar 2 um málið frá 2010. Málið hefur síðan velkst í kerfinu í þrjú ár. Lögregla felldi málið niður eftir stutta rannsókn og skýrði þá ákvörðun þannig að líklega hefði verið um sviðsettan atburð að ræða. Lögmaður Erps, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, sætti sig ekki við þann rökstuðning og kærði ákvörðunina til Ríkissaksóknara, sem fór fram á það seint á árinu 2011 að lögregla rannsakaði málið til hlítar. Málið var þá tekið upp á nýjan leik og sú rannsókn hefur nú leitt til ákærunnar. Hún verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur 18. apríl.Atlagan náðist á öryggismyndavél. Hér sést Móri, fyrir miðju, elta Erp, til vinstri. Á eftir fylgir Frosti Logason, annar umsjónarmanna Harmagedddon.Magnús Ómarsson, Móri, gaf út samnefnda plötu árið 2002 sem náði miklum vinsældum og innihélt meðal annars lagið Atvinnukrimmi. Nýverið sendi hann frá sér lagið Vaknið!, það fyrsta í rúman áratug. Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Atlaga rapparans Móra að Erpi Eyvindarsyni, kollega hans í rappinu, þegar þeir voru á leið saman í útvarpsviðtal hefur nú getið af sér ákæru rúmum þremur árum eftir atvikið. Móri, sem heitir réttu nafni Magnús Ómarsson, hefur verið ákærður fyrir að hóta Erpi með því að elta hann um húsnæði útvarpssviðs 365 vopnaður hnífi og vekja með því hjá Erpi ótta um líf sitt og heilbrigði. Móri hafði meðferðis rafbyssu, sem er ólöglegt, og er því jafnframt ákærður fyrir vopnalagabrot. Það var síðdegis mánudaginn 15. febrúar 2010 sem Móri mætti á útvarpssvið 365, vopnaður hnífnum og rafbyssunni og með stóran doberman-hund sér við hlið. Hann var á leið í viðtal í þættinum Harmageddon á X-inu ásamt Erpi, þar sem þeir hugðust grafa stríðsöxina í beinni útsendingu eftir opinberar skærur sem höfðu staðið nokkra hríð, meðal annars um hvor þeirra væri meiri frumkvöðull á rappsviðinu. Móri réðst hins vegar beint að Erpi, dró upp hnífinn og elti hann um gólfið. Erpur varðist honum með skúringamoppu og stökkti honum að lokum á flótta. Lögregla var kvödd til, Móri gaf sig fram skömmu síðar og eðlilega varð lítið úr fyrirhugaðri sátt.Hér á sjónvarpsvef Vísis má sjá frétt Stöðvar 2 um málið frá 2010. Málið hefur síðan velkst í kerfinu í þrjú ár. Lögregla felldi málið niður eftir stutta rannsókn og skýrði þá ákvörðun þannig að líklega hefði verið um sviðsettan atburð að ræða. Lögmaður Erps, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, sætti sig ekki við þann rökstuðning og kærði ákvörðunina til Ríkissaksóknara, sem fór fram á það seint á árinu 2011 að lögregla rannsakaði málið til hlítar. Málið var þá tekið upp á nýjan leik og sú rannsókn hefur nú leitt til ákærunnar. Hún verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur 18. apríl.Atlagan náðist á öryggismyndavél. Hér sést Móri, fyrir miðju, elta Erp, til vinstri. Á eftir fylgir Frosti Logason, annar umsjónarmanna Harmagedddon.Magnús Ómarsson, Móri, gaf út samnefnda plötu árið 2002 sem náði miklum vinsældum og innihélt meðal annars lagið Atvinnukrimmi. Nýverið sendi hann frá sér lagið Vaknið!, það fyrsta í rúman áratug.
Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira