Skuldirnar leiðréttar yfir heitri kakósúpu Sunna Valgerðardóttir skrifar 20. apríl 2013 07:00 Frosti Sigurjónsson kynnir stefnumál Framsóknar. „Ég verð að segja að ég er ekki að kaupa þetta. Mér finnst persónulega tekið ansi stórt upp í sig þegar fólki eru gefnar miklar væntingar sem eru ekki í hendi, eins og sérfræðingar tjáðu sig um nýlega. Ég er á því að það sé betra að lofa minna og fara frekar í eitthvað sem er meira í hendi og raunhæfara,“ segir Guðmundur Ragnar Guðmundsson, eigandi Prentmets, um útskýringar frambjóðenda Framsóknarflokksins um skuldaniðurfellingar á komandi kjörtímabili. Kosningabæklingar Dögunar, Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar lágu á víð og dreif á matborðum Prentmets í gær, en viku fljótt fyrir bæklingum skreyttum grænu kornaxi þegar fulltrúar Framsóknarflokks í Reykjavíkurkjördæmunum gengu inn til að kynna stefnumál sín. Þau Frosti Sigurjónsson og Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir dreifðu líka súkkulaði í hádegismatnum á meðan starfsmenn gæddu sér á kakósúpu og tvíbökum. Frosti kynnti stefnumál flokksins og undirstrikaði oftar en einu sinni að hann væri nýr í pólitík og þetta væri heimur sem væri honum frekar ókunnur. Sveinbjörg tók í sama streng, en deildi meðal annars með fundargestum að hún hefði verið alin upp af rammkommúnískri móður og gallhörðum sjálfstæðismanni. Það hafi mótað hennar pólitísku afstöðu. Skulda- og efnahagsmál stóðu upp úr, sem endurspeglaðist svo í spurningum starfsmannanna sem dundu á frambjóðendum eftir kynninguna. Háværum og nokkuð æsilegum fundi lauk í Prentmeti þegar eigandinn klappaði saman lófum og sagði fólki að fara að vinna. Framsókn er auðvitað heitast og hentar mér velGuðjón Þorsteinsson og Ísleifur Jakobsson.„Ég er ekki alveg búinn að mynda mér skoðun, en Framsókn er auðvitað heitust og hentar mér vel. Ég er mjög ánægður með þessar heimsóknir flokkanna, en auðvitað er maður með hroka gagnvart einhverjum svo maður nennir ekki að hlusta á allt,“ segir Guðjón Þorsteinsson, starfsmaður Prentmets. Sessunautur hans, Ísleifur Jakobsson, tekur í sama streng. „Mér finnst heimsóknirnar mjög góðar og geta haft áhrif á mína afstöðu. Ég ætlaði ekki að kjósa neitt en Framsókn er eini flokkurinn sem ætlar að gera eitthvað fyrir heimilin og fyrirtækin, svo þeir fá mitt atkvæði.“ Kollegarnir segja mikinn áhuga vera meðal fólks að hlusta á hvað frambjóðendurnir hafa að segja. Mótmælti pólitískum heimsóknum með því að hunsa eigin flokkVigdís Ásgeirsdóttir.Vigdís Ásgeirsdóttir, prentari og söngkona, var skreytt barmmerki frá öðrum flokki undir framsögu Frosta og Sveinbjargar. Hún er alfarið á móti heimsóknum stjórnmálaflokka á vinnustaði. „Mér finnst þetta alls ekki eiga heima í fyrirtækjum og þá sérstaklega ekki á matmálstímum. Ég til dæmis mætti ekki hjá mínum eigin flokki hérna um daginn til að mótmæla þessu og borðaði niðri á kaffistofu,“ segir hún. „Þetta er fáránlegt, sérstaklega svona inni í matsal þar sem fólk hefur einhvern veginn ekkert val. Ef fólk vill þetta þá á þetta að vera haldið afsíðis í fundarherbergi. Segi ég, algjör hræsnari og mæti svo á þennan fund. En ég varð að fá svör við því hvort þau gætu svarað betur í sambandi við verðtrygginguna og hvernig þau geta látið það ganga upp.“ Vigdísi fannst framsóknarfólkið hafa komið svörum sínum vel frá sér, en taldi þau hins vegar algjörlega óraunhæf. „Þau útskýrðu þetta vel, en ég kaupi þetta ekki.“ Að hennar mati er nóg komið af pólitískum áróðri í kring um komandi kosningar.Skulda- og efnahagsmál stóðu upp úr, sem endurspeglaðist svo í spurningum starfsmannanna sem dundu á frambjóðendum eftir kynninguna.Ingibjörg Steinunn Ingjaldsdóttir og Guðmundur Ragnar Guðmundsson, eigendur Prentmets. Kosningar 2013 Tengdar fréttir Heilbrigðiskerfið í landinu hrundi víst Starfsmenn LSH taka ekki undir orð oddvita Samfylkingarinnar um að velferðarkerfið hafi staðið af sér hrunið. Fréttablaðið heimsótti spítalann með frambjóðendum í gær og spjallaði við starfsmenn. Enginn vildi spyrja þingmenn spurninga. 18. apríl 2013 06:00 Ein heimsókn breytir ekki pólitískri afstöðu Frambjóðendur Bjartrar framtíðar kynntu helstu stefnumál sín á Hjúkrunarheimilinu Eir í gær. Fréttablaðið slóst með í för og tók íbúa tali. Flestir voru á því að stutt heimsókn stjórnmálaflokka gerði ekki mikið til að breyta afstöðu þeirra. 17. apríl 2013 07:00 Ekki mikill áhugi á sjóræningjapólitík Það virtist ekki vera mikill áhugi meðal gesta Kolaportsins á að ræða við frambjóðendur Pírata í kynningarbás sínum á Gleðistíg á laugardag. Básinn var staðsettur á móti kynningarsvæði Dögunar og ekki leið á löngu þar til heyrðist frá keppinautunum. "Endilega kíkið hingað,“ kallaði einn frambjóðandi Dögunar til blaðakonu og ljósmyndara Fréttablaðsins þar sem þau reyndu árangurslaust að fá fólk í viðtöl vegna píratanna. 22. apríl 2013 07:00 "Svaraðu já eða nei" Kennarar í MR spurðu menntamálaráðherra beittra spurninga á hádegisfundi með VG í gær. Helst var rætt um lyf, samgöngumál, umhverfismál og mikla óánægju með menntamál. Fréttablaðið var á fundinum og lagði við hlustir. 19. apríl 2013 07:00 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Sjá meira
„Ég verð að segja að ég er ekki að kaupa þetta. Mér finnst persónulega tekið ansi stórt upp í sig þegar fólki eru gefnar miklar væntingar sem eru ekki í hendi, eins og sérfræðingar tjáðu sig um nýlega. Ég er á því að það sé betra að lofa minna og fara frekar í eitthvað sem er meira í hendi og raunhæfara,“ segir Guðmundur Ragnar Guðmundsson, eigandi Prentmets, um útskýringar frambjóðenda Framsóknarflokksins um skuldaniðurfellingar á komandi kjörtímabili. Kosningabæklingar Dögunar, Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar lágu á víð og dreif á matborðum Prentmets í gær, en viku fljótt fyrir bæklingum skreyttum grænu kornaxi þegar fulltrúar Framsóknarflokks í Reykjavíkurkjördæmunum gengu inn til að kynna stefnumál sín. Þau Frosti Sigurjónsson og Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir dreifðu líka súkkulaði í hádegismatnum á meðan starfsmenn gæddu sér á kakósúpu og tvíbökum. Frosti kynnti stefnumál flokksins og undirstrikaði oftar en einu sinni að hann væri nýr í pólitík og þetta væri heimur sem væri honum frekar ókunnur. Sveinbjörg tók í sama streng, en deildi meðal annars með fundargestum að hún hefði verið alin upp af rammkommúnískri móður og gallhörðum sjálfstæðismanni. Það hafi mótað hennar pólitísku afstöðu. Skulda- og efnahagsmál stóðu upp úr, sem endurspeglaðist svo í spurningum starfsmannanna sem dundu á frambjóðendum eftir kynninguna. Háværum og nokkuð æsilegum fundi lauk í Prentmeti þegar eigandinn klappaði saman lófum og sagði fólki að fara að vinna. Framsókn er auðvitað heitast og hentar mér velGuðjón Þorsteinsson og Ísleifur Jakobsson.„Ég er ekki alveg búinn að mynda mér skoðun, en Framsókn er auðvitað heitust og hentar mér vel. Ég er mjög ánægður með þessar heimsóknir flokkanna, en auðvitað er maður með hroka gagnvart einhverjum svo maður nennir ekki að hlusta á allt,“ segir Guðjón Þorsteinsson, starfsmaður Prentmets. Sessunautur hans, Ísleifur Jakobsson, tekur í sama streng. „Mér finnst heimsóknirnar mjög góðar og geta haft áhrif á mína afstöðu. Ég ætlaði ekki að kjósa neitt en Framsókn er eini flokkurinn sem ætlar að gera eitthvað fyrir heimilin og fyrirtækin, svo þeir fá mitt atkvæði.“ Kollegarnir segja mikinn áhuga vera meðal fólks að hlusta á hvað frambjóðendurnir hafa að segja. Mótmælti pólitískum heimsóknum með því að hunsa eigin flokkVigdís Ásgeirsdóttir.Vigdís Ásgeirsdóttir, prentari og söngkona, var skreytt barmmerki frá öðrum flokki undir framsögu Frosta og Sveinbjargar. Hún er alfarið á móti heimsóknum stjórnmálaflokka á vinnustaði. „Mér finnst þetta alls ekki eiga heima í fyrirtækjum og þá sérstaklega ekki á matmálstímum. Ég til dæmis mætti ekki hjá mínum eigin flokki hérna um daginn til að mótmæla þessu og borðaði niðri á kaffistofu,“ segir hún. „Þetta er fáránlegt, sérstaklega svona inni í matsal þar sem fólk hefur einhvern veginn ekkert val. Ef fólk vill þetta þá á þetta að vera haldið afsíðis í fundarherbergi. Segi ég, algjör hræsnari og mæti svo á þennan fund. En ég varð að fá svör við því hvort þau gætu svarað betur í sambandi við verðtrygginguna og hvernig þau geta látið það ganga upp.“ Vigdísi fannst framsóknarfólkið hafa komið svörum sínum vel frá sér, en taldi þau hins vegar algjörlega óraunhæf. „Þau útskýrðu þetta vel, en ég kaupi þetta ekki.“ Að hennar mati er nóg komið af pólitískum áróðri í kring um komandi kosningar.Skulda- og efnahagsmál stóðu upp úr, sem endurspeglaðist svo í spurningum starfsmannanna sem dundu á frambjóðendum eftir kynninguna.Ingibjörg Steinunn Ingjaldsdóttir og Guðmundur Ragnar Guðmundsson, eigendur Prentmets.
Kosningar 2013 Tengdar fréttir Heilbrigðiskerfið í landinu hrundi víst Starfsmenn LSH taka ekki undir orð oddvita Samfylkingarinnar um að velferðarkerfið hafi staðið af sér hrunið. Fréttablaðið heimsótti spítalann með frambjóðendum í gær og spjallaði við starfsmenn. Enginn vildi spyrja þingmenn spurninga. 18. apríl 2013 06:00 Ein heimsókn breytir ekki pólitískri afstöðu Frambjóðendur Bjartrar framtíðar kynntu helstu stefnumál sín á Hjúkrunarheimilinu Eir í gær. Fréttablaðið slóst með í för og tók íbúa tali. Flestir voru á því að stutt heimsókn stjórnmálaflokka gerði ekki mikið til að breyta afstöðu þeirra. 17. apríl 2013 07:00 Ekki mikill áhugi á sjóræningjapólitík Það virtist ekki vera mikill áhugi meðal gesta Kolaportsins á að ræða við frambjóðendur Pírata í kynningarbás sínum á Gleðistíg á laugardag. Básinn var staðsettur á móti kynningarsvæði Dögunar og ekki leið á löngu þar til heyrðist frá keppinautunum. "Endilega kíkið hingað,“ kallaði einn frambjóðandi Dögunar til blaðakonu og ljósmyndara Fréttablaðsins þar sem þau reyndu árangurslaust að fá fólk í viðtöl vegna píratanna. 22. apríl 2013 07:00 "Svaraðu já eða nei" Kennarar í MR spurðu menntamálaráðherra beittra spurninga á hádegisfundi með VG í gær. Helst var rætt um lyf, samgöngumál, umhverfismál og mikla óánægju með menntamál. Fréttablaðið var á fundinum og lagði við hlustir. 19. apríl 2013 07:00 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Sjá meira
Heilbrigðiskerfið í landinu hrundi víst Starfsmenn LSH taka ekki undir orð oddvita Samfylkingarinnar um að velferðarkerfið hafi staðið af sér hrunið. Fréttablaðið heimsótti spítalann með frambjóðendum í gær og spjallaði við starfsmenn. Enginn vildi spyrja þingmenn spurninga. 18. apríl 2013 06:00
Ein heimsókn breytir ekki pólitískri afstöðu Frambjóðendur Bjartrar framtíðar kynntu helstu stefnumál sín á Hjúkrunarheimilinu Eir í gær. Fréttablaðið slóst með í för og tók íbúa tali. Flestir voru á því að stutt heimsókn stjórnmálaflokka gerði ekki mikið til að breyta afstöðu þeirra. 17. apríl 2013 07:00
Ekki mikill áhugi á sjóræningjapólitík Það virtist ekki vera mikill áhugi meðal gesta Kolaportsins á að ræða við frambjóðendur Pírata í kynningarbás sínum á Gleðistíg á laugardag. Básinn var staðsettur á móti kynningarsvæði Dögunar og ekki leið á löngu þar til heyrðist frá keppinautunum. "Endilega kíkið hingað,“ kallaði einn frambjóðandi Dögunar til blaðakonu og ljósmyndara Fréttablaðsins þar sem þau reyndu árangurslaust að fá fólk í viðtöl vegna píratanna. 22. apríl 2013 07:00
"Svaraðu já eða nei" Kennarar í MR spurðu menntamálaráðherra beittra spurninga á hádegisfundi með VG í gær. Helst var rætt um lyf, samgöngumál, umhverfismál og mikla óánægju með menntamál. Fréttablaðið var á fundinum og lagði við hlustir. 19. apríl 2013 07:00
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent