Bjarki hvílir ristina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. maí 2013 06:30 Leiðir Bjarka Más og uppeldisfélags hans HK skildi í fullkominni sátt. Fréttablaðið/Daníel „Ég er mættur til Þýskalands,“ voru fyrstu orð handknattleikskappans Bjarka Más Elíssonar í samtali við Fréttablaðið í gær. Bjarki Már nýtti sér á dögunum uppsagnarákvæði í samningi sínum við HK og er laus allra mála. „Ég er samt bara á leiðinni á úrslitahelgina í Meistaradeildinni,“ sagði Bjarki Már léttur en óvissa ríkir um hvar hornamaðurinn mun leika á næstu leiktíð. „Ég stefni á að spila erlendis, það er bara þannig. Hvert ég fer veit ég ekki sem stendur,“ segir Bjarki Már. Hann viðurkennir þó að hann sé að velta einu erlendu félagi fyrir sér en geti ekki gefið upp hvert það er sem stendur. Bjarka Má stóð til boða að ganga í raðir rússneska félagsins Medvedi í vor en ekkert varð af félagaskiptunum vegna fjárhagsvandræða hjá Medvedi. „Það fór aldrei opinberlega af borðinu en umboðsmanninum mínum líst ekki vel á ástandið hjá þeim,“ segir Bjarki. Íslenska landsliðið mætir Hvíta-Rússlandi og Rúmeníu í júní. Bjarki Már verður ekki með landsliðinu þar sem hann er að reyna að ná sér góðum af meiðslum á ristum. Meiðslin voru að plaga hann í vetur en Bjarki Már segir ástæðuna þá að hann sé með óvenjulega háar ristar. „Í samráði við landsliðsþjálfarann verð ég ekki með að þessu sinni,“ segir Bjarki. Ákvörðunin hafi verið sameiginleg hjá þeim Aroni Kristjánssyni landsliðsþjálfara, sem hefur skilning á meiðslum hornamannsins. Bjarki Már sleikir sólina í Þýskalandi næstu daga og tók að sér að vera lukkudýr fyrir fulltrúa Íslands í Köln um helgina. Þar verða Aron Pálmarsson og Guðjón Valur Sigurðsson í eldlínunni með Kiel og Þórir Ólafsson í hægra horninu hjá Kielce. Liðin mætast einmitt í undanúrslitum á morgun. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Bjarki Már undir smásjánni hjá Medvedi Bjarki Már Elísson, leikmaður HK og landsliðsmaður í handbolta, er undir smásjánni hjá Rússneska stórliðinu Chekhovskiye Medvedi sem mætir einmitt Íslendingaliðinu Kiel í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í handbolta. Þetta kom fram hjá Herði Magnússyni í kvöldfréttum Stöðvar 2. 1. mars 2013 18:45 Bjarki Már hættur hjá HK Handknattleiksmaðurinn Bjarki Már Elísson hefur nýtt sér uppsagnarákvæði í samningi við sínum hjá HK og er hættur hjá félaginu. 28. maí 2013 17:08 Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Sport Fleiri fréttir Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Sjá meira
„Ég er mættur til Þýskalands,“ voru fyrstu orð handknattleikskappans Bjarka Más Elíssonar í samtali við Fréttablaðið í gær. Bjarki Már nýtti sér á dögunum uppsagnarákvæði í samningi sínum við HK og er laus allra mála. „Ég er samt bara á leiðinni á úrslitahelgina í Meistaradeildinni,“ sagði Bjarki Már léttur en óvissa ríkir um hvar hornamaðurinn mun leika á næstu leiktíð. „Ég stefni á að spila erlendis, það er bara þannig. Hvert ég fer veit ég ekki sem stendur,“ segir Bjarki Már. Hann viðurkennir þó að hann sé að velta einu erlendu félagi fyrir sér en geti ekki gefið upp hvert það er sem stendur. Bjarka Má stóð til boða að ganga í raðir rússneska félagsins Medvedi í vor en ekkert varð af félagaskiptunum vegna fjárhagsvandræða hjá Medvedi. „Það fór aldrei opinberlega af borðinu en umboðsmanninum mínum líst ekki vel á ástandið hjá þeim,“ segir Bjarki. Íslenska landsliðið mætir Hvíta-Rússlandi og Rúmeníu í júní. Bjarki Már verður ekki með landsliðinu þar sem hann er að reyna að ná sér góðum af meiðslum á ristum. Meiðslin voru að plaga hann í vetur en Bjarki Már segir ástæðuna þá að hann sé með óvenjulega háar ristar. „Í samráði við landsliðsþjálfarann verð ég ekki með að þessu sinni,“ segir Bjarki. Ákvörðunin hafi verið sameiginleg hjá þeim Aroni Kristjánssyni landsliðsþjálfara, sem hefur skilning á meiðslum hornamannsins. Bjarki Már sleikir sólina í Þýskalandi næstu daga og tók að sér að vera lukkudýr fyrir fulltrúa Íslands í Köln um helgina. Þar verða Aron Pálmarsson og Guðjón Valur Sigurðsson í eldlínunni með Kiel og Þórir Ólafsson í hægra horninu hjá Kielce. Liðin mætast einmitt í undanúrslitum á morgun.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Bjarki Már undir smásjánni hjá Medvedi Bjarki Már Elísson, leikmaður HK og landsliðsmaður í handbolta, er undir smásjánni hjá Rússneska stórliðinu Chekhovskiye Medvedi sem mætir einmitt Íslendingaliðinu Kiel í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í handbolta. Þetta kom fram hjá Herði Magnússyni í kvöldfréttum Stöðvar 2. 1. mars 2013 18:45 Bjarki Már hættur hjá HK Handknattleiksmaðurinn Bjarki Már Elísson hefur nýtt sér uppsagnarákvæði í samningi við sínum hjá HK og er hættur hjá félaginu. 28. maí 2013 17:08 Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Sport Fleiri fréttir Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Sjá meira
Bjarki Már undir smásjánni hjá Medvedi Bjarki Már Elísson, leikmaður HK og landsliðsmaður í handbolta, er undir smásjánni hjá Rússneska stórliðinu Chekhovskiye Medvedi sem mætir einmitt Íslendingaliðinu Kiel í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í handbolta. Þetta kom fram hjá Herði Magnússyni í kvöldfréttum Stöðvar 2. 1. mars 2013 18:45
Bjarki Már hættur hjá HK Handknattleiksmaðurinn Bjarki Már Elísson hefur nýtt sér uppsagnarákvæði í samningi við sínum hjá HK og er hættur hjá félaginu. 28. maí 2013 17:08