Þegar Framsókn og Sjálfstæðisflokkur einkavæddu vatnið Katrín Júlíusdóttir skrifar 16. apríl 2013 12:00 Þegar jafnaðarmenn komu að eftir valdatíð Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks blasti við ófögur staða í auðlindamálum. Heitt og kalt grunnvatn í iðrum jarðar hafði verið sett í einkaeign árið 1998, yfirborðsvatnið okkar hafði verið einkavætt með alræmdum nýjum vatnalögum árið 2006, aðgengi að fiskveiðiauðlindinni var úthlutað án endurgjalds til þjóðarinnar á meðan handhafar veiðiheimilda innheimtu sjálfir veiðigjöld og ríkisstjórnin hafði selt jarðvarmaauðlindirnir á Reykjanesi, sem voru komnar í einkaeigu félags undir FL Group. REI-málið staðfesti síðan að þessir flokkar ætluðu að ganga enn lengra í þágu sérhagsmuna gegn almannahagsmunum í auðlindamálum. Alræmd einkavæðingarlög Fyrsta verk okkar jafnaðarmanna var að koma í gegn lögum sem bönnuðu sölu auðlinda úr opinberri eigu og til einkaaðila. Í framhaldi af því komust svo hinar mikilvægu jarðvarmaauðlindir á Reykjanesi í eigu ríkisins. Sem iðnaðarráðherra beitti ég mér fyrir því að afnema hin alræmdu einkavæðingarlög um yfirborðsvatnið og styrkja um leið almannaréttinn í gildandi vatnalögum. Við höfum líka tryggt þjóðinni eðlilega hlutdeild í þeim mikla arði sem til verður vegna verðmætis sjávarútvegsauðlindar okkar. Heildstæð auðlindastefna byggir á því að auðlindirnar sjálfar skuli vera í eigu eða umsjón þjóðarinnar og hún fái sanngjarnan hluta þess auðlindaarðs sem til verður vegna úthlutunar tímabundinna sérleyfa til nýtingar. Alþjóðlegir aðilar á borð við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn hafa hvatt ríki til að innheimta hluta auðlindarentu, því slíkt getur skapað miklar tekjur sem gera viðkomandi ríkjum kleift að lækka aðrar álögur eða efla innviði. Þá hefur slíkt tilkall miklu minni neikvæð áhrif á hvata til fjárfestingar og uppbyggingar en hefðbundnir skattar og gjöld. Næsta verkefni er að gera langþráð stjórnarskrárákvæði um þjóðareign á auðlindum að veruleika og nýta til þess þá samstöðu sem náðist um breytingarákvæði í stjórnarskrá. Þjóðin á að krefja öll framboð um afdráttarlaus svör við því hvort þau hyggist standa að því hagsmunamáli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Júlíusdóttir Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Þegar jafnaðarmenn komu að eftir valdatíð Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks blasti við ófögur staða í auðlindamálum. Heitt og kalt grunnvatn í iðrum jarðar hafði verið sett í einkaeign árið 1998, yfirborðsvatnið okkar hafði verið einkavætt með alræmdum nýjum vatnalögum árið 2006, aðgengi að fiskveiðiauðlindinni var úthlutað án endurgjalds til þjóðarinnar á meðan handhafar veiðiheimilda innheimtu sjálfir veiðigjöld og ríkisstjórnin hafði selt jarðvarmaauðlindirnir á Reykjanesi, sem voru komnar í einkaeigu félags undir FL Group. REI-málið staðfesti síðan að þessir flokkar ætluðu að ganga enn lengra í þágu sérhagsmuna gegn almannahagsmunum í auðlindamálum. Alræmd einkavæðingarlög Fyrsta verk okkar jafnaðarmanna var að koma í gegn lögum sem bönnuðu sölu auðlinda úr opinberri eigu og til einkaaðila. Í framhaldi af því komust svo hinar mikilvægu jarðvarmaauðlindir á Reykjanesi í eigu ríkisins. Sem iðnaðarráðherra beitti ég mér fyrir því að afnema hin alræmdu einkavæðingarlög um yfirborðsvatnið og styrkja um leið almannaréttinn í gildandi vatnalögum. Við höfum líka tryggt þjóðinni eðlilega hlutdeild í þeim mikla arði sem til verður vegna verðmætis sjávarútvegsauðlindar okkar. Heildstæð auðlindastefna byggir á því að auðlindirnar sjálfar skuli vera í eigu eða umsjón þjóðarinnar og hún fái sanngjarnan hluta þess auðlindaarðs sem til verður vegna úthlutunar tímabundinna sérleyfa til nýtingar. Alþjóðlegir aðilar á borð við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn hafa hvatt ríki til að innheimta hluta auðlindarentu, því slíkt getur skapað miklar tekjur sem gera viðkomandi ríkjum kleift að lækka aðrar álögur eða efla innviði. Þá hefur slíkt tilkall miklu minni neikvæð áhrif á hvata til fjárfestingar og uppbyggingar en hefðbundnir skattar og gjöld. Næsta verkefni er að gera langþráð stjórnarskrárákvæði um þjóðareign á auðlindum að veruleika og nýta til þess þá samstöðu sem náðist um breytingarákvæði í stjórnarskrá. Þjóðin á að krefja öll framboð um afdráttarlaus svör við því hvort þau hyggist standa að því hagsmunamáli.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun