"Hvað ætla Píratar að gera fyrir landsbyggðina?“ Herbert Snorrason skrifar 25. apríl 2013 06:00 Þetta er spurning sem við heyrum nokkuð oft. Hún byggist, að ég tel, á tvíþættum misskilningi. Annars vegar er það ranghugmynd um Pírata: Að við séum upp til hópa latte-lepjandi hippar úr miðbæ Reykjavíkur sem enga reynslu hafa af því hvernig það er að búa úti á landi. Hins vegar er það ranghugmynd um þann vanda sem steðjar að íslensku samfélagi: Að landsbyggðin þurfi á sérstakri aðstoð og sértækum aðgerðum að halda, svo hinar „dreifðu byggðir“ geti áfram haldist í byggð. Þetta er hvort tveggja rangt. Ég hef til dæmis enn ekki lært þá kúnst að lepja latte – eða kaffi yfirhöfuð. Ég er líka Ísfirðingur, fæddur og uppalinn í faðmi fjalla blárra. Ég er aðskotahlutur í Reykjavík, og nota hvert einasta tækifæri sem býðst til að koma aftur heim. Ég er ekki einn á meðal Pírata. Jafnvel í hópnum sem kom starfinu af stað á höfuðborgarsvæðinu eru ófáir sem hafa reynslu af því að búa úti á landi. Sjálfsákvörðunarréttur Þetta er samt ekki lykilatriðið. Lykilatriðið er að ein af grundvallarforsendum stefnu Pírata er hugmyndin um sjálfsákvörðunarrétt: Þeir sem verða fyrir áhrifum af ákvörðun þurfa að hafa rétt til að hafa áhrif á ákvörðunina. Píratar vilja af þessum sökum draga úr miðstýringu og auka upplýsingagjöf til almennings. Jafnvel þó við værum eintómir latte-lepjandi hippar sem aldrei yfirgæfu 101 Reykjavík, þá ætti stefna Pírata að falla vel að þörfum landsbyggðarinnar.Leggja áherslu á nærþjónustu Tilfellið er nefnilega það að landsbyggðin þarf ekki á því að halda að ríkið ráðist í að dæla peningum frá Reykjavík til að niðurgreiða landsbyggðina. Hún þarf á því að halda að ríkið hætti að „spara“ með því að byggja stórar þjónustumiðstöðvar í Reykjavík og leggja niður aðra þjónustu af sama tagi. Íbúar Reykjavíkur þurfa á því sama að halda. Hvaða vit er í því að byggja hátæknisjúkrahús þegar heilsugæslan er að því komin að hrynja niður? Er ekki eðlilegt að leggja áherslu á nærþjónustu og eiga sérhæfðari stofnanirnar sem bakstopp í alvarlegri tilvikum? Hvers vegna er Háskóli Íslands allur á einum stað? Mætti ekki fara að fordæmi Kaliforníuháskóla, sem rekur kennslustöðvar á nokkrum stöðum í fylkinu? Vissulega fylgir þessu kostnaður á þeim stöðum þar sem nærþjónustan er veitt, en það er ekki þar með sagt að það feli í sér niðurgreiðslu frá Reykjavík. Hvernig væri t.d. að miða við að útgjöld ríkissjóðs í hverju sveitarfélagi séu svipaðar tekjum hans í því sveitarfélagi?Gerum hlutina sjálf Píratar vilja ekki lofa því að eitthvað sé gert fyrir fólk; við viljum gera fólki kleift að gera hlutina sjálft. Þetta er hægt með ýmsum hætti: Píratar vilja auka aðkomu almennings að ákvarðanatöku, á öllum stigum og í öllum kerfum. Beint lýðræði, ekki aðeins þegar kemur að löggjöf heldur einnig í fjárlagagerð, framkvæmdum, og innan reksturs. Valddreifing, tilfærsla ákvörðunarréttar til þeirra sem verða fyrir beinum áhrifum, þýðir að hagsmunir utanaðkomandi aðila hafa minni áhrif á ákvörðunina sem tekin er. Það ætla Píratar að gera fyrir landsbyggðina – og höfuðborgarsvæðið líka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Þetta er spurning sem við heyrum nokkuð oft. Hún byggist, að ég tel, á tvíþættum misskilningi. Annars vegar er það ranghugmynd um Pírata: Að við séum upp til hópa latte-lepjandi hippar úr miðbæ Reykjavíkur sem enga reynslu hafa af því hvernig það er að búa úti á landi. Hins vegar er það ranghugmynd um þann vanda sem steðjar að íslensku samfélagi: Að landsbyggðin þurfi á sérstakri aðstoð og sértækum aðgerðum að halda, svo hinar „dreifðu byggðir“ geti áfram haldist í byggð. Þetta er hvort tveggja rangt. Ég hef til dæmis enn ekki lært þá kúnst að lepja latte – eða kaffi yfirhöfuð. Ég er líka Ísfirðingur, fæddur og uppalinn í faðmi fjalla blárra. Ég er aðskotahlutur í Reykjavík, og nota hvert einasta tækifæri sem býðst til að koma aftur heim. Ég er ekki einn á meðal Pírata. Jafnvel í hópnum sem kom starfinu af stað á höfuðborgarsvæðinu eru ófáir sem hafa reynslu af því að búa úti á landi. Sjálfsákvörðunarréttur Þetta er samt ekki lykilatriðið. Lykilatriðið er að ein af grundvallarforsendum stefnu Pírata er hugmyndin um sjálfsákvörðunarrétt: Þeir sem verða fyrir áhrifum af ákvörðun þurfa að hafa rétt til að hafa áhrif á ákvörðunina. Píratar vilja af þessum sökum draga úr miðstýringu og auka upplýsingagjöf til almennings. Jafnvel þó við værum eintómir latte-lepjandi hippar sem aldrei yfirgæfu 101 Reykjavík, þá ætti stefna Pírata að falla vel að þörfum landsbyggðarinnar.Leggja áherslu á nærþjónustu Tilfellið er nefnilega það að landsbyggðin þarf ekki á því að halda að ríkið ráðist í að dæla peningum frá Reykjavík til að niðurgreiða landsbyggðina. Hún þarf á því að halda að ríkið hætti að „spara“ með því að byggja stórar þjónustumiðstöðvar í Reykjavík og leggja niður aðra þjónustu af sama tagi. Íbúar Reykjavíkur þurfa á því sama að halda. Hvaða vit er í því að byggja hátæknisjúkrahús þegar heilsugæslan er að því komin að hrynja niður? Er ekki eðlilegt að leggja áherslu á nærþjónustu og eiga sérhæfðari stofnanirnar sem bakstopp í alvarlegri tilvikum? Hvers vegna er Háskóli Íslands allur á einum stað? Mætti ekki fara að fordæmi Kaliforníuháskóla, sem rekur kennslustöðvar á nokkrum stöðum í fylkinu? Vissulega fylgir þessu kostnaður á þeim stöðum þar sem nærþjónustan er veitt, en það er ekki þar með sagt að það feli í sér niðurgreiðslu frá Reykjavík. Hvernig væri t.d. að miða við að útgjöld ríkissjóðs í hverju sveitarfélagi séu svipaðar tekjum hans í því sveitarfélagi?Gerum hlutina sjálf Píratar vilja ekki lofa því að eitthvað sé gert fyrir fólk; við viljum gera fólki kleift að gera hlutina sjálft. Þetta er hægt með ýmsum hætti: Píratar vilja auka aðkomu almennings að ákvarðanatöku, á öllum stigum og í öllum kerfum. Beint lýðræði, ekki aðeins þegar kemur að löggjöf heldur einnig í fjárlagagerð, framkvæmdum, og innan reksturs. Valddreifing, tilfærsla ákvörðunarréttar til þeirra sem verða fyrir beinum áhrifum, þýðir að hagsmunir utanaðkomandi aðila hafa minni áhrif á ákvörðunina sem tekin er. Það ætla Píratar að gera fyrir landsbyggðina – og höfuðborgarsvæðið líka.
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun