Sögulegur Kínasamningur Össur Skarphéðinsson skrifar 22. apríl 2013 14:15 Í anda Asíugáttarinnar sem ég hef þróað sem utanríkisráðherra undirritaði ég í Peking sl. þriðjudag fríverslunarsamning við Kína. Ísland er fyrsta Evrópuþjóðin sem nær þessum sögulega árangri. Allar þjóðir í Evrópu standa hins vegar í biðröð eftir því að gera slíkan samning því hann skapar störf, og lækkar verð til neytenda. Um leið eigum við í viðræðum gegnum EFTA um fríverslun við Indland, Malasíu, Víetnam, og höfum lagt drög að viðræðum við Taíland og Mjanmar. Ástæðan er sú, að öll þessi lönd eru á fljúgandi ferð í efnahagsmálum. Strax árið 2020 mun Kína verða stærra efnahagsveldi en Bandaríkin, og síðar á öldinni er spáð að Indland yfirtaki Bandaríkin líka. Í löndum Asíugáttarinnar fjölgar millistéttinni hröðum skrefum. Hún verður drifafl neyslu og hagvaxtar á þessari öld. Ég lít á Asíugáttina sem leið til að skapa nýræktir fyrir íslenska framleiðslu á næstu árum og áratugum. Fríverslunarsamningurinn við Kína skapar störf og býr til markaði fyrir jafnt hefðbundna framleiðslu sem splunkuný tækifæri. Ef Íslendingar spila rétt úr sínum kortum geta þeir þróað sterkan markað fyrir hefðbundnar fiskafurðir. Nú þegar hafa frosin þorskflök náð táfestu á kínverska markaðnum og með niðurfellingu tolla á íslenskan fisk gæti kínverski markaðurinn reynst haldreipi fyrir hefðbundnar afurðir andspænis miklu framboði á þorski úr Barentshafi. Afurðir sem hafa verið lítils virði, s.s. grásleppuhveljur og sæbjúgu, skapa þar gríðarleg verðmæti. Um leið er í Kína vaxandi markaður þar fyrir hvers konar íslenskt kjöt, heilnæmar mjólkurafurðir eru þar eftirsóttar, og Guðni Ágústsson ætti því að geta selt þar allt skyr Íslands. Um leið verða til ómæld tækifæri fyrir háþróaða iðnaðarframleiðslu eins og tölvuleiki, gervifætur og matvælatengd tæki, og gleymum ekki því að afnám 17% tolla á koltrefjar mun laða fjárfesta til Íslands til að framleiða þetta framtíðarefni í bíla og flugvélar inn á Kína. Það kemur hins vegar ekkert af sjálfu sér. Samningurinn opnar gríðarleg tækifæri og með honum ná Íslendingar forskoti umfram aðrar þjóðir. Það er undir Íslendingum sjálfum komið hvernig úr honum verður spilað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Össur Skarphéðinsson Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Í anda Asíugáttarinnar sem ég hef þróað sem utanríkisráðherra undirritaði ég í Peking sl. þriðjudag fríverslunarsamning við Kína. Ísland er fyrsta Evrópuþjóðin sem nær þessum sögulega árangri. Allar þjóðir í Evrópu standa hins vegar í biðröð eftir því að gera slíkan samning því hann skapar störf, og lækkar verð til neytenda. Um leið eigum við í viðræðum gegnum EFTA um fríverslun við Indland, Malasíu, Víetnam, og höfum lagt drög að viðræðum við Taíland og Mjanmar. Ástæðan er sú, að öll þessi lönd eru á fljúgandi ferð í efnahagsmálum. Strax árið 2020 mun Kína verða stærra efnahagsveldi en Bandaríkin, og síðar á öldinni er spáð að Indland yfirtaki Bandaríkin líka. Í löndum Asíugáttarinnar fjölgar millistéttinni hröðum skrefum. Hún verður drifafl neyslu og hagvaxtar á þessari öld. Ég lít á Asíugáttina sem leið til að skapa nýræktir fyrir íslenska framleiðslu á næstu árum og áratugum. Fríverslunarsamningurinn við Kína skapar störf og býr til markaði fyrir jafnt hefðbundna framleiðslu sem splunkuný tækifæri. Ef Íslendingar spila rétt úr sínum kortum geta þeir þróað sterkan markað fyrir hefðbundnar fiskafurðir. Nú þegar hafa frosin þorskflök náð táfestu á kínverska markaðnum og með niðurfellingu tolla á íslenskan fisk gæti kínverski markaðurinn reynst haldreipi fyrir hefðbundnar afurðir andspænis miklu framboði á þorski úr Barentshafi. Afurðir sem hafa verið lítils virði, s.s. grásleppuhveljur og sæbjúgu, skapa þar gríðarleg verðmæti. Um leið er í Kína vaxandi markaður þar fyrir hvers konar íslenskt kjöt, heilnæmar mjólkurafurðir eru þar eftirsóttar, og Guðni Ágústsson ætti því að geta selt þar allt skyr Íslands. Um leið verða til ómæld tækifæri fyrir háþróaða iðnaðarframleiðslu eins og tölvuleiki, gervifætur og matvælatengd tæki, og gleymum ekki því að afnám 17% tolla á koltrefjar mun laða fjárfesta til Íslands til að framleiða þetta framtíðarefni í bíla og flugvélar inn á Kína. Það kemur hins vegar ekkert af sjálfu sér. Samningurinn opnar gríðarleg tækifæri og með honum ná Íslendingar forskoti umfram aðrar þjóðir. Það er undir Íslendingum sjálfum komið hvernig úr honum verður spilað.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun