Lottó eða lausnir? Rannveig Guðmundsdóttir skrifar 13. apríl 2013 07:00 Ég skil vel að fólk langi í leiðréttingu á lánum sínum. Venjulegt fólk sem rasaði ekki um ráð fram og ber ekki ábyrgð á hruninu vill fá sárabætur. En sársaukafull staðreynd er að hvergi í heiminum hefur verið hægt að borga íbúum í kreppu til baka það sem glataðist. Okkar vandi er verri en annars staðar af því að veikur gjaldmiðillinn féll um helming. Þegar við bætist að Íslendingar borga skuldir í verðtryggðu meðan launin eru það ekki verður ástandið eins og við þekkjum öll. Þess vegna leggur Samfylkingin ofurkapp á aðild að ESB og að taka upp evru. Það er eina tryggingin til að laun, skuldir og útgjöld verði í einum og sama gjaldmiðli. En Samfylkingin ætlar ekki að fara eitt eða neitt með fólk gegn vilja þess. Samfylkingin leggur allt kapp á að ná góðum samningi við ESB og sá samningur verður lagður fyrir þjóðina í allsherjaratkvæðagreiðslu. Þjóðin ræður en stjórnmálamenn vinna verkið í hendur henni. Á þá ESB að lækna allt en ekki fyrr en eftir mörg ár. Hvað með þá sem þurfa bætta stöðu núna? Er hægt að uppfylla drauma? Er sanngjarnt að lækka skuldir allra um tugi prósenta og á að gera það í landi sem enn á í miklum efnahagslegum erfiðleikum? Kosningaloforð Framsóknar um að lækka skuldir almennings um 20% byggja á að ná nokkur hundruð milljörðum frá kröfuhöfum gömlu bankanna og greiða niður höfuðstól lána heimilanna. Þessir peningar eru ekki í hendi og umdeilt ef þeir nást hvort þetta sé rétt leið. Auk þessa trúir fólk að það eigi að afnema verðtryggingu afturvirkt en það á auðvitað ekki að gera heldur hætta að veita ný verðtryggð lán. Miðað við að 40% tekjuhæstu hópanna í landinu eru skráð með hærri veð en tekjur má búast við að svona niðurfelling fari beint út í neyslu og verðbólgan éti ávinning heimilanna. Það er erfitt að hlusta á boðskap um svona töfralausnir þegar verðbólgan sjálf er aðalvandamálið. Hvað ætlar Samfylkingin að gera? Boðar Samfylkingin bara aðild að ESB og upptöku evru en engar aðrar lausnir? Samfylkingin vill bæta hag barnafjölskyldna með sanngjörnum og beinskeyttum ráðstöfunum, sem gagnast mest þeim sem eru í brýnni þörf, og setur markmið sín fram í þremur liðum: 1. Bankarnir fjármagni sanngjarna lækkun skulda þeirra sem keyptu á versta tíma fyrir hrun. Afskriftir fylgi áfram gegnsæjum leikreglum! 2. Viðskiptavinir Íbúðalánasjóðs og þeir sem eru með lánsveð njóti sömu úrræða og aðrir hafa getað nýtt sér á síðustu árum. 3. Ljúka þarf viðræðum við ESB til að fá stöðugan gjaldmiðil til að lækka vexti og matarverð og verja heimilin fyrir verðbólgu og efnahagsbólum. Ég hvet fólk til að skoða afleiðingar innihaldslítilla kosningaloforða gegnum tíðina og velja flokka og fólk sem boða úrlausnir með yfirvegun og setja þá sem mest þurfa á því að halda í forgang. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Ég skil vel að fólk langi í leiðréttingu á lánum sínum. Venjulegt fólk sem rasaði ekki um ráð fram og ber ekki ábyrgð á hruninu vill fá sárabætur. En sársaukafull staðreynd er að hvergi í heiminum hefur verið hægt að borga íbúum í kreppu til baka það sem glataðist. Okkar vandi er verri en annars staðar af því að veikur gjaldmiðillinn féll um helming. Þegar við bætist að Íslendingar borga skuldir í verðtryggðu meðan launin eru það ekki verður ástandið eins og við þekkjum öll. Þess vegna leggur Samfylkingin ofurkapp á aðild að ESB og að taka upp evru. Það er eina tryggingin til að laun, skuldir og útgjöld verði í einum og sama gjaldmiðli. En Samfylkingin ætlar ekki að fara eitt eða neitt með fólk gegn vilja þess. Samfylkingin leggur allt kapp á að ná góðum samningi við ESB og sá samningur verður lagður fyrir þjóðina í allsherjaratkvæðagreiðslu. Þjóðin ræður en stjórnmálamenn vinna verkið í hendur henni. Á þá ESB að lækna allt en ekki fyrr en eftir mörg ár. Hvað með þá sem þurfa bætta stöðu núna? Er hægt að uppfylla drauma? Er sanngjarnt að lækka skuldir allra um tugi prósenta og á að gera það í landi sem enn á í miklum efnahagslegum erfiðleikum? Kosningaloforð Framsóknar um að lækka skuldir almennings um 20% byggja á að ná nokkur hundruð milljörðum frá kröfuhöfum gömlu bankanna og greiða niður höfuðstól lána heimilanna. Þessir peningar eru ekki í hendi og umdeilt ef þeir nást hvort þetta sé rétt leið. Auk þessa trúir fólk að það eigi að afnema verðtryggingu afturvirkt en það á auðvitað ekki að gera heldur hætta að veita ný verðtryggð lán. Miðað við að 40% tekjuhæstu hópanna í landinu eru skráð með hærri veð en tekjur má búast við að svona niðurfelling fari beint út í neyslu og verðbólgan éti ávinning heimilanna. Það er erfitt að hlusta á boðskap um svona töfralausnir þegar verðbólgan sjálf er aðalvandamálið. Hvað ætlar Samfylkingin að gera? Boðar Samfylkingin bara aðild að ESB og upptöku evru en engar aðrar lausnir? Samfylkingin vill bæta hag barnafjölskyldna með sanngjörnum og beinskeyttum ráðstöfunum, sem gagnast mest þeim sem eru í brýnni þörf, og setur markmið sín fram í þremur liðum: 1. Bankarnir fjármagni sanngjarna lækkun skulda þeirra sem keyptu á versta tíma fyrir hrun. Afskriftir fylgi áfram gegnsæjum leikreglum! 2. Viðskiptavinir Íbúðalánasjóðs og þeir sem eru með lánsveð njóti sömu úrræða og aðrir hafa getað nýtt sér á síðustu árum. 3. Ljúka þarf viðræðum við ESB til að fá stöðugan gjaldmiðil til að lækka vexti og matarverð og verja heimilin fyrir verðbólgu og efnahagsbólum. Ég hvet fólk til að skoða afleiðingar innihaldslítilla kosningaloforða gegnum tíðina og velja flokka og fólk sem boða úrlausnir með yfirvegun og setja þá sem mest þurfa á því að halda í forgang.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun