Hvar ert þú, mín þjóð? Ellert B. Schram skrifar 18. apríl 2013 06:00 Saga íslenskra stjórnmálaflokka er ekki löng. Um aldamótin 1900 voru til flokkar sem höfðu skoðun á fullveldisbaráttu þjóðarinnar og það er ekki fyrr en liðið er á tuttugustu öldina, sem stofnaðir eru flokkar um hugmyndafræði og hagsmuni. Sjálfstæðisflokkurinn um frelsi einstaklingsins og einkaframtakið, Framsókn um kaupfélögin og félagshyggju, Alþýðuflokkurinn um jöfnuð og réttindabaráttu verkalýðsins og Sósíalistaflokkurinn um sósíalisma. Alla síðustu öld voru þetta stóru línurnar í íslenskri pólitík. Í rauninni voru þetta átök milli sérhagsmuna og almannahagsmuna. Inn á milli komu svo fram flokkar eða framboð, sem mynduð voru um einstaklinga eða einsleitar skoðanir. Þegar litið er yfir sviðið og söguna, fer ekki á milli mála, að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn hafa haft tögl og haldir og stýrt ferðinni meira og minna. Þessir tveir flokkar skiptu á milli sín völdunum, (helmingaskiptareglan) stóðu vörð um hagsmuni sinna skjólstæðinga. Stjórnuðu og skiptu á milli sín innflutningi og útflutningi, hermanginu, bönkunum, versluninni, olíusölunni og hafa staðið vörð um einkaafnot og sértæka nýtingu á auðlindum lands og þjóðar. Hraðlest frjálshyggju og einka- og vinavæðingar færðist í aukana. Svo kom hrunið og í fyrsta skipti í sögu þjóðarinnar fengu vinstri flokkarnir (Samfylking og Vinstri grænir) meirihluta í alþingiskosningum og fengu það hlutverk að moka flórinn.Þrekvirki Það var ekki verk til vinsælda og þótt margt hafi farið aflögu og margt sé enn ógert, dylst engum að ríkisstjórn undanfarinna ára hefur unnið þrekvirki. Það er bæði ódrengilegt og ósanngjarnt að ausa yfir hana brigslyrðum, níði og nöldri. Látum vera að pólitískir andstæðingar ríkisstjórnarinnar leggist svo lágt að hafa að engu það björgunarstarf sem unnið hefur verið, hitt er verra og dapurlegra, ef þjóðin og kjósendur ætla að taka undir vanþakklætið með atkvæðum sínum. Öllum ætti að vera ljóst að skattahækkanir, niðurskurður og skuldir, jafnt heimila sem fyrirtækja, hvað þá ríkisins, voru og eru óhjákvæmilegar afleiðingar hrunsins 2008. Hverjum dettur það í hug í alvöru, að ríkisstjórnarflokkarnir hafi ekki viljað létta byrðar skuldavandans enn meir, draga úr niðurskurði eða lækka skatta, ef þess hefði verið kostur? Staðreyndin er sú, sem ekki má gleymast, að ríkisstjórnarflokkarnir voru að moka flór og hreinsa til og það verk stendur enn yfir. Það er býsna auðvelt að koma fram á sjónarsviðið, þegar hið versta er yfirstaðið og segja: nú get ég. Það er bæði lýðskrum og loddaraskapur, að lofa kjósendum að senda þyrlu á loft og dreifa peningum yfir landslýð. Í kosningunum eftir þrjár vikur er ekki verið að kjósa um töfralausnir á bráðavanda. Það er verið að kjósa um þær áherslur og aðgerðir, sem grípa þarf til, fyrir þjóð í vanda. Og þá rekast aftur á, einkahagsmunir eða almannahagsmunir, sem birtist í átökunum um breytta stjórnarskrá, nýja fiskveiðistefnu, eignarhald á náttúruauðlindum, öruggt velferðarkerfi, réttláta dreifingu skatta. Völdin. Hverjir eiga að hafa völdin næstu fjögur árin og enn þá lengur: flokkarnir sem standa vörð um einkahagsmuni, eða fólkið, almenningur, sem vill jöfnuð, réttlæti og tækifæri í almannaþágu? Þetta eru stóru línurnar í stjórnmálum dagsins og hvar ert þú, mín þjóð, hvorum megin vilt þú verja þínu atkvæði? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Saga íslenskra stjórnmálaflokka er ekki löng. Um aldamótin 1900 voru til flokkar sem höfðu skoðun á fullveldisbaráttu þjóðarinnar og það er ekki fyrr en liðið er á tuttugustu öldina, sem stofnaðir eru flokkar um hugmyndafræði og hagsmuni. Sjálfstæðisflokkurinn um frelsi einstaklingsins og einkaframtakið, Framsókn um kaupfélögin og félagshyggju, Alþýðuflokkurinn um jöfnuð og réttindabaráttu verkalýðsins og Sósíalistaflokkurinn um sósíalisma. Alla síðustu öld voru þetta stóru línurnar í íslenskri pólitík. Í rauninni voru þetta átök milli sérhagsmuna og almannahagsmuna. Inn á milli komu svo fram flokkar eða framboð, sem mynduð voru um einstaklinga eða einsleitar skoðanir. Þegar litið er yfir sviðið og söguna, fer ekki á milli mála, að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn hafa haft tögl og haldir og stýrt ferðinni meira og minna. Þessir tveir flokkar skiptu á milli sín völdunum, (helmingaskiptareglan) stóðu vörð um hagsmuni sinna skjólstæðinga. Stjórnuðu og skiptu á milli sín innflutningi og útflutningi, hermanginu, bönkunum, versluninni, olíusölunni og hafa staðið vörð um einkaafnot og sértæka nýtingu á auðlindum lands og þjóðar. Hraðlest frjálshyggju og einka- og vinavæðingar færðist í aukana. Svo kom hrunið og í fyrsta skipti í sögu þjóðarinnar fengu vinstri flokkarnir (Samfylking og Vinstri grænir) meirihluta í alþingiskosningum og fengu það hlutverk að moka flórinn.Þrekvirki Það var ekki verk til vinsælda og þótt margt hafi farið aflögu og margt sé enn ógert, dylst engum að ríkisstjórn undanfarinna ára hefur unnið þrekvirki. Það er bæði ódrengilegt og ósanngjarnt að ausa yfir hana brigslyrðum, níði og nöldri. Látum vera að pólitískir andstæðingar ríkisstjórnarinnar leggist svo lágt að hafa að engu það björgunarstarf sem unnið hefur verið, hitt er verra og dapurlegra, ef þjóðin og kjósendur ætla að taka undir vanþakklætið með atkvæðum sínum. Öllum ætti að vera ljóst að skattahækkanir, niðurskurður og skuldir, jafnt heimila sem fyrirtækja, hvað þá ríkisins, voru og eru óhjákvæmilegar afleiðingar hrunsins 2008. Hverjum dettur það í hug í alvöru, að ríkisstjórnarflokkarnir hafi ekki viljað létta byrðar skuldavandans enn meir, draga úr niðurskurði eða lækka skatta, ef þess hefði verið kostur? Staðreyndin er sú, sem ekki má gleymast, að ríkisstjórnarflokkarnir voru að moka flór og hreinsa til og það verk stendur enn yfir. Það er býsna auðvelt að koma fram á sjónarsviðið, þegar hið versta er yfirstaðið og segja: nú get ég. Það er bæði lýðskrum og loddaraskapur, að lofa kjósendum að senda þyrlu á loft og dreifa peningum yfir landslýð. Í kosningunum eftir þrjár vikur er ekki verið að kjósa um töfralausnir á bráðavanda. Það er verið að kjósa um þær áherslur og aðgerðir, sem grípa þarf til, fyrir þjóð í vanda. Og þá rekast aftur á, einkahagsmunir eða almannahagsmunir, sem birtist í átökunum um breytta stjórnarskrá, nýja fiskveiðistefnu, eignarhald á náttúruauðlindum, öruggt velferðarkerfi, réttláta dreifingu skatta. Völdin. Hverjir eiga að hafa völdin næstu fjögur árin og enn þá lengur: flokkarnir sem standa vörð um einkahagsmuni, eða fólkið, almenningur, sem vill jöfnuð, réttlæti og tækifæri í almannaþágu? Þetta eru stóru línurnar í stjórnmálum dagsins og hvar ert þú, mín þjóð, hvorum megin vilt þú verja þínu atkvæði?
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun