Fundið fé? Ögmundur Jónasson skrifar 25. apríl 2013 06:00 Í pistli sem thorgils@frettabladid.is skrifar á ritstjórnarsíðu Fréttablaðsins í gær undir fyrirsögninni Fundið fé á lokasprettinum er fjallað um þá áráttu ráðherra að koma færandi hendi fyrir kosningar, skrifandi upp á framtíðarskuldbindingar án nokkurra heimilda. Loforðin eru þá gefin um fé sem ekki er í hendi. Einhverra hluta vegna er ég heiðraður sérstaklega með myndbirtingu og talin upp meint loddaratrikk mín. Þetta þarfnast leiðréttingar við. 1. Fangelsi á Hólmsheiði. Hið rétta er að þar ákvað Alþingi á sl. þingi að veita fjármunum til nýrrar fangelsisbyggingar eftir rúmlega hálfrar aldrar þjark og stöðnun. Fyrstu skóflustungu fögnuðu starfsmenn Fangelsisstofnunar, fangaverðir, lögreglumenn og fleiri nýlega. 2. Endurnýjun björgunarflota Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Hið rétta er að þar hefur Alþingi samþykkt þingsályktunartillögu þingmanna úr öllum flokkum undir forystu Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi forseta Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, og ákvað að verja veita 30 milljónir króna árlega í átta ár til þessa löngu tímabæra verkefnis. Samtökin efndu til fundar með fréttamönnum í tilefni þess að samkomulagið var undirritað. 3. Ný flugstöð í Reykjavík. Hið rétta er að eftir áralangt þjark tókst að reka endahnút á deilur ríkis og borgar um flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Það mun hafa það í för með sér að unnt verður að reisa nýja flugstöð enda gengur andvirði sölu á landi upp í þá framkvæmd. Í samkomulagi sem undirritað var gengur borgin að þeim kröfum sem við höfum teflt fram og varða öryggi flugsins. Síðan nefnir thorgils@frettabladid.is að ég sé á förum til Vestmannaeyja að skýra opinberlega frá stöðunni í ferjumálum ásamt bæjarstjórn Vestmannaeyinga. Aftur þar er um að ræða fé sem fjárveitingarvaldið á Alþingi hefur ákveðið að ráðstafa. Það er eðlilegt að fulltrúi framkvæmdavaldsins greini frá stöðu mála í lok kjörtímabils. Hér eru því engin trikk á ferðinni, ágætur thorgils@frettabladid.is, engar framtíðarávísanir án innistæðu, ekkert fundið fé upp úr hatti, aðeins fé sem Alþingi hefur samþykkt að veita til þessara þörfu verkefna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Ögmundur Jónasson Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Sjá meira
Í pistli sem thorgils@frettabladid.is skrifar á ritstjórnarsíðu Fréttablaðsins í gær undir fyrirsögninni Fundið fé á lokasprettinum er fjallað um þá áráttu ráðherra að koma færandi hendi fyrir kosningar, skrifandi upp á framtíðarskuldbindingar án nokkurra heimilda. Loforðin eru þá gefin um fé sem ekki er í hendi. Einhverra hluta vegna er ég heiðraður sérstaklega með myndbirtingu og talin upp meint loddaratrikk mín. Þetta þarfnast leiðréttingar við. 1. Fangelsi á Hólmsheiði. Hið rétta er að þar ákvað Alþingi á sl. þingi að veita fjármunum til nýrrar fangelsisbyggingar eftir rúmlega hálfrar aldrar þjark og stöðnun. Fyrstu skóflustungu fögnuðu starfsmenn Fangelsisstofnunar, fangaverðir, lögreglumenn og fleiri nýlega. 2. Endurnýjun björgunarflota Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Hið rétta er að þar hefur Alþingi samþykkt þingsályktunartillögu þingmanna úr öllum flokkum undir forystu Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi forseta Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, og ákvað að verja veita 30 milljónir króna árlega í átta ár til þessa löngu tímabæra verkefnis. Samtökin efndu til fundar með fréttamönnum í tilefni þess að samkomulagið var undirritað. 3. Ný flugstöð í Reykjavík. Hið rétta er að eftir áralangt þjark tókst að reka endahnút á deilur ríkis og borgar um flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Það mun hafa það í för með sér að unnt verður að reisa nýja flugstöð enda gengur andvirði sölu á landi upp í þá framkvæmd. Í samkomulagi sem undirritað var gengur borgin að þeim kröfum sem við höfum teflt fram og varða öryggi flugsins. Síðan nefnir thorgils@frettabladid.is að ég sé á förum til Vestmannaeyja að skýra opinberlega frá stöðunni í ferjumálum ásamt bæjarstjórn Vestmannaeyinga. Aftur þar er um að ræða fé sem fjárveitingarvaldið á Alþingi hefur ákveðið að ráðstafa. Það er eðlilegt að fulltrúi framkvæmdavaldsins greini frá stöðu mála í lok kjörtímabils. Hér eru því engin trikk á ferðinni, ágætur thorgils@frettabladid.is, engar framtíðarávísanir án innistæðu, ekkert fundið fé upp úr hatti, aðeins fé sem Alþingi hefur samþykkt að veita til þessara þörfu verkefna.
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun