Aftur í úrvalsflokk! Elín Hirst skrifar 13. apríl 2013 07:00 Öflugt heilbrigðiskerfi var stolt okkar Íslendinga um árabil og við gátum státað af því að vera með eitt besta heilbrigðiskerfi í heimi. Margar þjóðir öfunduðu okkur af þessu. Íslenska heilbrigðiskerfið var eitt af því sem veitti borgurum þessa lands hvað mest öryggi. Þegar einhver varð veikur, ég tala nú ekki um einhver nákominn, var dásamlegt að lifa í landi þar sem maður gat verið fullviss um að alltaf var til staðar; færasta fólkið, bestu tækin og besti aðbúnaður sem þekktist. Þetta voru einhver mestu lífsgæði sem hugsast gátu og það var gott að vera Íslendingur með íslenska heilbrigðiskerfið að bakhjarli. En nú eru því miður breyttir tímar. Ástæðan er ekki hvað síst röng forgangsröðun stjórnvalda undanfarin fjögur ár sem hafa eytt ógrynni fjár í ESB-umsókn sem fæstir vilja, nýja stjórnarskrá frá grunni sem sannarlega er ekki þörf á, eða að taka rangar ákvarðanir við björgun fallinna fjármálastofnana eins og SpKef og fleira mætti tiltaka um ranga forgangsröð. Heilbrigði og menntun eru grunnstoðir þjóðfélags okkar, um það held ég að flestir Íslendingar séu sammála hvar sem þeir standa í pólitík. Hins vegar er nú svo komið að búið er að skera heilbrigðiskerfið inn að beini, starfsfólk í heilbrigðisgeiranum hefur tekið á sig stóraukið álag til að reyna halda fyrri gæðum, en auðvitað er það engan veginn hægt. Í ofanálag eru það ekki bara tæki Landspítalans sem eru úr sér gengin mörg hver, heldur eru húsnæðismál spítalans líka algerlega óviðunandi.Forgangsraða þarf rétt Á fundi sem samtök lækna héldu nýlega hélt Sigurður Guðmundsson, yfirlæknir og prófessor við læknadeild HÍ, afar fróðlegt erindi. Sigurður er mjög áhyggjufullur yfir stöðu heilbrigðismála í landinu, og vert að taka fullt mark á aðvörunum hans. Hann segist heldur ekki skilja hvernig stjórnvöld eigi peninga til að bjarga fjármálastofnunum eins og SpKef og Sjóvá, sem sagt sé að hafi kostað fimmtíu milljarða. Það sé ekki fjarri þeirri upphæð sem áætlað er að þurfti til að byggja nýjan spítala. Hvort vegi þyngra öflugt heilbrigðiskerfi eða framtíð SpKef og Sjóvár? Sigurður bætti við að einn samferðamaður sinn hefði sagt hvort ekki væri rétt að breyta skammstöfun Landspítala – háskólasjúkrahúss úr LSH í LMH, Landspítala – myglusjúkrahús, vegna myglunnar sem fundist hefur í húsnæði Landspítalans og hefur valdið starfsfólki og öðrum heilsutjóni. Auðvitað var þetta gráglettni, en undirtónninn er grafalvarlegur. Við Íslendingar erum sem betur fer þannig skapi farnir að við gefumst ekki upp. Fram undan er mikið uppbyggingarstarf innan heilbrigðiskerfisins. Fyrst þarf að efla atvinnulífið til þess að við getum veitt fólkinu okkar þá bestu velferð sem völ er á. Síðan er að forgangsraða rétt. Við sættum okkur ekki við neitt minna en úrvalsheilbrigðiskerfi og ef Sjálfstæðisflokkurinn á aðild að næstu ríkisstjórn mun það verða sett á oddinn að endurheimta þann gæðastimpil sem íslensku heilbrigðiskerfi ber. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Öflugt heilbrigðiskerfi var stolt okkar Íslendinga um árabil og við gátum státað af því að vera með eitt besta heilbrigðiskerfi í heimi. Margar þjóðir öfunduðu okkur af þessu. Íslenska heilbrigðiskerfið var eitt af því sem veitti borgurum þessa lands hvað mest öryggi. Þegar einhver varð veikur, ég tala nú ekki um einhver nákominn, var dásamlegt að lifa í landi þar sem maður gat verið fullviss um að alltaf var til staðar; færasta fólkið, bestu tækin og besti aðbúnaður sem þekktist. Þetta voru einhver mestu lífsgæði sem hugsast gátu og það var gott að vera Íslendingur með íslenska heilbrigðiskerfið að bakhjarli. En nú eru því miður breyttir tímar. Ástæðan er ekki hvað síst röng forgangsröðun stjórnvalda undanfarin fjögur ár sem hafa eytt ógrynni fjár í ESB-umsókn sem fæstir vilja, nýja stjórnarskrá frá grunni sem sannarlega er ekki þörf á, eða að taka rangar ákvarðanir við björgun fallinna fjármálastofnana eins og SpKef og fleira mætti tiltaka um ranga forgangsröð. Heilbrigði og menntun eru grunnstoðir þjóðfélags okkar, um það held ég að flestir Íslendingar séu sammála hvar sem þeir standa í pólitík. Hins vegar er nú svo komið að búið er að skera heilbrigðiskerfið inn að beini, starfsfólk í heilbrigðisgeiranum hefur tekið á sig stóraukið álag til að reyna halda fyrri gæðum, en auðvitað er það engan veginn hægt. Í ofanálag eru það ekki bara tæki Landspítalans sem eru úr sér gengin mörg hver, heldur eru húsnæðismál spítalans líka algerlega óviðunandi.Forgangsraða þarf rétt Á fundi sem samtök lækna héldu nýlega hélt Sigurður Guðmundsson, yfirlæknir og prófessor við læknadeild HÍ, afar fróðlegt erindi. Sigurður er mjög áhyggjufullur yfir stöðu heilbrigðismála í landinu, og vert að taka fullt mark á aðvörunum hans. Hann segist heldur ekki skilja hvernig stjórnvöld eigi peninga til að bjarga fjármálastofnunum eins og SpKef og Sjóvá, sem sagt sé að hafi kostað fimmtíu milljarða. Það sé ekki fjarri þeirri upphæð sem áætlað er að þurfti til að byggja nýjan spítala. Hvort vegi þyngra öflugt heilbrigðiskerfi eða framtíð SpKef og Sjóvár? Sigurður bætti við að einn samferðamaður sinn hefði sagt hvort ekki væri rétt að breyta skammstöfun Landspítala – háskólasjúkrahúss úr LSH í LMH, Landspítala – myglusjúkrahús, vegna myglunnar sem fundist hefur í húsnæði Landspítalans og hefur valdið starfsfólki og öðrum heilsutjóni. Auðvitað var þetta gráglettni, en undirtónninn er grafalvarlegur. Við Íslendingar erum sem betur fer þannig skapi farnir að við gefumst ekki upp. Fram undan er mikið uppbyggingarstarf innan heilbrigðiskerfisins. Fyrst þarf að efla atvinnulífið til þess að við getum veitt fólkinu okkar þá bestu velferð sem völ er á. Síðan er að forgangsraða rétt. Við sættum okkur ekki við neitt minna en úrvalsheilbrigðiskerfi og ef Sjálfstæðisflokkurinn á aðild að næstu ríkisstjórn mun það verða sett á oddinn að endurheimta þann gæðastimpil sem íslensku heilbrigðiskerfi ber.
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar