Frambjóðendurnir seldu blöðrur og gáfu barmmerki og bæklinga. Tveir meðlimir flokksins sátu og föndruðu barmmerki og spjölluðu saman á ensku í hálfum hljóðum. Fjöldi bóka var einnig til sölu en fljótt á litið var ekki að finna eina einustu um tjáningarfrelsi, tölvur eða internetið.
Hvorki Helgi né aðrir úr flokknum voru að bera sig mikið eftir söfnun atkvæða með útskýringum stefnumála eða barmmerkjum. Flestir sem hófu samtal við píratana virtust þekkja þá fyrir, að minnsta kosti var töluvert um kossa á kinnar og handabönd.
Alvaran í baráttunni hófst er fullorðin kona gekk ákveðin upp að Helga og bað hann um að svara fjölda spurninga þar sem „hún var orðin leið á að láta stjórnmálaflokka ljúga að sér“. Spurningarnar litu að einkavæðingu, auðlindanýtingu, heilbrigðiskerfinu, virkjanamálum og fleiru. Eftir því sem spurningarnar urðu erfiðari og ítarlegri sást að það fóru að renna tvær grímur á Helga.
„Hvað ætlarðu að gera við þetta?“ spyr Helgi konuna. „Þetta er bara fyrir mig,“ svaraði hún.“ Ætlarðu að gera eitthvað við svörin, gefa þau út eða birta þau? Því ef svo er vil ég helst ekki svara fleiri spurningum,“ bætti hann við.
Konan virtist hafa náð að sannfæra oddvitann um að svara áfram því hann hélt áfram töluverða stund. Það tók að vísu tuttugu mínútur og hann missti eflaust af einum eða tveimur mögulegum kjósendum, en konan fékk svör við spurningum sínum. „Píratarnir eru fyrstir og svo ætla ég að gera þetta við alla flokka,“ segir hún. „Hann fór svolítið undan í sumum svörum, en öðrum svaraði hann vel.“
"Alls ekki íhaldið og alls ekki Framsókn“

„Ég er ekki alveg búinn að ákveða mig varðandi kosningarnar en vegna fjölskyldunnar er þetta er besti möguleikinn.“
Ólafur hefur ekki mikla trú á að framboðskynningar sem þessar hafi nokkur einustu áhrif á kjósendur. Hann hafði kynnt sér stefnumál flokksins áður en hann kom í Kolaportið þennan dag.
„Þessi stefna hentar mér bara vel, svo framarlega sem þetta er alls ekki íhaldið og alls ekki Framsókn,“ segir hann.
Verður sextug og ákveðin á kosningadaginn

Hún segir heimsóknir og áróðursbæklinga stjórnmálaflokka á svæðinu ekki hafa nokkur einustu áhrif á hana og hennar afstöðu.
„Ég mun ákveða mig á afmælisdaginn. Þegar ég vakna um morguninn ætla ég að fara í sund og þar mun ég taka ákvörðunina. Þetta er það eina sem ég er búin að ákveða.“