Menntun í síbreytilegu samfélagi Björn Leví Gunnarsson skrifar 17. apríl 2013 07:00 Ég var einu sinni með fjögurra stafa símanúmer, ekkert tölvupóstfang og af því að ég bjó úti á landi þá bar ég dagsgömul dagblöð í hús. Ég átti líka að safna heimildum fyrir hin og þessi skólaverkefni en ég skildi aldrei af hverju. Ég hafði ekki hugmynd um hvaðan ég gæti fengið upplýsingar nema úr kennslubókunum. Einu sinni skrifaði ég stutta grein um lagið Jail House Rock og giskaði á að það hefði fyrst verið flutt af Elvis Presley. Næstum allt hefur breyst síðan þá, upplýsingatæknin hefur breytt samfélaginu gríðarlega mikið, gríðarlega hratt. Menntakerfinu er ætlað að vera tæki til þess að kenna hvernig samfélagið virkar og að miðla hæfileikum til að skapa nýja þekkingu. Stundum dugar ekki að breyta bara því sem er kennt. Stundum þarf að breyta hvernig er kennt, hvernig menntakerfið sjálft virkar. Það er mjög mikil þróun í kennslu á internetinu, fjarkennsla hefur líka aukist gríðarlega og möguleikarnir eru óþrjótandi. Upplýsingar eru nú aðgengilegar hverjum sem vill vita og hefur engan áhuga á að giska.Samvinna um breytingar Píratar sjá fyrir sér ýmsar breytingar á menntakerfi Íslendinga í anda finnsku leiðarinnar. Breytingar sem geta bara gerst í samvinnu við kennara og nemendur. Breytingar svo sem jafnara vægi bók-, list- og verkmenntagreina, smærri bekkir, lítil sem engin heimavinna, fjölbreyttara námsmatskerfi og virðing fyrir störfum kennara. Miðað við núverandi mælingar á árangri menntakerfa víðs vegar um heiminn þá er það finnska talið vera það besta. Píratar gera sér hins vegar grein fyrir því að það er þörf á fjölbreyttara menntaumhverfi, sem er ekki eingöngu bundið við menntastofnanir, við lærum og kennum alls staðar. Í tillögum stjórnlagaráðs segir að menntun skuli miða meðal annars að vitund um mannréttindi, lýðræðisleg réttindi og skyldur. Píratar vilja að námsgreinar í grunnnámi eigi að sinna fræðslu um þessi málefni og nokkur önnur til viðbótar. Viltu vera hjúkrunarfræðingur, múrari, leikari eða verkfræðingur? Hversu mikið vissir þú um hvað þú vildir verða þegar þú yrðir stór áður en þú fórst í raun og veru að vinna? Hversu mikið þurftir þú að giska? Píratar leggja áherslu á gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir. Rétt eins og lýðræði er best þegar allir taka þátt þá mælist árangur menntunar í þátttöku, við lærum ekki á samfélagið án þess að taka þátt í því. Við skiljum betur hvað við erum að læra og af hverju ef við fáum að glíma við vandamálin án milliliða í samvinnu við alla sem eiga hlut að máli. Píratar vilja samfélag upplýsingar, opins aðgengis, jafnréttis og borgararéttinda í síbreytilegu samfélagi. Slíkt samfélag byrjar í menntakerfinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Sjá meira
Ég var einu sinni með fjögurra stafa símanúmer, ekkert tölvupóstfang og af því að ég bjó úti á landi þá bar ég dagsgömul dagblöð í hús. Ég átti líka að safna heimildum fyrir hin og þessi skólaverkefni en ég skildi aldrei af hverju. Ég hafði ekki hugmynd um hvaðan ég gæti fengið upplýsingar nema úr kennslubókunum. Einu sinni skrifaði ég stutta grein um lagið Jail House Rock og giskaði á að það hefði fyrst verið flutt af Elvis Presley. Næstum allt hefur breyst síðan þá, upplýsingatæknin hefur breytt samfélaginu gríðarlega mikið, gríðarlega hratt. Menntakerfinu er ætlað að vera tæki til þess að kenna hvernig samfélagið virkar og að miðla hæfileikum til að skapa nýja þekkingu. Stundum dugar ekki að breyta bara því sem er kennt. Stundum þarf að breyta hvernig er kennt, hvernig menntakerfið sjálft virkar. Það er mjög mikil þróun í kennslu á internetinu, fjarkennsla hefur líka aukist gríðarlega og möguleikarnir eru óþrjótandi. Upplýsingar eru nú aðgengilegar hverjum sem vill vita og hefur engan áhuga á að giska.Samvinna um breytingar Píratar sjá fyrir sér ýmsar breytingar á menntakerfi Íslendinga í anda finnsku leiðarinnar. Breytingar sem geta bara gerst í samvinnu við kennara og nemendur. Breytingar svo sem jafnara vægi bók-, list- og verkmenntagreina, smærri bekkir, lítil sem engin heimavinna, fjölbreyttara námsmatskerfi og virðing fyrir störfum kennara. Miðað við núverandi mælingar á árangri menntakerfa víðs vegar um heiminn þá er það finnska talið vera það besta. Píratar gera sér hins vegar grein fyrir því að það er þörf á fjölbreyttara menntaumhverfi, sem er ekki eingöngu bundið við menntastofnanir, við lærum og kennum alls staðar. Í tillögum stjórnlagaráðs segir að menntun skuli miða meðal annars að vitund um mannréttindi, lýðræðisleg réttindi og skyldur. Píratar vilja að námsgreinar í grunnnámi eigi að sinna fræðslu um þessi málefni og nokkur önnur til viðbótar. Viltu vera hjúkrunarfræðingur, múrari, leikari eða verkfræðingur? Hversu mikið vissir þú um hvað þú vildir verða þegar þú yrðir stór áður en þú fórst í raun og veru að vinna? Hversu mikið þurftir þú að giska? Píratar leggja áherslu á gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir. Rétt eins og lýðræði er best þegar allir taka þátt þá mælist árangur menntunar í þátttöku, við lærum ekki á samfélagið án þess að taka þátt í því. Við skiljum betur hvað við erum að læra og af hverju ef við fáum að glíma við vandamálin án milliliða í samvinnu við alla sem eiga hlut að máli. Píratar vilja samfélag upplýsingar, opins aðgengis, jafnréttis og borgararéttinda í síbreytilegu samfélagi. Slíkt samfélag byrjar í menntakerfinu.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun