Verk að vinna hjá PSG og Juventus 10. apríl 2013 14:15 verður hann með? Messi fagnar í fyrri leiknum. Óvissa er með þátttöku hans í kvöld.nordicphotos/getty Síðustu farmiðarnir í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu verða gefnir út í kvöld. Þá tekur Barcelona á móti PSG og Bayern München sækir Juventus heim. Bayern er í fínum málum eftir 2-0 sigur á heimavelli gegn Juventus. Barcelona nældi í 2-2 jafntefli gegn PSG í Frakklandi og stendur því vel að vígi fyrir leikinn á heimavelli sínum í kvöld. Helsta áhyggjuefni Barcelona er þó hugsanleg fjarvera besta knattspyrnumanns heims, Lionels Messi. Hann meiddist í fyrri leik liðanna og gat ekki leikið með Barcelona um helgina. Það er því óvíst hvort hann getur spilað í kvöld. „Það kemur bara í ljós er nær dregur leik hvort Messi getur spilað. Það veltur allt á því hvernig honum líður," sagði miðjumaður liðsins, Andres Iniesta, en hann segir að liðið eigi að geta klárað PSG án Messi. „Messi er að sjálfsögðu gríðarlega mikilvægur fyrir okkur. Við erum samt ekki háðir honum. Við erum með gott lið og það geta margir menn skorað mörk fyrir okkur. Leo er vissulega númer eitt hjá okkur og við þurfum á honum að halda til þess að vinna titla." Jupp Heynckes, þjálfari Bayern, er bjartsýnn fyrir hönd sinna manna. Hann má það vel enda er hans lið í góðri stöðu. „Juventus er frábært lið og hefur ítrekað sannað það í vetur. Liðið mun reyna að afreka hið ómögulega gegn okkur," sagði Heynckes kokhraustur en hans lið varð þýskur meistari um helgina. Markvörður Juventus, Gianluigi Buffon, hefði getað gert betur í báðum mörkunum í fyrri leiknum og Franz Beckenbauer kallaði hann ellilífeyrisþega eftir leikinn. Heynckes ber meiri virðingu fyrir honum en Beckenbauer. „Fyrir mér er Buffon einn besti markvörður sögunnar. Hann er goðsögn í mínum augum. Frábær maður og markvörður." Leikirnir hefjast klukkan 18.45 og eru í beinni útsendingu á sportstöðvum Stöðvar 2. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fleiri fréttir Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Sjá meira
Síðustu farmiðarnir í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu verða gefnir út í kvöld. Þá tekur Barcelona á móti PSG og Bayern München sækir Juventus heim. Bayern er í fínum málum eftir 2-0 sigur á heimavelli gegn Juventus. Barcelona nældi í 2-2 jafntefli gegn PSG í Frakklandi og stendur því vel að vígi fyrir leikinn á heimavelli sínum í kvöld. Helsta áhyggjuefni Barcelona er þó hugsanleg fjarvera besta knattspyrnumanns heims, Lionels Messi. Hann meiddist í fyrri leik liðanna og gat ekki leikið með Barcelona um helgina. Það er því óvíst hvort hann getur spilað í kvöld. „Það kemur bara í ljós er nær dregur leik hvort Messi getur spilað. Það veltur allt á því hvernig honum líður," sagði miðjumaður liðsins, Andres Iniesta, en hann segir að liðið eigi að geta klárað PSG án Messi. „Messi er að sjálfsögðu gríðarlega mikilvægur fyrir okkur. Við erum samt ekki háðir honum. Við erum með gott lið og það geta margir menn skorað mörk fyrir okkur. Leo er vissulega númer eitt hjá okkur og við þurfum á honum að halda til þess að vinna titla." Jupp Heynckes, þjálfari Bayern, er bjartsýnn fyrir hönd sinna manna. Hann má það vel enda er hans lið í góðri stöðu. „Juventus er frábært lið og hefur ítrekað sannað það í vetur. Liðið mun reyna að afreka hið ómögulega gegn okkur," sagði Heynckes kokhraustur en hans lið varð þýskur meistari um helgina. Markvörður Juventus, Gianluigi Buffon, hefði getað gert betur í báðum mörkunum í fyrri leiknum og Franz Beckenbauer kallaði hann ellilífeyrisþega eftir leikinn. Heynckes ber meiri virðingu fyrir honum en Beckenbauer. „Fyrir mér er Buffon einn besti markvörður sögunnar. Hann er goðsögn í mínum augum. Frábær maður og markvörður." Leikirnir hefjast klukkan 18.45 og eru í beinni útsendingu á sportstöðvum Stöðvar 2.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fleiri fréttir Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Sjá meira