Bjarki hvílir ristina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. maí 2013 06:30 Leiðir Bjarka Más og uppeldisfélags hans HK skildi í fullkominni sátt. Fréttablaðið/Daníel „Ég er mættur til Þýskalands,“ voru fyrstu orð handknattleikskappans Bjarka Más Elíssonar í samtali við Fréttablaðið í gær. Bjarki Már nýtti sér á dögunum uppsagnarákvæði í samningi sínum við HK og er laus allra mála. „Ég er samt bara á leiðinni á úrslitahelgina í Meistaradeildinni,“ sagði Bjarki Már léttur en óvissa ríkir um hvar hornamaðurinn mun leika á næstu leiktíð. „Ég stefni á að spila erlendis, það er bara þannig. Hvert ég fer veit ég ekki sem stendur,“ segir Bjarki Már. Hann viðurkennir þó að hann sé að velta einu erlendu félagi fyrir sér en geti ekki gefið upp hvert það er sem stendur. Bjarka Má stóð til boða að ganga í raðir rússneska félagsins Medvedi í vor en ekkert varð af félagaskiptunum vegna fjárhagsvandræða hjá Medvedi. „Það fór aldrei opinberlega af borðinu en umboðsmanninum mínum líst ekki vel á ástandið hjá þeim,“ segir Bjarki. Íslenska landsliðið mætir Hvíta-Rússlandi og Rúmeníu í júní. Bjarki Már verður ekki með landsliðinu þar sem hann er að reyna að ná sér góðum af meiðslum á ristum. Meiðslin voru að plaga hann í vetur en Bjarki Már segir ástæðuna þá að hann sé með óvenjulega háar ristar. „Í samráði við landsliðsþjálfarann verð ég ekki með að þessu sinni,“ segir Bjarki. Ákvörðunin hafi verið sameiginleg hjá þeim Aroni Kristjánssyni landsliðsþjálfara, sem hefur skilning á meiðslum hornamannsins. Bjarki Már sleikir sólina í Þýskalandi næstu daga og tók að sér að vera lukkudýr fyrir fulltrúa Íslands í Köln um helgina. Þar verða Aron Pálmarsson og Guðjón Valur Sigurðsson í eldlínunni með Kiel og Þórir Ólafsson í hægra horninu hjá Kielce. Liðin mætast einmitt í undanúrslitum á morgun. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Bjarki Már undir smásjánni hjá Medvedi Bjarki Már Elísson, leikmaður HK og landsliðsmaður í handbolta, er undir smásjánni hjá Rússneska stórliðinu Chekhovskiye Medvedi sem mætir einmitt Íslendingaliðinu Kiel í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í handbolta. Þetta kom fram hjá Herði Magnússyni í kvöldfréttum Stöðvar 2. 1. mars 2013 18:45 Bjarki Már hættur hjá HK Handknattleiksmaðurinn Bjarki Már Elísson hefur nýtt sér uppsagnarákvæði í samningi við sínum hjá HK og er hættur hjá félaginu. 28. maí 2013 17:08 Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn Sjá meira
„Ég er mættur til Þýskalands,“ voru fyrstu orð handknattleikskappans Bjarka Más Elíssonar í samtali við Fréttablaðið í gær. Bjarki Már nýtti sér á dögunum uppsagnarákvæði í samningi sínum við HK og er laus allra mála. „Ég er samt bara á leiðinni á úrslitahelgina í Meistaradeildinni,“ sagði Bjarki Már léttur en óvissa ríkir um hvar hornamaðurinn mun leika á næstu leiktíð. „Ég stefni á að spila erlendis, það er bara þannig. Hvert ég fer veit ég ekki sem stendur,“ segir Bjarki Már. Hann viðurkennir þó að hann sé að velta einu erlendu félagi fyrir sér en geti ekki gefið upp hvert það er sem stendur. Bjarka Má stóð til boða að ganga í raðir rússneska félagsins Medvedi í vor en ekkert varð af félagaskiptunum vegna fjárhagsvandræða hjá Medvedi. „Það fór aldrei opinberlega af borðinu en umboðsmanninum mínum líst ekki vel á ástandið hjá þeim,“ segir Bjarki. Íslenska landsliðið mætir Hvíta-Rússlandi og Rúmeníu í júní. Bjarki Már verður ekki með landsliðinu þar sem hann er að reyna að ná sér góðum af meiðslum á ristum. Meiðslin voru að plaga hann í vetur en Bjarki Már segir ástæðuna þá að hann sé með óvenjulega háar ristar. „Í samráði við landsliðsþjálfarann verð ég ekki með að þessu sinni,“ segir Bjarki. Ákvörðunin hafi verið sameiginleg hjá þeim Aroni Kristjánssyni landsliðsþjálfara, sem hefur skilning á meiðslum hornamannsins. Bjarki Már sleikir sólina í Þýskalandi næstu daga og tók að sér að vera lukkudýr fyrir fulltrúa Íslands í Köln um helgina. Þar verða Aron Pálmarsson og Guðjón Valur Sigurðsson í eldlínunni með Kiel og Þórir Ólafsson í hægra horninu hjá Kielce. Liðin mætast einmitt í undanúrslitum á morgun.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Bjarki Már undir smásjánni hjá Medvedi Bjarki Már Elísson, leikmaður HK og landsliðsmaður í handbolta, er undir smásjánni hjá Rússneska stórliðinu Chekhovskiye Medvedi sem mætir einmitt Íslendingaliðinu Kiel í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í handbolta. Þetta kom fram hjá Herði Magnússyni í kvöldfréttum Stöðvar 2. 1. mars 2013 18:45 Bjarki Már hættur hjá HK Handknattleiksmaðurinn Bjarki Már Elísson hefur nýtt sér uppsagnarákvæði í samningi við sínum hjá HK og er hættur hjá félaginu. 28. maí 2013 17:08 Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn Sjá meira
Bjarki Már undir smásjánni hjá Medvedi Bjarki Már Elísson, leikmaður HK og landsliðsmaður í handbolta, er undir smásjánni hjá Rússneska stórliðinu Chekhovskiye Medvedi sem mætir einmitt Íslendingaliðinu Kiel í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í handbolta. Þetta kom fram hjá Herði Magnússyni í kvöldfréttum Stöðvar 2. 1. mars 2013 18:45
Bjarki Már hættur hjá HK Handknattleiksmaðurinn Bjarki Már Elísson hefur nýtt sér uppsagnarákvæði í samningi við sínum hjá HK og er hættur hjá félaginu. 28. maí 2013 17:08