Við erum menningarþjóð Arna Kristín Einarsdóttir skrifar 25. apríl 2013 06:00 Senn líður að kosningum og síðustu vikurnar hafa kosningaloforðin dunið á kjósendum. Þau snúast aðalleg um að bæta hag heimilanna, leysa skuldavandann, lækka skatta, auka ráðstöfunartekjur og koma hjólum atvinnulífsins aftur af stað. Allt mikilvæg málefni sem brýnt er að taka á. En gæti verið að undir niðri séum við að vonast til að halda áfram sama leiknum og við lékum fyrir hrun? Og til hvers var þá öll sú sjálfskoðun sem við fórum í gegnum þegar við gerðum grín að 2007. Hefur orðið einhver raunveruleg hugarfarsbreyting? Hefur orðið til nýtt verðmætamat? Hver erum við og hvers konar framtíð viljum við byggja börnunum okkar? Erum við þjóð sem gengur á auðlindir, deyðir fljót og fjötrar fossa eða þjóð sem skapar sér mannsæmandi líf á öðrum forsendum?Öflugur atvinnuvegur Skapandi greinar eru öflugur atvinnuvegur. Hagræn áhrif menningartengdrar starfsemi eru mælanleg og hlutfallslegt framlag til landsframleiðslunnar raunar meira en það sem íslenskur landbúnaður leggur til. Menningin skapar ekki bara verðmæti heldur mótar hún líka sjálfsmynd þjóðarinnar. Hún speglar og sýnir okkur hver við erum, hvaðan við komum og á hvaða leið við erum. 19. febrúar – 17. mars síðastliðinn var haldin menningarhátíð í Kennedy Center í Washington sem að þessu sinni bar yfirskriftina „Nordic Cool“. Þessi árlega hátíð hefur það að markmiði að kynna Washingtonbúum menningu ólíkra heimsálfa. Í ár var horft til Norðurlandanna. Dagskrá hátíðarinnar var ætlað að endurspegla mat listrænna stjórnenda hennar á því hvað það væri að vera norrænn? Þeirra niðurstaða var að einkenni okkar menningarsvæðis væru náttúran, stöðugleikinn, frumkvöðlasýnin, hönnunin- og tæknin, velferð barnanna, jafnrétti kynjanna og fjölbreytileikinn.Landsliðið á „Nordic cool“ Það vakti verðskuldaða athygli hve stór hlutur Íslands var á hátíðinni í samanburði við hin þátttökulöndin. Á „Nordic cool“ komu m.a. fram Sinfóníuhljómsveit Íslands, Maxímús Músíkus, Vesturport, Íslenski dansflokkurinn, Tríó Sunnu Gunnlaugs, Duo Harpverk og Víkingur Ólafsson, auk þess sem FM Belfast, Retro Stefson og Sóley voru fulltrúar Iceland Airwaves. Að ógleymdu fossaverki Rúríar. Íslenska þjóðin getur svo sannarlega verið stolt af þessu landsliði og þeirri mynd sem framlag þess gaf af þjóðinni. Að 330.000 manna þjóð skuli búa yfir svo kraftmiklu listalífi og eiga jafn framúrskarandi listamenn og þá sem komu fram á Nordic Cool hátíðinni er auðvitað mjög merkilegt. Við erum menningarþjóð. Við byggjum menningu okkar á gömlum merg, tölum gamalt tungumál og þó síungt, og eigum fornan heimsbókmenntaarf. Við höfum átt framsýnt fólk sem hefur plægt þá akra sem við erum enn að sá í og uppskera úr. Þannig hafa framsækin lög verið sett á Alþingi sem breytt hafa landslaginu og skapað framtíð sem er okkar nútíð.Með lögum skal land byggja Í dag byggir íslenskt tónlistarlíf á 50 ára gömlum lögum sem sett voru um tónlistarskóla árið 1963. Með lögunum var skapað hagstætt rekstrarumhverfi utan um skólana sem gerði það að verkum að tónlistarskólum fjölgaði gríðarlega á næstu áratugum og eru í dag yfir áttatíu. Á þeim grunni byggir Sinfóníuhljómsveit Íslands. Eins má rekja byggingu Þjóðleikhússins sem vígt var 1950 til framsýnna og hugrakkra ráðamanna. Sú framsýni skapaði leiklistinni vettvang til að blómstra. Það skiptir máli hverja við veljum til valda. Það skiptir máli að hafa vitra og framsýna ráðamenn sem setja þau lög í landinu sem styðja, efla og þroska okkur sem þjóð. Höfum það hugfast, þegar við göngum til kosninga og alla daga að við erum menningarþjóð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Sjá meira
Senn líður að kosningum og síðustu vikurnar hafa kosningaloforðin dunið á kjósendum. Þau snúast aðalleg um að bæta hag heimilanna, leysa skuldavandann, lækka skatta, auka ráðstöfunartekjur og koma hjólum atvinnulífsins aftur af stað. Allt mikilvæg málefni sem brýnt er að taka á. En gæti verið að undir niðri séum við að vonast til að halda áfram sama leiknum og við lékum fyrir hrun? Og til hvers var þá öll sú sjálfskoðun sem við fórum í gegnum þegar við gerðum grín að 2007. Hefur orðið einhver raunveruleg hugarfarsbreyting? Hefur orðið til nýtt verðmætamat? Hver erum við og hvers konar framtíð viljum við byggja börnunum okkar? Erum við þjóð sem gengur á auðlindir, deyðir fljót og fjötrar fossa eða þjóð sem skapar sér mannsæmandi líf á öðrum forsendum?Öflugur atvinnuvegur Skapandi greinar eru öflugur atvinnuvegur. Hagræn áhrif menningartengdrar starfsemi eru mælanleg og hlutfallslegt framlag til landsframleiðslunnar raunar meira en það sem íslenskur landbúnaður leggur til. Menningin skapar ekki bara verðmæti heldur mótar hún líka sjálfsmynd þjóðarinnar. Hún speglar og sýnir okkur hver við erum, hvaðan við komum og á hvaða leið við erum. 19. febrúar – 17. mars síðastliðinn var haldin menningarhátíð í Kennedy Center í Washington sem að þessu sinni bar yfirskriftina „Nordic Cool“. Þessi árlega hátíð hefur það að markmiði að kynna Washingtonbúum menningu ólíkra heimsálfa. Í ár var horft til Norðurlandanna. Dagskrá hátíðarinnar var ætlað að endurspegla mat listrænna stjórnenda hennar á því hvað það væri að vera norrænn? Þeirra niðurstaða var að einkenni okkar menningarsvæðis væru náttúran, stöðugleikinn, frumkvöðlasýnin, hönnunin- og tæknin, velferð barnanna, jafnrétti kynjanna og fjölbreytileikinn.Landsliðið á „Nordic cool“ Það vakti verðskuldaða athygli hve stór hlutur Íslands var á hátíðinni í samanburði við hin þátttökulöndin. Á „Nordic cool“ komu m.a. fram Sinfóníuhljómsveit Íslands, Maxímús Músíkus, Vesturport, Íslenski dansflokkurinn, Tríó Sunnu Gunnlaugs, Duo Harpverk og Víkingur Ólafsson, auk þess sem FM Belfast, Retro Stefson og Sóley voru fulltrúar Iceland Airwaves. Að ógleymdu fossaverki Rúríar. Íslenska þjóðin getur svo sannarlega verið stolt af þessu landsliði og þeirri mynd sem framlag þess gaf af þjóðinni. Að 330.000 manna þjóð skuli búa yfir svo kraftmiklu listalífi og eiga jafn framúrskarandi listamenn og þá sem komu fram á Nordic Cool hátíðinni er auðvitað mjög merkilegt. Við erum menningarþjóð. Við byggjum menningu okkar á gömlum merg, tölum gamalt tungumál og þó síungt, og eigum fornan heimsbókmenntaarf. Við höfum átt framsýnt fólk sem hefur plægt þá akra sem við erum enn að sá í og uppskera úr. Þannig hafa framsækin lög verið sett á Alþingi sem breytt hafa landslaginu og skapað framtíð sem er okkar nútíð.Með lögum skal land byggja Í dag byggir íslenskt tónlistarlíf á 50 ára gömlum lögum sem sett voru um tónlistarskóla árið 1963. Með lögunum var skapað hagstætt rekstrarumhverfi utan um skólana sem gerði það að verkum að tónlistarskólum fjölgaði gríðarlega á næstu áratugum og eru í dag yfir áttatíu. Á þeim grunni byggir Sinfóníuhljómsveit Íslands. Eins má rekja byggingu Þjóðleikhússins sem vígt var 1950 til framsýnna og hugrakkra ráðamanna. Sú framsýni skapaði leiklistinni vettvang til að blómstra. Það skiptir máli hverja við veljum til valda. Það skiptir máli að hafa vitra og framsýna ráðamenn sem setja þau lög í landinu sem styðja, efla og þroska okkur sem þjóð. Höfum það hugfast, þegar við göngum til kosninga og alla daga að við erum menningarþjóð.
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun