Biðin langa? Einar Kristinn Guðfinnsson skrifar 19. apríl 2013 06:00 Þrátt fyrir fögur fyrirheit hefur fátt eitt gerst í skuldamálum heimilanna í landinu á þessu kjörtímabili. Milljarða stofnunum hefur að vísu verið komið á fót til þess að vinna að þessum málum. Árangurinn hefur hins vegar verið afskaplega rýr, þó kostnaður stofnananna hafi vaxið. Þær skuldir sem lækkað hafa hjá almenningi má að langmestu leyti rekja til dómanna um ólöglegu gengislánin og hafði ekkert með stjórnvaldsaðgerðir að gera. Það harðnar því stöðugt á dalnum hjá sívaxandi hópi. Það fólk þolir ekki neina bið. Það er langt síðan að fullreynt var að ríkisstjórnarflokkarnir myndu ekkert gera. Úr þeirri átt er einskis frekar að vænta. Það hefur legið fyrir lengi. Nú er það boðað að þennan vanda megi leysa með fjármunum sem ef til vill fáist með samningum við útlenda kröfuhafa í eignir gömlu bankanna. Það er gott og blessað. En hvenær? Hve mikið? Hvernig? Þessum spurningum getur enginn svarað. Er þá svarið að skuldug heimilin í landinu eigi enn þá að bíða, eftir úrræðum? Kannski í eitt ár, ef til vill tvö ár, allt eftir því hvernig samningaumleitanir gangi. Já. Það er einmitt hættan ef þetta á að verða úrræðið fyrir skuldug heimili í landinu. Skuldug heimili hafa beðið í fjögur ár eftir úrræðum frá úrræðalausri ríkisstjórn. Það er bágt til þess að vita að enn sé boðuð bið eftir því að vandi heimilanna verði leystur.Hægt að framkvæma strax Það er þess vegna svo gríðarlega nauðsynlegt að til staðar verði úrræði sem virka strax. Undir eins frá fyrsta degi eftir að lög hafa verið samþykkt á Alþingi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram slíkar tillögur sem munu lækka skuldir um 20% miðað við 20 milljóna lán og hóflegar fjölskyldutekjur. Þetta færi talsvert langt með að vinna niður forsendubrestinn sem varð með hruni fjármálakerfisins og hækkun verðbótanna. Þetta er ekki ávísun á óljósar hugmyndir sem enginn getur fullyrt um hvenær geti orðið að veruleika. Þetta er vel ígrunduð stefna, útreiknað plagg, sem hægt verður að framkvæma tafarlaust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir fögur fyrirheit hefur fátt eitt gerst í skuldamálum heimilanna í landinu á þessu kjörtímabili. Milljarða stofnunum hefur að vísu verið komið á fót til þess að vinna að þessum málum. Árangurinn hefur hins vegar verið afskaplega rýr, þó kostnaður stofnananna hafi vaxið. Þær skuldir sem lækkað hafa hjá almenningi má að langmestu leyti rekja til dómanna um ólöglegu gengislánin og hafði ekkert með stjórnvaldsaðgerðir að gera. Það harðnar því stöðugt á dalnum hjá sívaxandi hópi. Það fólk þolir ekki neina bið. Það er langt síðan að fullreynt var að ríkisstjórnarflokkarnir myndu ekkert gera. Úr þeirri átt er einskis frekar að vænta. Það hefur legið fyrir lengi. Nú er það boðað að þennan vanda megi leysa með fjármunum sem ef til vill fáist með samningum við útlenda kröfuhafa í eignir gömlu bankanna. Það er gott og blessað. En hvenær? Hve mikið? Hvernig? Þessum spurningum getur enginn svarað. Er þá svarið að skuldug heimilin í landinu eigi enn þá að bíða, eftir úrræðum? Kannski í eitt ár, ef til vill tvö ár, allt eftir því hvernig samningaumleitanir gangi. Já. Það er einmitt hættan ef þetta á að verða úrræðið fyrir skuldug heimili í landinu. Skuldug heimili hafa beðið í fjögur ár eftir úrræðum frá úrræðalausri ríkisstjórn. Það er bágt til þess að vita að enn sé boðuð bið eftir því að vandi heimilanna verði leystur.Hægt að framkvæma strax Það er þess vegna svo gríðarlega nauðsynlegt að til staðar verði úrræði sem virka strax. Undir eins frá fyrsta degi eftir að lög hafa verið samþykkt á Alþingi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram slíkar tillögur sem munu lækka skuldir um 20% miðað við 20 milljóna lán og hóflegar fjölskyldutekjur. Þetta færi talsvert langt með að vinna niður forsendubrestinn sem varð með hruni fjármálakerfisins og hækkun verðbótanna. Þetta er ekki ávísun á óljósar hugmyndir sem enginn getur fullyrt um hvenær geti orðið að veruleika. Þetta er vel ígrunduð stefna, útreiknað plagg, sem hægt verður að framkvæma tafarlaust.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun