Prinsipplaust samfélag Inga Sigrún Atladóttir skrifar 12. apríl 2013 07:00 Öll munum við eftir einelti í barnaskóla og viljum trúa því að það finnist ekki lengur. Nýleg þverfagleg rannsókn sýnir þó að þrátt fyrir vitundarvakningu í skólum undanfarin ár bendir fátt til þess að einelti í íslenskum grunnskólum sé að minnka (Daníel Reynisson, Hjördís Árnadóttir og Sjöfn Kristjánsdóttir, 2012). Þegar ég var í grunnskóla var menning okkar barnanna lituð af hræðslu við einelti. Þannig var það í flestum skólum og er kannski enn þá. Við vildum ekki gera neitt sem gat reitt ákveðna einstaklinga til reiði. Við reyndum að láta ekki á okkur bera og pössuðum að skara ekki fram úr til að auka ekki möguleikana á áreiti og stríðni.Sérhagsmunir og tengsl Það var gott að losna úr þessu umhverfi og koma í heim þeirra fullorðnu þar sem ég hélt að ríktu önnur lögmál. Um tvítugt vann ég eitt sumar á skrifstofu Hraðfrystihúss Eskifjarðar. Þar var mér sagt að ef ég ætlaði að komast áfram í lífinu þyrfti ég að ganga í Sjálfstæðisflokkinn. Það gerði allt skynsamt ungt fólk. Það var rétt, á Eskifirði réð Hraðfrystihúsið hverjir bjuggu á staðnum, hvaða fyrirtæki lifðu og hver dóu og hvaða stjórnmálaskoðanir fólkið hafði. Það var allavega mín upplifun. Ég var kosin í sveitarstjórn Voga 2006 og sem oddviti minnihlutans taldi ég mig hafa góð tök á því að vinna að hagsmunum fjöldans innan kerfisins. Þá upplifði ég sömu menningu og í barnaskóla, ákvarðanir eru teknar áður en allir kjörnir fulltrúar koma að borðinu, í krafti sérhagsmuna og tengsla voru sumir alltaf sterkari en aðrir. Málefnaleg sjónarmið og gagnrýnin hugsun fengu ekki það vægi sem ég hélt að væri eðlilegt. Eftir kosningarnar 2010 var ég sá bæjarfulltrúi sem hafði flest atkvæði á bak við mig. Ég var í meirihluta og varð forseti bæjarstjórnar. Þá hélt ég mig hafa gott svigrúm til að koma hagsmunum almennings á framfæri. Í viðureigninni við stórfyrirtæki og hagsmunafélög komst ég að raun um að í íslensku samfélagi eru stjórnmálamenn aðeins peð í taflinu. Völd þeirra eru alls ekki eins mikil og ætla mætti. Afl þeirra til að koma fram sjónarmiðum almennings eru ekki alltaf mikil þrátt fyrir allt. Ég var komin í stöðu þess sem þarf að þóknast þeim sem sterkari eru, gæta þess að berjast ekki of harkalega og samþykkja að niðurstaða fámennra klíka sé kallað víðtækt samráð. Þetta er það prinsipplausa samfélag sem Styrmir Gunnarsson lýsir svo eftirminnilega. Þetta er hegðun sem við lærum í skólakerfinu og henni er viðhaldið alls staðar í samfélaginu. Það er eingöngu og aðeins vegna þess að við þorum ekki að ráðast gegn því, viljum ekki vera með vesen, vera óvinsæl, lenda í einelti, stríðni eða rógburði. Við viljum ekki vera frek og leiðinleg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Öll munum við eftir einelti í barnaskóla og viljum trúa því að það finnist ekki lengur. Nýleg þverfagleg rannsókn sýnir þó að þrátt fyrir vitundarvakningu í skólum undanfarin ár bendir fátt til þess að einelti í íslenskum grunnskólum sé að minnka (Daníel Reynisson, Hjördís Árnadóttir og Sjöfn Kristjánsdóttir, 2012). Þegar ég var í grunnskóla var menning okkar barnanna lituð af hræðslu við einelti. Þannig var það í flestum skólum og er kannski enn þá. Við vildum ekki gera neitt sem gat reitt ákveðna einstaklinga til reiði. Við reyndum að láta ekki á okkur bera og pössuðum að skara ekki fram úr til að auka ekki möguleikana á áreiti og stríðni.Sérhagsmunir og tengsl Það var gott að losna úr þessu umhverfi og koma í heim þeirra fullorðnu þar sem ég hélt að ríktu önnur lögmál. Um tvítugt vann ég eitt sumar á skrifstofu Hraðfrystihúss Eskifjarðar. Þar var mér sagt að ef ég ætlaði að komast áfram í lífinu þyrfti ég að ganga í Sjálfstæðisflokkinn. Það gerði allt skynsamt ungt fólk. Það var rétt, á Eskifirði réð Hraðfrystihúsið hverjir bjuggu á staðnum, hvaða fyrirtæki lifðu og hver dóu og hvaða stjórnmálaskoðanir fólkið hafði. Það var allavega mín upplifun. Ég var kosin í sveitarstjórn Voga 2006 og sem oddviti minnihlutans taldi ég mig hafa góð tök á því að vinna að hagsmunum fjöldans innan kerfisins. Þá upplifði ég sömu menningu og í barnaskóla, ákvarðanir eru teknar áður en allir kjörnir fulltrúar koma að borðinu, í krafti sérhagsmuna og tengsla voru sumir alltaf sterkari en aðrir. Málefnaleg sjónarmið og gagnrýnin hugsun fengu ekki það vægi sem ég hélt að væri eðlilegt. Eftir kosningarnar 2010 var ég sá bæjarfulltrúi sem hafði flest atkvæði á bak við mig. Ég var í meirihluta og varð forseti bæjarstjórnar. Þá hélt ég mig hafa gott svigrúm til að koma hagsmunum almennings á framfæri. Í viðureigninni við stórfyrirtæki og hagsmunafélög komst ég að raun um að í íslensku samfélagi eru stjórnmálamenn aðeins peð í taflinu. Völd þeirra eru alls ekki eins mikil og ætla mætti. Afl þeirra til að koma fram sjónarmiðum almennings eru ekki alltaf mikil þrátt fyrir allt. Ég var komin í stöðu þess sem þarf að þóknast þeim sem sterkari eru, gæta þess að berjast ekki of harkalega og samþykkja að niðurstaða fámennra klíka sé kallað víðtækt samráð. Þetta er það prinsipplausa samfélag sem Styrmir Gunnarsson lýsir svo eftirminnilega. Þetta er hegðun sem við lærum í skólakerfinu og henni er viðhaldið alls staðar í samfélaginu. Það er eingöngu og aðeins vegna þess að við þorum ekki að ráðast gegn því, viljum ekki vera með vesen, vera óvinsæl, lenda í einelti, stríðni eða rógburði. Við viljum ekki vera frek og leiðinleg.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun