Menntamálin í forgang Skúli Helgason skrifar 11. apríl 2013 07:00 Velferðarmál, ekki síst heilbrigðismál og menntamál, verðskulda mun meiri umræðu en verið hefur í kosningabaráttunni. Við jafnaðarmenn viljum að menntamálin fái aukinn forgang í íslenskum stjórnmálum enda er öflugt menntakerfi forsenda velferðar heimilanna og fjölbreytts atvinnulífs.Á forsendum nemenda Margt er prýðisvel gert í íslensku skólakerfi og þúsundir kennara vinna mikilvægt starf á hverjum degi um land allt. Við þurfum hins vegar að mæta af krafti ákveðnum áskorunum, ekki síst þeirri að brotthvarf nemenda úr framhaldsskólum er með því mesta sem þekkist í Evrópu – þriðjungur nemenda hættir án þess að ljúka námi og það er óviðunandi sóun á mannauði og fjármunum. Verk- og tækninám fer halloka fyrir bóknámi í skólakerfinu og fjárveitingar til framhaldsskóla og háskóla eru of lágar borið saman við Norðurlöndin og meirihluta ríkja innan OECD. Samfylkingin vill bregðast við þessu með því að takast á við brotthvarf með forvörnum og skimun strax í grunnskólum, bjóða persónubundna námskrá fyrir þá sem eru í „áhættuhópum“, auka fjölbreytni í kennslu og áherslu á verklegt nám og verkefnabundið nám. Mikilvægt er að öllum nemendum standi til boða námsráðgjöf og síðar starfsráðgjöf. Auka þarf fjárveitingar til framhaldsskóla og háskóla samhliða aðgerðum sem auka samvinnu, verkaskiptingu og sameiningu háskóla, ef og þegar hún skilar bættu skólastarfi og skynsamlegri nýtingu fjármuna.Áhersla á verk-, tækni- og listnám Lengi hefur verið talað um þörfina fyrir aukið verk- og tækninám, en minna orðið úr raunverulegum breytingum á forgangsröðun og viðhorfum í samfélaginu og skólakerfinu. Samfylkingin hefur mótað aðgerðaáætlun um eflingu verk-, tækni- og listnáms, sem m.a. felur í sér hvatningarátak með kynningu á fjölbreyttum valkostum í slíku námi, markvissa vinnu gegn fordómum í garð þessara greina, aukið vægi þeirra á öllum skólastigum, svo sem með verklegu námi í smiðjum um land allt í samstarfi við atvinnulífið o.m.fl. Samfylkingin vill bæta námslánakerfið, hækka grunnframfærslu námslána og breyta fjórðungi lána í styrk. Samfylkingin er síðan eini flokkurinn sem leggur áherslu á að taka upp að nýju samtímagreiðslur námslána og leysa þar með námsmenn undan þeirri kvöð að þurfa að taka yfirdráttarlán í bönkum meðan þeir bíða eftir útborgun námslána. Sjálfstæðisflokkurinn innleiddi það fyrirkomulag illu heilli fyrir 20 árum og það kostar námsmenn stórar fúlgur á hverju ári, auk þess að fela í sér óeðlilega ríkisaðstoð við fjármálastofnanir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Skúli Helgason Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Velferðarmál, ekki síst heilbrigðismál og menntamál, verðskulda mun meiri umræðu en verið hefur í kosningabaráttunni. Við jafnaðarmenn viljum að menntamálin fái aukinn forgang í íslenskum stjórnmálum enda er öflugt menntakerfi forsenda velferðar heimilanna og fjölbreytts atvinnulífs.Á forsendum nemenda Margt er prýðisvel gert í íslensku skólakerfi og þúsundir kennara vinna mikilvægt starf á hverjum degi um land allt. Við þurfum hins vegar að mæta af krafti ákveðnum áskorunum, ekki síst þeirri að brotthvarf nemenda úr framhaldsskólum er með því mesta sem þekkist í Evrópu – þriðjungur nemenda hættir án þess að ljúka námi og það er óviðunandi sóun á mannauði og fjármunum. Verk- og tækninám fer halloka fyrir bóknámi í skólakerfinu og fjárveitingar til framhaldsskóla og háskóla eru of lágar borið saman við Norðurlöndin og meirihluta ríkja innan OECD. Samfylkingin vill bregðast við þessu með því að takast á við brotthvarf með forvörnum og skimun strax í grunnskólum, bjóða persónubundna námskrá fyrir þá sem eru í „áhættuhópum“, auka fjölbreytni í kennslu og áherslu á verklegt nám og verkefnabundið nám. Mikilvægt er að öllum nemendum standi til boða námsráðgjöf og síðar starfsráðgjöf. Auka þarf fjárveitingar til framhaldsskóla og háskóla samhliða aðgerðum sem auka samvinnu, verkaskiptingu og sameiningu háskóla, ef og þegar hún skilar bættu skólastarfi og skynsamlegri nýtingu fjármuna.Áhersla á verk-, tækni- og listnám Lengi hefur verið talað um þörfina fyrir aukið verk- og tækninám, en minna orðið úr raunverulegum breytingum á forgangsröðun og viðhorfum í samfélaginu og skólakerfinu. Samfylkingin hefur mótað aðgerðaáætlun um eflingu verk-, tækni- og listnáms, sem m.a. felur í sér hvatningarátak með kynningu á fjölbreyttum valkostum í slíku námi, markvissa vinnu gegn fordómum í garð þessara greina, aukið vægi þeirra á öllum skólastigum, svo sem með verklegu námi í smiðjum um land allt í samstarfi við atvinnulífið o.m.fl. Samfylkingin vill bæta námslánakerfið, hækka grunnframfærslu námslána og breyta fjórðungi lána í styrk. Samfylkingin er síðan eini flokkurinn sem leggur áherslu á að taka upp að nýju samtímagreiðslur námslána og leysa þar með námsmenn undan þeirri kvöð að þurfa að taka yfirdráttarlán í bönkum meðan þeir bíða eftir útborgun námslána. Sjálfstæðisflokkurinn innleiddi það fyrirkomulag illu heilli fyrir 20 árum og það kostar námsmenn stórar fúlgur á hverju ári, auk þess að fela í sér óeðlilega ríkisaðstoð við fjármálastofnanir.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun