Handvalið lýðræði hjá Stöð 2 Eyþór Jóvinsson skrifar 23. apríl 2013 11:00 Þótt flokkur mælist ekki með mikið fylgi eru hugmyndir flokksins, skoðanir og úrlausnir á vandamálum ekki síðri en hjá þeim flokkum sem mælast með meira fylgi. Engu að síður handvelur Stöð 2 þá flokka til að mæta í sjónvarpssal til að kynna sín málefni og lausnir á vanda þjóðarinnar. Í gærkvöldi var Stöð 2 með umræðuþátt fyrir oddvita flokka í Norðvesturkjördæmi, þar var aðeins fimm oddvitum boðið til að kynna sínar hugmyndir, sömu hugmyndir og þessir sömu flokkar hafa kynnt á fjögra ára fresti, allt frá því að ég man eftir mér. Með mislitlum árangri þó. Það er nefnilega svo að skoðanir manns á Skagaströnd eru ekkert verri eða minna virði en skoðanir manns í Reykjavík. Jafnvel þó það búi aðeins um 500 manns á Skagaströnd en 200.000 í Reykjavík. Tilveruréttur manna er jafn mikilvægur, hvort sem menn búa í fjölmennu samfélagi eða fámennu. Allir einstaklingar hafa ákveðnar grunnþarfir og hugsjónir óháð búsetu og íbúatölu. Það virðist oft gleymast. Sérstaklega í fjölmiðlum. Það sama má segja um stjórnmálaflokka. Tilveruréttur og skoðanir allra flokka hljóta að vega jafn þungt, óháð fylgi í skoðanakönnunum. Þrátt fyrir það útilokar Stöð 2 einmitt þá flokka sem þurfa hvað mest á sinni kynningu að halda, þar sem þeir flokkar sitja ekki við sama borð og ríkisstyrktir stjórnmálaflokkar sem hafa nær ótakmörkuð fjárráð til að kynna sig með auglýsingaefni. Það sem er sárast í þessu er að flokkar eins og Lýðræðisvaktin vantar svo sáralítið til að komast inn á þing samkvæmt skoðanakönnunum eða rétt um 1% og er því í baráttu upp á líf og dauða til að ná því marki. Á sama tíma skiptir það Sjálfstæðisflokkinn litlu máli hvort að hann fái 23% eða 24% í komandi kosningum. En það skiptir Lýðræðisvaktina öllu máli hvort að hún fái 4% eða 5% um næstu helgi. Það er óásættanlegt að einn stærsti fjölmiðill landsins hafi hvorki lýðræðislegan kjark eða þor til að gefa mönnum tækifæri á að sitja við sama borð. Skammist ykkar! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Þótt flokkur mælist ekki með mikið fylgi eru hugmyndir flokksins, skoðanir og úrlausnir á vandamálum ekki síðri en hjá þeim flokkum sem mælast með meira fylgi. Engu að síður handvelur Stöð 2 þá flokka til að mæta í sjónvarpssal til að kynna sín málefni og lausnir á vanda þjóðarinnar. Í gærkvöldi var Stöð 2 með umræðuþátt fyrir oddvita flokka í Norðvesturkjördæmi, þar var aðeins fimm oddvitum boðið til að kynna sínar hugmyndir, sömu hugmyndir og þessir sömu flokkar hafa kynnt á fjögra ára fresti, allt frá því að ég man eftir mér. Með mislitlum árangri þó. Það er nefnilega svo að skoðanir manns á Skagaströnd eru ekkert verri eða minna virði en skoðanir manns í Reykjavík. Jafnvel þó það búi aðeins um 500 manns á Skagaströnd en 200.000 í Reykjavík. Tilveruréttur manna er jafn mikilvægur, hvort sem menn búa í fjölmennu samfélagi eða fámennu. Allir einstaklingar hafa ákveðnar grunnþarfir og hugsjónir óháð búsetu og íbúatölu. Það virðist oft gleymast. Sérstaklega í fjölmiðlum. Það sama má segja um stjórnmálaflokka. Tilveruréttur og skoðanir allra flokka hljóta að vega jafn þungt, óháð fylgi í skoðanakönnunum. Þrátt fyrir það útilokar Stöð 2 einmitt þá flokka sem þurfa hvað mest á sinni kynningu að halda, þar sem þeir flokkar sitja ekki við sama borð og ríkisstyrktir stjórnmálaflokkar sem hafa nær ótakmörkuð fjárráð til að kynna sig með auglýsingaefni. Það sem er sárast í þessu er að flokkar eins og Lýðræðisvaktin vantar svo sáralítið til að komast inn á þing samkvæmt skoðanakönnunum eða rétt um 1% og er því í baráttu upp á líf og dauða til að ná því marki. Á sama tíma skiptir það Sjálfstæðisflokkinn litlu máli hvort að hann fái 23% eða 24% í komandi kosningum. En það skiptir Lýðræðisvaktina öllu máli hvort að hún fái 4% eða 5% um næstu helgi. Það er óásættanlegt að einn stærsti fjölmiðill landsins hafi hvorki lýðræðislegan kjark eða þor til að gefa mönnum tækifæri á að sitja við sama borð. Skammist ykkar!
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar