Jöfnum stöðu leigjenda og kaupenda Björk Vilhelmsdóttir skrifar 25. apríl 2013 06:00 Eitt helsta kosningamál Samfylkingarinnar er að bæta stöðu leigjenda. Við viljum tryggja 2.000 nýjar leiguíbúðir á næsta kjörtímabili, að húsnæðisbætur tryggi jafngóðan stuðning fyrir þá sem leigja og þá sem kaupa og að útleiga á einni íbúð verði undanþegin fjármagnstekjuskatti og skerði ekki tekjur lífeyrisþega. Um 25% húsnæðis eru leiguhúsnæði. Greiðslubyrði leigjenda er almennt mun meiri en greiðslubyrði þeirra sem eru í eigin húsnæði. Ástæðan er sú að vaxtabætur ná til stórs hluta íbúðareigenda og vaxtabætur ná að greiða allt upp í 50% af vaxtakostnaði af húsnæðislánum þeirra sem eru í lægstu tekjuhópunum. Það skýtur því skökku við að fjölmiðlar og flestir stjórnmálaflokkar haldi þeirri mynd á lofti að þeir einir séu umfjöllunarinnar virði sem „eiga“ eða öllu heldur skulda sitt íbúðarhúsnæði. Hærri bætur til fleiri Húsaleigubætur hafa hingað til náð einungis til þeirra allra tekjulægstu. Það breyttist þó talsvert um síðustu áramót. Tekjuskerðingar vegna húsaleigubóta eru nú mun minni en áður og sambærilegar við útreikning vaxtabóta. Því eiga fleiri nú rétt á húsaleigubótum en áður. Húsaleigubæturnar munu hækka tvisvar á þessu ári. Þetta er sá árangur sem Samfylkingin hefur náð á þessu kjörtímabili. En af hverju var þetta kjörtímabil ekki notað til að klára dæmið og koma á fullu jafnrétti milli leigjenda og eigenda? Það er nú það. Húsnæðisstefnu og húsnæðismarkaði er ekki hægt að breyta skyndilega. Það er flókið verkefni og verður aldrei leyst nema í sæmilegri sátt allra flokka og ekki síður í góðri sátt við aðila vinnumarkaðarins og hagsmunahópa þeirra sem verst eru settir á húsnæðismarkaði. Ekki má fórna eignum fólks, og skyndilegt og stóraukið fjármagn til leigumarkaðar yrði, án undirbúnings, væntanlega til að sprengja upp leiguverð og eyðileggja möguleika á traustum almennum leigumarkaði. Kjörtímabilið nýtti Samfylkingin í að ná þverpólitískri sátt um húsnæðisstefnu til framtíðar. Samfylkingin trúir nefnilega ekki á töfralausnir sem skapa óstöðuglega og kollsteypur fyrir fólk sem á betra skilið. Stefnumótunin tókst vel og hún liggur nú fyrir. Loforð Samfylkingarinnar um 2.000 nýjar leiguíbúðir og sömu húsnæðisbætur fyrir leigjendur og kaupendur byggja meðal annars á henni. Sex starfshópar hafa skilað niðurstöðum um nauðsynlegar breytingar á lögum, skattaumhverfi og bótakerfi. Húsnæðisáætlanir, breyting á þjóðskrá og fleiri nauðsynlegar aðgerðir hafa einnig verið undirbúnar. Hægt er að kynna sér þessi og önnur atriði stefnumótunarinnar á vef velferðarráðuneytisins. Samfylkingin hefur nýtt kjörtímabilið til að leggja grunninn að breytingum og varanlegum umbótum á leigumarkaði. Þeim verður hægt að hrinda í framkvæmd á næstu árum. Það skiptir þess vegna miklu máli fyrir þau 25% þjóðarinnar sem búa í leiguhúsnæði að Samfylkingin fái stuðninginn sem hún þarf til að halda áfram að bæta stöðu leigjenda og jafna rétt kaupenda og leigjenda á næstu árum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Sjá meira
Eitt helsta kosningamál Samfylkingarinnar er að bæta stöðu leigjenda. Við viljum tryggja 2.000 nýjar leiguíbúðir á næsta kjörtímabili, að húsnæðisbætur tryggi jafngóðan stuðning fyrir þá sem leigja og þá sem kaupa og að útleiga á einni íbúð verði undanþegin fjármagnstekjuskatti og skerði ekki tekjur lífeyrisþega. Um 25% húsnæðis eru leiguhúsnæði. Greiðslubyrði leigjenda er almennt mun meiri en greiðslubyrði þeirra sem eru í eigin húsnæði. Ástæðan er sú að vaxtabætur ná til stórs hluta íbúðareigenda og vaxtabætur ná að greiða allt upp í 50% af vaxtakostnaði af húsnæðislánum þeirra sem eru í lægstu tekjuhópunum. Það skýtur því skökku við að fjölmiðlar og flestir stjórnmálaflokkar haldi þeirri mynd á lofti að þeir einir séu umfjöllunarinnar virði sem „eiga“ eða öllu heldur skulda sitt íbúðarhúsnæði. Hærri bætur til fleiri Húsaleigubætur hafa hingað til náð einungis til þeirra allra tekjulægstu. Það breyttist þó talsvert um síðustu áramót. Tekjuskerðingar vegna húsaleigubóta eru nú mun minni en áður og sambærilegar við útreikning vaxtabóta. Því eiga fleiri nú rétt á húsaleigubótum en áður. Húsaleigubæturnar munu hækka tvisvar á þessu ári. Þetta er sá árangur sem Samfylkingin hefur náð á þessu kjörtímabili. En af hverju var þetta kjörtímabil ekki notað til að klára dæmið og koma á fullu jafnrétti milli leigjenda og eigenda? Það er nú það. Húsnæðisstefnu og húsnæðismarkaði er ekki hægt að breyta skyndilega. Það er flókið verkefni og verður aldrei leyst nema í sæmilegri sátt allra flokka og ekki síður í góðri sátt við aðila vinnumarkaðarins og hagsmunahópa þeirra sem verst eru settir á húsnæðismarkaði. Ekki má fórna eignum fólks, og skyndilegt og stóraukið fjármagn til leigumarkaðar yrði, án undirbúnings, væntanlega til að sprengja upp leiguverð og eyðileggja möguleika á traustum almennum leigumarkaði. Kjörtímabilið nýtti Samfylkingin í að ná þverpólitískri sátt um húsnæðisstefnu til framtíðar. Samfylkingin trúir nefnilega ekki á töfralausnir sem skapa óstöðuglega og kollsteypur fyrir fólk sem á betra skilið. Stefnumótunin tókst vel og hún liggur nú fyrir. Loforð Samfylkingarinnar um 2.000 nýjar leiguíbúðir og sömu húsnæðisbætur fyrir leigjendur og kaupendur byggja meðal annars á henni. Sex starfshópar hafa skilað niðurstöðum um nauðsynlegar breytingar á lögum, skattaumhverfi og bótakerfi. Húsnæðisáætlanir, breyting á þjóðskrá og fleiri nauðsynlegar aðgerðir hafa einnig verið undirbúnar. Hægt er að kynna sér þessi og önnur atriði stefnumótunarinnar á vef velferðarráðuneytisins. Samfylkingin hefur nýtt kjörtímabilið til að leggja grunninn að breytingum og varanlegum umbótum á leigumarkaði. Þeim verður hægt að hrinda í framkvæmd á næstu árum. Það skiptir þess vegna miklu máli fyrir þau 25% þjóðarinnar sem búa í leiguhúsnæði að Samfylkingin fái stuðninginn sem hún þarf til að halda áfram að bæta stöðu leigjenda og jafna rétt kaupenda og leigjenda á næstu árum.
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun