
Mannréttinda-Ögmundur
Verkin tala
Mannréttindi voru sett á oddinn og tekið var til hendinni. Sett var á fót ný staða fulltrúa mannréttindamála í ráðuneytinu sem ekki var til áður. Sá hefur alfarið á sinni könnu að sinna málefnum er varða mannréttindi og af nógu er að taka. Í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar hefur Ögmundur lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um áætlun í mannréttindamálum til fjögurra ára. Undirbúningur áætlunarinnar var í samráði við stjórnsýslu, fræðasamfélag og frjáls félagasamtök í opnu og umfangsmiklu samráði.
Unnið markvisst gegn ofbeldi
Hér ber auðvitað hæst kraftmikil barátta gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum. Hegningarlögum hefur verið breytt til að styrkja réttarvernd barna gegn ofbeldi. Sem dæmi má nefna að nú má refsa þeim sem seldur er undir íslenska lögsögu fyrir kaup á barnavændi óháð því hvar í heiminum brotið á sér stað. Þetta er gríðarmikilvægt skref til þess að stuðla að vernd allra barna fyrir ofbeldi, ekki bara á Íslandi.
Komið hefur verið á laggirnar og staðið að vitundarvakningu um kynferðisofbeldi og kynbundið ofbeldi, í samvinnu við ráðuneyti mennta- og velferðarmála. Fjármagni hefur verið veitt í að styðja við forvarnir sem unnar eru af grasrótarsamtökum. Átakið hefur skilað stuttmyndinni Fáðu já og fræðslu fyrir börn í öðrum bekk um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum í formi brúðuleikhúss í samstarfi við samtökin Blátt áfram.
Staðið hefur verið fyrir umfangsmiklu samráðsferli um meðferð kynferðisbrota í réttarkerfinu og stórum alþjóðlegum ráðstefnum, minni samráðsfundum og ráðist hefur verið í lagabreytingar.
Nýlegur samningur Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi, svokallaðan Istanbúl-samning, er nú til umfjöllunar í ráðuneytinu.
Ráðuneytið vinnur nú að úrvinnslu niðurstaðna úttektarinnar með fullgildingu samningsins að leiðarljósi.
Þrátt fyrir að við séum í efsta sæti yfir besta jafnréttislandið í heimi fjórða árið í röð heldur Ögmundur áfram að vinna að jafnrétti með því að stuðla að því að enda ofbeldi gegn konum.
Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna hefur hrósað Íslandi fyrir lagabreytingar í þágu mannréttinda og jafnréttis til dæmis vegna innleiðingar hinnar svokölluðu austurrísku leiðar en hún snýst um að ofbeldismaður á heimili er fjarlægður þaðan í stað þess að þolandi og e.t.v. börn þurfi að fara að heiman. Þá hefur kaup á vændi verið bannað.
Sett hefur verið á laggirnar fagráð um kynferðisbrot innan trúfélaga þegar komu upp kynferðisbrot í kaþólsku kirkjunni.
– og fleira…
Barnalögum hefur verið breytt þannig að deilum foreldra um forsjá og umgengni hefur í auknum mæli verið beint í sáttafarveg í stað þess að slíkar deilur séu leystar í dómsölum. Þegar í ljós kom að það var kynbundinn launamunur í innanríkisráðuneytinu var hann leiðréttur. Unnið hefur verið að því að fullgilda samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks. Búið er að breyta kosningalögunum. Áhersla hefur verið lögð á að breyta útlendingalögunum með mannúð og skilvirkni að leiðarljósi.
Þetta er langt frá því að vera tæmandi talning á því sem gert hefur verið í innanríkisráðuneytinu og varðar mannréttindi og jafnrétti en mér þykir merkilegt að margt af þessu hafi ekki verið gert fyrir löngu síðan.
Árangur
Það er gríðarlega mikilvægt að opnað sé á umræðu um þau grófu ofbeldisbrot sem hér er fjallað um. Það leiðir til þess að fólk er frekar tilbúið til að stíga hið þunga skref út úr þeim skelfilegu aðstæðum sem það er í vitandi það að samfélagið mun mæta því með skilningi en ekki fordómum. Engum hefur dulist sú mikla umræða sem farið hefur fram um þessi ofbeldisbrot að undanförnu og nú er svo komið að fjöldi kæra hjá lögreglu vegna kynferðisbrota hefur aukist gríðarlega á undanförnum misserum.
Í síðustu viku var samþykkt að verja 79 milljónum króna á næstunni til að fjölga rannsóknarlögreglumönnum og saksóknurum til að takast á við aukin verkefni vegna rannsóknar og meðferðar kynferðisbrotamála á Íslandi.
Pólitík skiptir máli – enda þurfti róttækan vinstri mann í ráðuneytið til að hreyfa við þessum mikilvægu málum.
Skoðun

Er fótbolti að verða vélmennafótbolti?
Andri Hrafn Sigurðsson skrifar

Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging?
Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar

Fjárfestum í hjúkrun
Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar

Tölum um endurhæfingu!
Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar

Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins
Baldur Thorlacius skrifar

Alvöru mamma
Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar

Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar
Simon Cramer Larsen skrifar

Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu?
Berglind Sunna Bragadóttir skrifar

Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður
Davíð Bergmann skrifar

Heimsmet í sjálfhverfu
Friðrik Þór Friðriksson skrifar

Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu
Steinar Harðarson skrifar

Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði
Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði
Steinar Björgvinsson skrifar

Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra
Örn Pálmason skrifar

Tölum aðeins um einhverfu
Trausti Dagsson skrifar

Það sem sést, og það sem ekki sést
Eiríkur Ingi Magnússon skrifar

Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár
Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar

Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana
Jóhanna María Ægisdóttir skrifar

Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda?
Þóra Einarsdóttir skrifar

KSÍ og kvennaboltinn
Árni Guðmundsson skrifar

Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana
Sandra B. Franks skrifar

Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar
Kristrún Frostadóttir skrifar

Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík
Einar Freyr Elínarson skrifar

Skattahækkun
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Handtöskur og fasistar
Ásgeir K. Ólafsson skrifar

Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð
Bjarni Jónsson skrifar

„Vókið“ er dulbúin frestunarárátta
Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar

Vókismi gagnrýndur frá vinstri
Andri Sigurðsson skrifar