Menntun í síbreytilegu samfélagi Björn Leví Gunnarsson skrifar 17. apríl 2013 07:00 Ég var einu sinni með fjögurra stafa símanúmer, ekkert tölvupóstfang og af því að ég bjó úti á landi þá bar ég dagsgömul dagblöð í hús. Ég átti líka að safna heimildum fyrir hin og þessi skólaverkefni en ég skildi aldrei af hverju. Ég hafði ekki hugmynd um hvaðan ég gæti fengið upplýsingar nema úr kennslubókunum. Einu sinni skrifaði ég stutta grein um lagið Jail House Rock og giskaði á að það hefði fyrst verið flutt af Elvis Presley. Næstum allt hefur breyst síðan þá, upplýsingatæknin hefur breytt samfélaginu gríðarlega mikið, gríðarlega hratt. Menntakerfinu er ætlað að vera tæki til þess að kenna hvernig samfélagið virkar og að miðla hæfileikum til að skapa nýja þekkingu. Stundum dugar ekki að breyta bara því sem er kennt. Stundum þarf að breyta hvernig er kennt, hvernig menntakerfið sjálft virkar. Það er mjög mikil þróun í kennslu á internetinu, fjarkennsla hefur líka aukist gríðarlega og möguleikarnir eru óþrjótandi. Upplýsingar eru nú aðgengilegar hverjum sem vill vita og hefur engan áhuga á að giska.Samvinna um breytingar Píratar sjá fyrir sér ýmsar breytingar á menntakerfi Íslendinga í anda finnsku leiðarinnar. Breytingar sem geta bara gerst í samvinnu við kennara og nemendur. Breytingar svo sem jafnara vægi bók-, list- og verkmenntagreina, smærri bekkir, lítil sem engin heimavinna, fjölbreyttara námsmatskerfi og virðing fyrir störfum kennara. Miðað við núverandi mælingar á árangri menntakerfa víðs vegar um heiminn þá er það finnska talið vera það besta. Píratar gera sér hins vegar grein fyrir því að það er þörf á fjölbreyttara menntaumhverfi, sem er ekki eingöngu bundið við menntastofnanir, við lærum og kennum alls staðar. Í tillögum stjórnlagaráðs segir að menntun skuli miða meðal annars að vitund um mannréttindi, lýðræðisleg réttindi og skyldur. Píratar vilja að námsgreinar í grunnnámi eigi að sinna fræðslu um þessi málefni og nokkur önnur til viðbótar. Viltu vera hjúkrunarfræðingur, múrari, leikari eða verkfræðingur? Hversu mikið vissir þú um hvað þú vildir verða þegar þú yrðir stór áður en þú fórst í raun og veru að vinna? Hversu mikið þurftir þú að giska? Píratar leggja áherslu á gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir. Rétt eins og lýðræði er best þegar allir taka þátt þá mælist árangur menntunar í þátttöku, við lærum ekki á samfélagið án þess að taka þátt í því. Við skiljum betur hvað við erum að læra og af hverju ef við fáum að glíma við vandamálin án milliliða í samvinnu við alla sem eiga hlut að máli. Píratar vilja samfélag upplýsingar, opins aðgengis, jafnréttis og borgararéttinda í síbreytilegu samfélagi. Slíkt samfélag byrjar í menntakerfinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Ég var einu sinni með fjögurra stafa símanúmer, ekkert tölvupóstfang og af því að ég bjó úti á landi þá bar ég dagsgömul dagblöð í hús. Ég átti líka að safna heimildum fyrir hin og þessi skólaverkefni en ég skildi aldrei af hverju. Ég hafði ekki hugmynd um hvaðan ég gæti fengið upplýsingar nema úr kennslubókunum. Einu sinni skrifaði ég stutta grein um lagið Jail House Rock og giskaði á að það hefði fyrst verið flutt af Elvis Presley. Næstum allt hefur breyst síðan þá, upplýsingatæknin hefur breytt samfélaginu gríðarlega mikið, gríðarlega hratt. Menntakerfinu er ætlað að vera tæki til þess að kenna hvernig samfélagið virkar og að miðla hæfileikum til að skapa nýja þekkingu. Stundum dugar ekki að breyta bara því sem er kennt. Stundum þarf að breyta hvernig er kennt, hvernig menntakerfið sjálft virkar. Það er mjög mikil þróun í kennslu á internetinu, fjarkennsla hefur líka aukist gríðarlega og möguleikarnir eru óþrjótandi. Upplýsingar eru nú aðgengilegar hverjum sem vill vita og hefur engan áhuga á að giska.Samvinna um breytingar Píratar sjá fyrir sér ýmsar breytingar á menntakerfi Íslendinga í anda finnsku leiðarinnar. Breytingar sem geta bara gerst í samvinnu við kennara og nemendur. Breytingar svo sem jafnara vægi bók-, list- og verkmenntagreina, smærri bekkir, lítil sem engin heimavinna, fjölbreyttara námsmatskerfi og virðing fyrir störfum kennara. Miðað við núverandi mælingar á árangri menntakerfa víðs vegar um heiminn þá er það finnska talið vera það besta. Píratar gera sér hins vegar grein fyrir því að það er þörf á fjölbreyttara menntaumhverfi, sem er ekki eingöngu bundið við menntastofnanir, við lærum og kennum alls staðar. Í tillögum stjórnlagaráðs segir að menntun skuli miða meðal annars að vitund um mannréttindi, lýðræðisleg réttindi og skyldur. Píratar vilja að námsgreinar í grunnnámi eigi að sinna fræðslu um þessi málefni og nokkur önnur til viðbótar. Viltu vera hjúkrunarfræðingur, múrari, leikari eða verkfræðingur? Hversu mikið vissir þú um hvað þú vildir verða þegar þú yrðir stór áður en þú fórst í raun og veru að vinna? Hversu mikið þurftir þú að giska? Píratar leggja áherslu á gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir. Rétt eins og lýðræði er best þegar allir taka þátt þá mælist árangur menntunar í þátttöku, við lærum ekki á samfélagið án þess að taka þátt í því. Við skiljum betur hvað við erum að læra og af hverju ef við fáum að glíma við vandamálin án milliliða í samvinnu við alla sem eiga hlut að máli. Píratar vilja samfélag upplýsingar, opins aðgengis, jafnréttis og borgararéttinda í síbreytilegu samfélagi. Slíkt samfélag byrjar í menntakerfinu.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun