Reimleikar í Reykjavík Kristinn Schram skrifar 12. apríl 2013 07:00 Niðurnídd hús eru í hugum margra birtingarmynd efnahagserfiðleika. Það er því kaldhæðnislegt að einn versti óvinur rótgróinna hverfa í Reykjavík hefur um langt skeið verið fjármagnsbrask og óheft markaðsöfl. Til þessa hafa verið fá meðöl til að taka á vanrækslu húsa nema það óhæfuverk að bera efnalitla út úr þeim. Reyndar leyfa borgaryfirvöld, og jafnvel fjármagnseigendur, sólinni stöku sinnum að skína á grasrótarhreyfingar um stund. Það er þó skammgóður vermir og að lokum fá lögformlegir og sterkefnaðir eigendur draugahúsanna sínu fram: Niðurrif. Sá draugagangur sem ríður húsum í borginni er því kerfislægur og verður ekki kveðinn niður með skammtímaauglýsingabrellum.Endalok „hjallastefnunnar“ í Reykjavík Með nýjum lögum um menningarminjar er hins vegar komin upp gerbreytt staða í húsverndunarmálum þar sem öll hús og mannvirki eldri en 100 ára teljast nú friðuð. Þar með eru loksins komnar forsendur fyrir því að uppbygging eldri hverfa í Reykjavík geti hafist undir nýjum formerkjum. Áður hefur það tíðkast að auðkýfingar kaupi upp gömul hús til að láta þau drabbast niður árum og áratugum saman í von um að þau verði á endanum rifin hópum saman og risaglerhýsi byggð í staðinn. Þeir hafa ekki þurft að bera nokkra ábyrgð á þessum eigum sínum. Þess hafa gömul og gróin hverfi í Reykjavík goldið því að enginn áhugi hefur verið á að endurnýja og bæta gömul og reisuleg hús. Menn hafa séð glerhýsin í hillingum og ólíkt því sem hefur gengið og gerst í flestum öðrum borgum í Evrópu hafa auðkýfingarnir haft hér algjört sjálfdæmi.Getuleysi eða róttækni Engar kröfur hafa verið gerðar til þeirra um að halda húsunum við og tryggja jákvæða nýtingu á þeim. Þannig hafa menn óáreittir getað stundað það sem réttast væri að kalla að kaupa „reiti“ í stað þess að leyfa heiðarlegu fólki að eignast einstök hús og hlúa að þeim. Slíkum reitum hefur svo verið haldið í gíslingu árum og áratugum saman og heilu hverfunum breytt í draugabæi. Talsmenn þessa hafa síðan verið svo ósmekklegir að kvarta undan „hjöllum“ í miðbænum og átt þá við ágæt hús sem hafa lent í klóm eigenda sem vanrækja húsin markvisst í von um að fá að rífa þau. Margir hafa verið andvígir þessu. Heilu stjórnmálaflokkarnir hafa gert þetta að meginmálum sínum. En getuleysið hefur verið algjört og vilja hefur skort til að breyta ástandinu róttækt. Þar hefur engu máli skipt hvort Reykjavíkurlistinn, Sjálfstæðisflokkurinn eða Besti flokkurinn hefur stjórnað Reykjavík. Mestu afrek stjórnmálamanna hafa verið að kaupa nokkur hús dýrum dómum til að koma í veg fyrir niðurrif. En með forystu Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í ríkisstjórn hafa ný lög um menningarminjar nú markað algjör tímamót í húsavernd Íslendinga.Lög í þágu samfélags Hundrað ára reglan breytir öllum forsendum í uppbyggingu í miðbænum. Allmörg hús í miðbæ Reykjavíkur eru á þeim aldri og nú eykst þrýstingurinn á eigendur að nýta húsin í stað þess að rífa þau. Það kann að vera af því minni skyndigróði en afleiðingin verður fegurri og heilbrigðari miðbær með betra mannlífi. Það hættir að vera ávinningur af því að kaupa gömul hús gagngert til niðurrifs. Í stað niðurrifsins er kallað á ábyrga og uppbyggilega nýtingu eignanna. Um það sem mun fylgja í kjölfarið eru mýmörg dæmi frá öðrum Evrópulöndum. Gömul hús munu fá að njóta sín og eftir nokkur ár mun enginn sakna niðurrifsstefnunnar. Með slíkri lagasetningu nær samfélag tökum á umhverfi sínu. Þannig má vinna í þágu samfélagsins en ekki sérhagsmuna þeirra sem fremja myrkraverk í skjóli markaðsfrelsis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Niðurnídd hús eru í hugum margra birtingarmynd efnahagserfiðleika. Það er því kaldhæðnislegt að einn versti óvinur rótgróinna hverfa í Reykjavík hefur um langt skeið verið fjármagnsbrask og óheft markaðsöfl. Til þessa hafa verið fá meðöl til að taka á vanrækslu húsa nema það óhæfuverk að bera efnalitla út úr þeim. Reyndar leyfa borgaryfirvöld, og jafnvel fjármagnseigendur, sólinni stöku sinnum að skína á grasrótarhreyfingar um stund. Það er þó skammgóður vermir og að lokum fá lögformlegir og sterkefnaðir eigendur draugahúsanna sínu fram: Niðurrif. Sá draugagangur sem ríður húsum í borginni er því kerfislægur og verður ekki kveðinn niður með skammtímaauglýsingabrellum.Endalok „hjallastefnunnar“ í Reykjavík Með nýjum lögum um menningarminjar er hins vegar komin upp gerbreytt staða í húsverndunarmálum þar sem öll hús og mannvirki eldri en 100 ára teljast nú friðuð. Þar með eru loksins komnar forsendur fyrir því að uppbygging eldri hverfa í Reykjavík geti hafist undir nýjum formerkjum. Áður hefur það tíðkast að auðkýfingar kaupi upp gömul hús til að láta þau drabbast niður árum og áratugum saman í von um að þau verði á endanum rifin hópum saman og risaglerhýsi byggð í staðinn. Þeir hafa ekki þurft að bera nokkra ábyrgð á þessum eigum sínum. Þess hafa gömul og gróin hverfi í Reykjavík goldið því að enginn áhugi hefur verið á að endurnýja og bæta gömul og reisuleg hús. Menn hafa séð glerhýsin í hillingum og ólíkt því sem hefur gengið og gerst í flestum öðrum borgum í Evrópu hafa auðkýfingarnir haft hér algjört sjálfdæmi.Getuleysi eða róttækni Engar kröfur hafa verið gerðar til þeirra um að halda húsunum við og tryggja jákvæða nýtingu á þeim. Þannig hafa menn óáreittir getað stundað það sem réttast væri að kalla að kaupa „reiti“ í stað þess að leyfa heiðarlegu fólki að eignast einstök hús og hlúa að þeim. Slíkum reitum hefur svo verið haldið í gíslingu árum og áratugum saman og heilu hverfunum breytt í draugabæi. Talsmenn þessa hafa síðan verið svo ósmekklegir að kvarta undan „hjöllum“ í miðbænum og átt þá við ágæt hús sem hafa lent í klóm eigenda sem vanrækja húsin markvisst í von um að fá að rífa þau. Margir hafa verið andvígir þessu. Heilu stjórnmálaflokkarnir hafa gert þetta að meginmálum sínum. En getuleysið hefur verið algjört og vilja hefur skort til að breyta ástandinu róttækt. Þar hefur engu máli skipt hvort Reykjavíkurlistinn, Sjálfstæðisflokkurinn eða Besti flokkurinn hefur stjórnað Reykjavík. Mestu afrek stjórnmálamanna hafa verið að kaupa nokkur hús dýrum dómum til að koma í veg fyrir niðurrif. En með forystu Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í ríkisstjórn hafa ný lög um menningarminjar nú markað algjör tímamót í húsavernd Íslendinga.Lög í þágu samfélags Hundrað ára reglan breytir öllum forsendum í uppbyggingu í miðbænum. Allmörg hús í miðbæ Reykjavíkur eru á þeim aldri og nú eykst þrýstingurinn á eigendur að nýta húsin í stað þess að rífa þau. Það kann að vera af því minni skyndigróði en afleiðingin verður fegurri og heilbrigðari miðbær með betra mannlífi. Það hættir að vera ávinningur af því að kaupa gömul hús gagngert til niðurrifs. Í stað niðurrifsins er kallað á ábyrga og uppbyggilega nýtingu eignanna. Um það sem mun fylgja í kjölfarið eru mýmörg dæmi frá öðrum Evrópulöndum. Gömul hús munu fá að njóta sín og eftir nokkur ár mun enginn sakna niðurrifsstefnunnar. Með slíkri lagasetningu nær samfélag tökum á umhverfi sínu. Þannig má vinna í þágu samfélagsins en ekki sérhagsmuna þeirra sem fremja myrkraverk í skjóli markaðsfrelsis.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar