Auðlindirnar þrjár Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 24. apríl 2013 06:00 Við Íslendingar eigum þrjár risa auðlindir sem nýttar er af mismiklum krafti. Auðug fiskimið, hrein orka og áhugavert land sem ferðamenn sækjast eftir að heimsækja. Þessar auðlindir eiga að mínu mati miklu meira sameiginlegt en haldið er fram í almennri umræðu. A) Allar eru þessar auðlindir að einhverju leyti nýttar nú þegar, B) það er hægt að nýta þær enn frekar ef vilji er til þess, C) allar gefa þær af sér tekjur með einum eða öðrum hætti og D) allar eru þær í eigu þjóðarinnar að miklu eða öllu leyti. En ólíkt því sem sumir halda þá leiðir nýting allra þessara auðlinda til einhverra umhverfisáhrifa. Það er ekkert ósnortið við vistkerfi hafsins þar sem olíuknúin skip moka upp yfir milljón tonnum af fiski, Það er ekkert ósnortið við náttúrufyrirbrigði sem girt er af með trépöllum, stígum, rútum í röðum, kömrum og minjagripaverslunum. Ekki frekar en á sem virkjuð hefur verið til raforkuframleiðslu er ósnortinn. En engar af þessum auðlindum eru ónýtar og nýtingin er endrum og sinnum ásættanlegt. Við Íslendingar eigum reyndar óhemju miklar auðlindir og höfum einungis nýtt þær að hluta. Það er auðveldlega hægt að moka upp mikið meira af fiski, virkja allar sprænur og hveri og hleypa hér inn fleiri milljónum ferðamanna. Við myndum vissulega græða mikið og hratt en væri að mínu mati græðgi og hreinlega óskynsamlegt. Það er líka að mínu mati algerlega óraunhæf draumsýn að ef við hættum að veiða, virkja og ferðast, þá muni sjómaðurinn, iðnaðarmaðurinn og ferðaþjónustuaðilinn um leið snúa sér að smíði tölvuleikja, gerviliðasmíði og náttúrusmyrslagerð. Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá munu framtíðartekjur okkar og lífsgæði byggja að miklu leyti á hvernig þessum auðlindum verður stjórnað og miðlað í framtíðinni. Það gilda sömu mikilvægu ákvarðanatökur um allar auðlindirnar. A) Hvort, hvernig og hversu mikið eigum við að nýta? B) hvernig getum við nýtt þær með sem minnstum umhverfisáhrifum? C) hvernig og hversu miklar tekjur viljum við fá fyrir þær og hvernig skiptum við þeim og útdeilum á eigendur þ.e. okkur? Þetta gildir fyrir allar þessar auðlindir og algerlega óþarfi að vera rugla þeim eitthvað saman. Við vitum vel að í raun og veru hefur enginn ferðamaður hætt við að kaupa ferð til Íslands vegna virkjunarframkvæmdar, við vitum líka að enginn hefur hætt við að reisa gagnaver hérna vegna umdeildra makrílveiða. Hættum að blanda óskyldum hlutum saman og einbeitum okkur að sameiginlegum viðfangsefnum þessara auðlinda þ.e. skynsamlegri nýtingu. Mitt mat er að við getum aukið nýtingu á öllum þessum sviðum með jafnvel enn minni umhverfisáhrifum en gert er í dag. Það má t.d. minnka olíunotkun í sjávarútvegi og ferðaþjónustu, fella virkjanir betur að landslagi og bæta meðhöndlun og nýtingu úrgangs sem til verður í öllum auðlindaflokkunum. Ég veit líka jafnvel að allar þessar auðlindir eru takmarkaðar og stíga verður varlega til jarðar í allri ákvarðanatöku. Við eigum einnig að vera víðsýn í leit okkar að hámarkstekjum fyrir hverja auðlindareiningu. Það eru t.d. margir algerlega lokaðir fyrir sölu á raforku til erlendra aðila en finnst á sama tíma sjálfsagt að selja fisk út úr landinu og hleypa inn erlendum ferðamönnum vitandi að slíkt hefur hækkað bæði verð á fiski og gistinóttum innanlands fyrir heimamenn. Flestir átta sig auðvitað á þau neikvæðu áhrif eru miklu minni en þau jákvæðu sem fást með auknum tekjumöguleikum á stærri markaði. Það eru nefnilega ýmsar leiðir til að ná í tekjur af auðlindanýtingu og skoða verður alla bestun á slíku með yfirveguðum hætti. Beinn aðlindaskattur er ein leið en óbeinn tekjuskattur, atvinnusköpun eða lágt innanlandsverð eru líka leiðir til að úthluta arði af auðlindum. Okkur Íslendingum hefur verið falin umsjón yfir ótrúlegum auðlindum og okkur ber að umgangast þær af þolinmæði og skynsemi. Við verðum varveita þær og nýta þannig að umheimurinn og við sjálf getum verið stolt af. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Sjá meira
Við Íslendingar eigum þrjár risa auðlindir sem nýttar er af mismiklum krafti. Auðug fiskimið, hrein orka og áhugavert land sem ferðamenn sækjast eftir að heimsækja. Þessar auðlindir eiga að mínu mati miklu meira sameiginlegt en haldið er fram í almennri umræðu. A) Allar eru þessar auðlindir að einhverju leyti nýttar nú þegar, B) það er hægt að nýta þær enn frekar ef vilji er til þess, C) allar gefa þær af sér tekjur með einum eða öðrum hætti og D) allar eru þær í eigu þjóðarinnar að miklu eða öllu leyti. En ólíkt því sem sumir halda þá leiðir nýting allra þessara auðlinda til einhverra umhverfisáhrifa. Það er ekkert ósnortið við vistkerfi hafsins þar sem olíuknúin skip moka upp yfir milljón tonnum af fiski, Það er ekkert ósnortið við náttúrufyrirbrigði sem girt er af með trépöllum, stígum, rútum í röðum, kömrum og minjagripaverslunum. Ekki frekar en á sem virkjuð hefur verið til raforkuframleiðslu er ósnortinn. En engar af þessum auðlindum eru ónýtar og nýtingin er endrum og sinnum ásættanlegt. Við Íslendingar eigum reyndar óhemju miklar auðlindir og höfum einungis nýtt þær að hluta. Það er auðveldlega hægt að moka upp mikið meira af fiski, virkja allar sprænur og hveri og hleypa hér inn fleiri milljónum ferðamanna. Við myndum vissulega græða mikið og hratt en væri að mínu mati græðgi og hreinlega óskynsamlegt. Það er líka að mínu mati algerlega óraunhæf draumsýn að ef við hættum að veiða, virkja og ferðast, þá muni sjómaðurinn, iðnaðarmaðurinn og ferðaþjónustuaðilinn um leið snúa sér að smíði tölvuleikja, gerviliðasmíði og náttúrusmyrslagerð. Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá munu framtíðartekjur okkar og lífsgæði byggja að miklu leyti á hvernig þessum auðlindum verður stjórnað og miðlað í framtíðinni. Það gilda sömu mikilvægu ákvarðanatökur um allar auðlindirnar. A) Hvort, hvernig og hversu mikið eigum við að nýta? B) hvernig getum við nýtt þær með sem minnstum umhverfisáhrifum? C) hvernig og hversu miklar tekjur viljum við fá fyrir þær og hvernig skiptum við þeim og útdeilum á eigendur þ.e. okkur? Þetta gildir fyrir allar þessar auðlindir og algerlega óþarfi að vera rugla þeim eitthvað saman. Við vitum vel að í raun og veru hefur enginn ferðamaður hætt við að kaupa ferð til Íslands vegna virkjunarframkvæmdar, við vitum líka að enginn hefur hætt við að reisa gagnaver hérna vegna umdeildra makrílveiða. Hættum að blanda óskyldum hlutum saman og einbeitum okkur að sameiginlegum viðfangsefnum þessara auðlinda þ.e. skynsamlegri nýtingu. Mitt mat er að við getum aukið nýtingu á öllum þessum sviðum með jafnvel enn minni umhverfisáhrifum en gert er í dag. Það má t.d. minnka olíunotkun í sjávarútvegi og ferðaþjónustu, fella virkjanir betur að landslagi og bæta meðhöndlun og nýtingu úrgangs sem til verður í öllum auðlindaflokkunum. Ég veit líka jafnvel að allar þessar auðlindir eru takmarkaðar og stíga verður varlega til jarðar í allri ákvarðanatöku. Við eigum einnig að vera víðsýn í leit okkar að hámarkstekjum fyrir hverja auðlindareiningu. Það eru t.d. margir algerlega lokaðir fyrir sölu á raforku til erlendra aðila en finnst á sama tíma sjálfsagt að selja fisk út úr landinu og hleypa inn erlendum ferðamönnum vitandi að slíkt hefur hækkað bæði verð á fiski og gistinóttum innanlands fyrir heimamenn. Flestir átta sig auðvitað á þau neikvæðu áhrif eru miklu minni en þau jákvæðu sem fást með auknum tekjumöguleikum á stærri markaði. Það eru nefnilega ýmsar leiðir til að ná í tekjur af auðlindanýtingu og skoða verður alla bestun á slíku með yfirveguðum hætti. Beinn aðlindaskattur er ein leið en óbeinn tekjuskattur, atvinnusköpun eða lágt innanlandsverð eru líka leiðir til að úthluta arði af auðlindum. Okkur Íslendingum hefur verið falin umsjón yfir ótrúlegum auðlindum og okkur ber að umgangast þær af þolinmæði og skynsemi. Við verðum varveita þær og nýta þannig að umheimurinn og við sjálf getum verið stolt af.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun