Reimleikar í Reykjavík Kristinn Schram skrifar 12. apríl 2013 07:00 Niðurnídd hús eru í hugum margra birtingarmynd efnahagserfiðleika. Það er því kaldhæðnislegt að einn versti óvinur rótgróinna hverfa í Reykjavík hefur um langt skeið verið fjármagnsbrask og óheft markaðsöfl. Til þessa hafa verið fá meðöl til að taka á vanrækslu húsa nema það óhæfuverk að bera efnalitla út úr þeim. Reyndar leyfa borgaryfirvöld, og jafnvel fjármagnseigendur, sólinni stöku sinnum að skína á grasrótarhreyfingar um stund. Það er þó skammgóður vermir og að lokum fá lögformlegir og sterkefnaðir eigendur draugahúsanna sínu fram: Niðurrif. Sá draugagangur sem ríður húsum í borginni er því kerfislægur og verður ekki kveðinn niður með skammtímaauglýsingabrellum.Endalok „hjallastefnunnar“ í Reykjavík Með nýjum lögum um menningarminjar er hins vegar komin upp gerbreytt staða í húsverndunarmálum þar sem öll hús og mannvirki eldri en 100 ára teljast nú friðuð. Þar með eru loksins komnar forsendur fyrir því að uppbygging eldri hverfa í Reykjavík geti hafist undir nýjum formerkjum. Áður hefur það tíðkast að auðkýfingar kaupi upp gömul hús til að láta þau drabbast niður árum og áratugum saman í von um að þau verði á endanum rifin hópum saman og risaglerhýsi byggð í staðinn. Þeir hafa ekki þurft að bera nokkra ábyrgð á þessum eigum sínum. Þess hafa gömul og gróin hverfi í Reykjavík goldið því að enginn áhugi hefur verið á að endurnýja og bæta gömul og reisuleg hús. Menn hafa séð glerhýsin í hillingum og ólíkt því sem hefur gengið og gerst í flestum öðrum borgum í Evrópu hafa auðkýfingarnir haft hér algjört sjálfdæmi.Getuleysi eða róttækni Engar kröfur hafa verið gerðar til þeirra um að halda húsunum við og tryggja jákvæða nýtingu á þeim. Þannig hafa menn óáreittir getað stundað það sem réttast væri að kalla að kaupa „reiti“ í stað þess að leyfa heiðarlegu fólki að eignast einstök hús og hlúa að þeim. Slíkum reitum hefur svo verið haldið í gíslingu árum og áratugum saman og heilu hverfunum breytt í draugabæi. Talsmenn þessa hafa síðan verið svo ósmekklegir að kvarta undan „hjöllum“ í miðbænum og átt þá við ágæt hús sem hafa lent í klóm eigenda sem vanrækja húsin markvisst í von um að fá að rífa þau. Margir hafa verið andvígir þessu. Heilu stjórnmálaflokkarnir hafa gert þetta að meginmálum sínum. En getuleysið hefur verið algjört og vilja hefur skort til að breyta ástandinu róttækt. Þar hefur engu máli skipt hvort Reykjavíkurlistinn, Sjálfstæðisflokkurinn eða Besti flokkurinn hefur stjórnað Reykjavík. Mestu afrek stjórnmálamanna hafa verið að kaupa nokkur hús dýrum dómum til að koma í veg fyrir niðurrif. En með forystu Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í ríkisstjórn hafa ný lög um menningarminjar nú markað algjör tímamót í húsavernd Íslendinga.Lög í þágu samfélags Hundrað ára reglan breytir öllum forsendum í uppbyggingu í miðbænum. Allmörg hús í miðbæ Reykjavíkur eru á þeim aldri og nú eykst þrýstingurinn á eigendur að nýta húsin í stað þess að rífa þau. Það kann að vera af því minni skyndigróði en afleiðingin verður fegurri og heilbrigðari miðbær með betra mannlífi. Það hættir að vera ávinningur af því að kaupa gömul hús gagngert til niðurrifs. Í stað niðurrifsins er kallað á ábyrga og uppbyggilega nýtingu eignanna. Um það sem mun fylgja í kjölfarið eru mýmörg dæmi frá öðrum Evrópulöndum. Gömul hús munu fá að njóta sín og eftir nokkur ár mun enginn sakna niðurrifsstefnunnar. Með slíkri lagasetningu nær samfélag tökum á umhverfi sínu. Þannig má vinna í þágu samfélagsins en ekki sérhagsmuna þeirra sem fremja myrkraverk í skjóli markaðsfrelsis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Niðurnídd hús eru í hugum margra birtingarmynd efnahagserfiðleika. Það er því kaldhæðnislegt að einn versti óvinur rótgróinna hverfa í Reykjavík hefur um langt skeið verið fjármagnsbrask og óheft markaðsöfl. Til þessa hafa verið fá meðöl til að taka á vanrækslu húsa nema það óhæfuverk að bera efnalitla út úr þeim. Reyndar leyfa borgaryfirvöld, og jafnvel fjármagnseigendur, sólinni stöku sinnum að skína á grasrótarhreyfingar um stund. Það er þó skammgóður vermir og að lokum fá lögformlegir og sterkefnaðir eigendur draugahúsanna sínu fram: Niðurrif. Sá draugagangur sem ríður húsum í borginni er því kerfislægur og verður ekki kveðinn niður með skammtímaauglýsingabrellum.Endalok „hjallastefnunnar“ í Reykjavík Með nýjum lögum um menningarminjar er hins vegar komin upp gerbreytt staða í húsverndunarmálum þar sem öll hús og mannvirki eldri en 100 ára teljast nú friðuð. Þar með eru loksins komnar forsendur fyrir því að uppbygging eldri hverfa í Reykjavík geti hafist undir nýjum formerkjum. Áður hefur það tíðkast að auðkýfingar kaupi upp gömul hús til að láta þau drabbast niður árum og áratugum saman í von um að þau verði á endanum rifin hópum saman og risaglerhýsi byggð í staðinn. Þeir hafa ekki þurft að bera nokkra ábyrgð á þessum eigum sínum. Þess hafa gömul og gróin hverfi í Reykjavík goldið því að enginn áhugi hefur verið á að endurnýja og bæta gömul og reisuleg hús. Menn hafa séð glerhýsin í hillingum og ólíkt því sem hefur gengið og gerst í flestum öðrum borgum í Evrópu hafa auðkýfingarnir haft hér algjört sjálfdæmi.Getuleysi eða róttækni Engar kröfur hafa verið gerðar til þeirra um að halda húsunum við og tryggja jákvæða nýtingu á þeim. Þannig hafa menn óáreittir getað stundað það sem réttast væri að kalla að kaupa „reiti“ í stað þess að leyfa heiðarlegu fólki að eignast einstök hús og hlúa að þeim. Slíkum reitum hefur svo verið haldið í gíslingu árum og áratugum saman og heilu hverfunum breytt í draugabæi. Talsmenn þessa hafa síðan verið svo ósmekklegir að kvarta undan „hjöllum“ í miðbænum og átt þá við ágæt hús sem hafa lent í klóm eigenda sem vanrækja húsin markvisst í von um að fá að rífa þau. Margir hafa verið andvígir þessu. Heilu stjórnmálaflokkarnir hafa gert þetta að meginmálum sínum. En getuleysið hefur verið algjört og vilja hefur skort til að breyta ástandinu róttækt. Þar hefur engu máli skipt hvort Reykjavíkurlistinn, Sjálfstæðisflokkurinn eða Besti flokkurinn hefur stjórnað Reykjavík. Mestu afrek stjórnmálamanna hafa verið að kaupa nokkur hús dýrum dómum til að koma í veg fyrir niðurrif. En með forystu Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í ríkisstjórn hafa ný lög um menningarminjar nú markað algjör tímamót í húsavernd Íslendinga.Lög í þágu samfélags Hundrað ára reglan breytir öllum forsendum í uppbyggingu í miðbænum. Allmörg hús í miðbæ Reykjavíkur eru á þeim aldri og nú eykst þrýstingurinn á eigendur að nýta húsin í stað þess að rífa þau. Það kann að vera af því minni skyndigróði en afleiðingin verður fegurri og heilbrigðari miðbær með betra mannlífi. Það hættir að vera ávinningur af því að kaupa gömul hús gagngert til niðurrifs. Í stað niðurrifsins er kallað á ábyrga og uppbyggilega nýtingu eignanna. Um það sem mun fylgja í kjölfarið eru mýmörg dæmi frá öðrum Evrópulöndum. Gömul hús munu fá að njóta sín og eftir nokkur ár mun enginn sakna niðurrifsstefnunnar. Með slíkri lagasetningu nær samfélag tökum á umhverfi sínu. Þannig má vinna í þágu samfélagsins en ekki sérhagsmuna þeirra sem fremja myrkraverk í skjóli markaðsfrelsis.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun