Framsókn spillir samningsstöðu Íslands 19. apríl 2013 06:00 Allir Íslendingar eru að sjálfsögðu sammála um að við útgreiðslur úr þrotabúum bankanna verði hagsmuna Íslands gætt í hvívetna. Um þetta var til að mynda alger pólitísk samstaða á Alþingi við breytingar á lögum um gjaldeyrishöft fyrr í vetur. Því miður hefur Framsóknarflokkurinn hins vegar tekið sig til og lofað að verja hugsanlegum ávinningi íslenska ríkisins með ákveðnum hætti, einkum til að greiða niður skuldir manna sem þurfa ekki endilega á því að halda. Þetta þýðir að komist Framsóknarflokkurinn til valda eftir kosningar vita núverandi eigendur föllnu bankanna (ýmist kallaðir „vogunarsjóðir“ eða „hrægammar“) að Framsóknarflokknum liggur á að semja. Að öðrum kosti á hann enga möguleika á að fjármagna kosningaloforð sín. Þeir vita líka að aðeins þarf að henda ákveðið mörgum íslenskum krónum í Framsóknarflokkinn til að hann telji sig geta efnt kosningaloforðin.Sárgrætileg staða En er ekki mikilvægt fyrir Ísland að fá einnig erlendan gjaldeyri úr samningum við eigendur gömlu bankana? Við þurfum að greiða gríðarlegar erlendar skuldir ríkissjóðs. Nú fer nær allur tekjuskattur, sem við launþegar greiðum um hver mánaðamót, í vaxtakostnað ríkissjóðs. Það er sárgrætileg staða þegar svo margt þarf að gera hér heima fyrir, sérstaklega í heilbrigðismálum. Framsókn telur mikilvægara að eyða stórum fjárhæðum, sem reyndar eru ekki enn einu sinni komnar í ausuna, hvað þá sopnar, í að hjálpa fólki sem margt hvert getur vel hjálpað sér sjálft, en að t.d. byggja upp Landspítalann úr þeim rústum sem hann er í eftir harkalegan niðurskurð síðustu ára. Framsóknarflokkurinn hefur með þessari framkomu í kosningabaráttunni spillt samningsstöðu Íslands erlendis. Ef ég væri „hrægammur“ myndi ég kjósa Framsóknarflokkinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Allir Íslendingar eru að sjálfsögðu sammála um að við útgreiðslur úr þrotabúum bankanna verði hagsmuna Íslands gætt í hvívetna. Um þetta var til að mynda alger pólitísk samstaða á Alþingi við breytingar á lögum um gjaldeyrishöft fyrr í vetur. Því miður hefur Framsóknarflokkurinn hins vegar tekið sig til og lofað að verja hugsanlegum ávinningi íslenska ríkisins með ákveðnum hætti, einkum til að greiða niður skuldir manna sem þurfa ekki endilega á því að halda. Þetta þýðir að komist Framsóknarflokkurinn til valda eftir kosningar vita núverandi eigendur föllnu bankanna (ýmist kallaðir „vogunarsjóðir“ eða „hrægammar“) að Framsóknarflokknum liggur á að semja. Að öðrum kosti á hann enga möguleika á að fjármagna kosningaloforð sín. Þeir vita líka að aðeins þarf að henda ákveðið mörgum íslenskum krónum í Framsóknarflokkinn til að hann telji sig geta efnt kosningaloforðin.Sárgrætileg staða En er ekki mikilvægt fyrir Ísland að fá einnig erlendan gjaldeyri úr samningum við eigendur gömlu bankana? Við þurfum að greiða gríðarlegar erlendar skuldir ríkissjóðs. Nú fer nær allur tekjuskattur, sem við launþegar greiðum um hver mánaðamót, í vaxtakostnað ríkissjóðs. Það er sárgrætileg staða þegar svo margt þarf að gera hér heima fyrir, sérstaklega í heilbrigðismálum. Framsókn telur mikilvægara að eyða stórum fjárhæðum, sem reyndar eru ekki enn einu sinni komnar í ausuna, hvað þá sopnar, í að hjálpa fólki sem margt hvert getur vel hjálpað sér sjálft, en að t.d. byggja upp Landspítalann úr þeim rústum sem hann er í eftir harkalegan niðurskurð síðustu ára. Framsóknarflokkurinn hefur með þessari framkomu í kosningabaráttunni spillt samningsstöðu Íslands erlendis. Ef ég væri „hrægammur“ myndi ég kjósa Framsóknarflokkinn.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar