Kjósum stöðugleika, ábyrgð og jöfnuð Katrín Júlíusdóttir skrifar 24. apríl 2013 06:00 Á laugardag kjósum við um hvort heimilum og fyrirtækjum verður tryggður stöðugleiki með ábyrgri efnahagsstjórn til að bæta lífskjör og efla fjárfestingu í nýjum atvinnutækifærum eða hvort blása eigi út nýja bólu. Viljum við halda þeim möguleika opnum að losna við verðtryggingu og vaxtaokur til frambúðar, bæta lífskjör og starfsskilyrði atvinnulífsins með upptöku gjaldgengrar myntar með því að ljúka aðildarsamningi við ESB og leyfa þjóðinni sjálfri að taka upplýsta ákvörðun eða viljum við skella þeim dyrum á heimilin og fyrirtækin strax að loknum kosningum? Verður ævarandi eignarréttur þjóðarinnar á verðmætum auðlindum sínum virtur og tryggt að þjóðin öll njóti auðlindaarðsins eða verður horfið til einkavæðingar bæði auðlinda og þess arðs sem úthlutun sérleyfa til nýtingar skapar? Á tekjuskattskerfið áfram að stuðla að auknum jöfnuði með þrepaskiptingu sem tryggir hinum tekjulægstu og fólki með meðaltekjur lægri skattbyrði eða verður sérstök lækkun á sköttum hinna tekjuhæstu að forgangsverkefni í skattamálum? Verður svigrúmi til að bæta stöðu heimilanna í landinu varið til að bæta stöðu þeirra sem eiga í vanda eða eru að kaupa fyrstu eign, styðja enn frekar við barnafjölskyldur og efla húsnæðisbætur sem renna einnig til ungs fólks á leigumarkaði eða á að nýta bróðurpartinn í þágu efnamestu fjölskyldnanna á höfuðborgarsvæðinu?Treystum stjórnvöldum Treystum við þeim stjórnvöldum sem höfðu kjark og framsýni til að verja íslenska hagsmuni gegn erlendum kröfuhöfum með því að færa erlendar eignir þeirra undir gjaldeyrishöftin eða þeim sem stíga fram í aðdraganda kosninga og segja „nú get ég“ eftir að hafa setið hjá eða greitt atkvæði gegn lagasetningunni sem skapaði þá sterku samningsstöðu sem nú vekur vonir um heildarlausn á losun fjármagnshafta? Munu grunngildi jafnaðarmanna um gagnsæi, markaðslausnir á forsendum samfélagslegrar ábyrgðar og heilbrigðrar samkeppni ráða endurreisn fjármálakerfisins úr höndum erlendra kröfuhafa eða verður framkvæmdin á ábyrgð og forsendum sömu flokka og valdablokka og einkavinavæddu bankana með þeim afleiðingum sem þjóðin er enn að vinna úr? Kjósendur standa frammi fyrir þeim veruleika að aðeins styrkur Samfylkingarinnar, jafnaðarmannaflokks Íslands, að loknum kosningum, ræður svarinu við þessum spurningum. Andspænis því bandalagi sérhagsmunaflokkanna sem við blasir dugar aðeins sameinaður og öflugur flokkur jafnaðarmanna. Jafnaðarmenn, stöndum saman á kjördag, setjum X við S. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Júlíusdóttir Kosningar 2013 Skoðun Tengdar fréttir Við eigum betra skilið en sirkus Geira ósmart Síðustu ár hafa verið súrrealísk. Hrunið hér varð algert. "Góðærið“ var keyrt áfram af botnlausri græðgi, skammtímasýn og hannað af viðskipta- og fjárglæfratöframönnum sem margir böðuðu sig í frægðarsól. Þar kom þó að því að frægðarsólin brenndi og dagsljósið birti hroðalega mynd siðleysis, hirðuleysis og egóisma. Heimilin í landinu og almenningur ásamt flestum fyrirtækjum líða fyrir þetta. Nú er ljóst hvers konar sirkus var í gangi. Það var sirkus Geira ósmart. 24. apríl 2013 06:00 Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Á laugardag kjósum við um hvort heimilum og fyrirtækjum verður tryggður stöðugleiki með ábyrgri efnahagsstjórn til að bæta lífskjör og efla fjárfestingu í nýjum atvinnutækifærum eða hvort blása eigi út nýja bólu. Viljum við halda þeim möguleika opnum að losna við verðtryggingu og vaxtaokur til frambúðar, bæta lífskjör og starfsskilyrði atvinnulífsins með upptöku gjaldgengrar myntar með því að ljúka aðildarsamningi við ESB og leyfa þjóðinni sjálfri að taka upplýsta ákvörðun eða viljum við skella þeim dyrum á heimilin og fyrirtækin strax að loknum kosningum? Verður ævarandi eignarréttur þjóðarinnar á verðmætum auðlindum sínum virtur og tryggt að þjóðin öll njóti auðlindaarðsins eða verður horfið til einkavæðingar bæði auðlinda og þess arðs sem úthlutun sérleyfa til nýtingar skapar? Á tekjuskattskerfið áfram að stuðla að auknum jöfnuði með þrepaskiptingu sem tryggir hinum tekjulægstu og fólki með meðaltekjur lægri skattbyrði eða verður sérstök lækkun á sköttum hinna tekjuhæstu að forgangsverkefni í skattamálum? Verður svigrúmi til að bæta stöðu heimilanna í landinu varið til að bæta stöðu þeirra sem eiga í vanda eða eru að kaupa fyrstu eign, styðja enn frekar við barnafjölskyldur og efla húsnæðisbætur sem renna einnig til ungs fólks á leigumarkaði eða á að nýta bróðurpartinn í þágu efnamestu fjölskyldnanna á höfuðborgarsvæðinu?Treystum stjórnvöldum Treystum við þeim stjórnvöldum sem höfðu kjark og framsýni til að verja íslenska hagsmuni gegn erlendum kröfuhöfum með því að færa erlendar eignir þeirra undir gjaldeyrishöftin eða þeim sem stíga fram í aðdraganda kosninga og segja „nú get ég“ eftir að hafa setið hjá eða greitt atkvæði gegn lagasetningunni sem skapaði þá sterku samningsstöðu sem nú vekur vonir um heildarlausn á losun fjármagnshafta? Munu grunngildi jafnaðarmanna um gagnsæi, markaðslausnir á forsendum samfélagslegrar ábyrgðar og heilbrigðrar samkeppni ráða endurreisn fjármálakerfisins úr höndum erlendra kröfuhafa eða verður framkvæmdin á ábyrgð og forsendum sömu flokka og valdablokka og einkavinavæddu bankana með þeim afleiðingum sem þjóðin er enn að vinna úr? Kjósendur standa frammi fyrir þeim veruleika að aðeins styrkur Samfylkingarinnar, jafnaðarmannaflokks Íslands, að loknum kosningum, ræður svarinu við þessum spurningum. Andspænis því bandalagi sérhagsmunaflokkanna sem við blasir dugar aðeins sameinaður og öflugur flokkur jafnaðarmanna. Jafnaðarmenn, stöndum saman á kjördag, setjum X við S.
Við eigum betra skilið en sirkus Geira ósmart Síðustu ár hafa verið súrrealísk. Hrunið hér varð algert. "Góðærið“ var keyrt áfram af botnlausri græðgi, skammtímasýn og hannað af viðskipta- og fjárglæfratöframönnum sem margir böðuðu sig í frægðarsól. Þar kom þó að því að frægðarsólin brenndi og dagsljósið birti hroðalega mynd siðleysis, hirðuleysis og egóisma. Heimilin í landinu og almenningur ásamt flestum fyrirtækjum líða fyrir þetta. Nú er ljóst hvers konar sirkus var í gangi. Það var sirkus Geira ósmart. 24. apríl 2013 06:00
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun