Framsókn og Landspítalinn Álfheiður Ingadóttir skrifar 25. apríl 2013 06:00 Framsóknarflokkurinn vill nú allt í einu slá byggingu nýs Landspítala á frest í 4-6 ár. Þess í stað ætla Framsóknarmenn að setja 12-13 milljarða í Landspítalann „og umhverfi hans“, gera við gamlar byggingar á lóðinni og „byggja undir ný tæki“, hvað sem það nú þýðir. Hér vitna ég í Vigdísi Hauksdóttur á fundi með tannlæknum sl. miðvikudag. Hvað þýðir það að „gera ekki neitt“ í byggingarmálum spítalans í 4-6 ár? Rekstur LSH á 17 stöðum í borginni kostar aukalega 3 milljarða króna á ári. Frestun Framsóknar mun þannig kosta ríkissjóð 12-18 milljarða króna í óþarfa rekstrarkostnað á þessum tíma – frestunin þýðir í reynd að henda þeim peningum út um gluggann! Í áætlunum um byggingu nýs Landspítala er reiknað með viðhaldi, niðurrifi og endurnýjun eldri bygginga við Hringbraut upp á 11-14 milljarða. Þær áætlanir byggja á því að nýr spítali taki við sjúklingum og starfsemi þannig að hægt sé að rýma þau eldri og endurnýja þau. Framsókn vill setja 12-13 milljarða í umhverfi og viðgerðir á eldri byggingum ÁN þess að til staðar sé ný bygging til að taka á móti sjúklingunum á meðan. Það er ljóst að gömlu byggingarnar við Hringbraut þjóna ekki lengur hlutverki sínu. Ef hætt verður við nýbygginguna og eins ef henni verður slegið á frest í 4-6 ár eins og Framsókn vill, þá þarf einfaldlega að rýma þær til að endurbyggja þær. Svo einfalt er málið. Og hvert eiga sjúklingarnir að fara á meðan? Bygging nýs Landspítala er þjóðhagslega hagkvæm framkvæmd. Hún mun borga sig upp á 25-30 árum með hreinum sparnaði í rekstri. En fjárhagslegur ávinningur er ekki aðalatriðið hér heldur betri þjónusta við sjúklinga og aðstandendur, meira öryggi vegna minni sýkingarhættu, betri vinnuaðstaða og aðbúnaður fyrir starfsfólk og nema á heilbrigðissviði og loks meiri árangur í rannsóknum á sviði heilbrigðisvísinda. Þetta hafa allir flokkar skilið og stutt til þessa – þar til núverandi forysta Framsóknar skarst úr leik á síðustu dögum þingsins í vor. Sem heilbrigðisráðherra beitti ég mér fyrir og studdi dyggilega við nýbyggingu Landspítalans. Það gerðu líka fyrri ráðherrar Framsóknarflokksins. Núverandi forystu þess flokks er hins vegar ekki treystandi í þessum efnum. Á hverju ári koma 100 þúsund sjúklingar alls staðar að af landinu á Landspítalann. Sá hlekkur í heilbrigðisþjónustu okkar má ekki bresta. VG vill forgangsraða í þágu velferðar á næsta kjörtímabili. Við höfum skapað svigrúm í heilbrigðis- og menntamálum. Í því felst m.a. að reisa nýjan Landspítala og gera betur við starfsfólk í aðbúnaði og launum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Framsóknarflokkurinn vill nú allt í einu slá byggingu nýs Landspítala á frest í 4-6 ár. Þess í stað ætla Framsóknarmenn að setja 12-13 milljarða í Landspítalann „og umhverfi hans“, gera við gamlar byggingar á lóðinni og „byggja undir ný tæki“, hvað sem það nú þýðir. Hér vitna ég í Vigdísi Hauksdóttur á fundi með tannlæknum sl. miðvikudag. Hvað þýðir það að „gera ekki neitt“ í byggingarmálum spítalans í 4-6 ár? Rekstur LSH á 17 stöðum í borginni kostar aukalega 3 milljarða króna á ári. Frestun Framsóknar mun þannig kosta ríkissjóð 12-18 milljarða króna í óþarfa rekstrarkostnað á þessum tíma – frestunin þýðir í reynd að henda þeim peningum út um gluggann! Í áætlunum um byggingu nýs Landspítala er reiknað með viðhaldi, niðurrifi og endurnýjun eldri bygginga við Hringbraut upp á 11-14 milljarða. Þær áætlanir byggja á því að nýr spítali taki við sjúklingum og starfsemi þannig að hægt sé að rýma þau eldri og endurnýja þau. Framsókn vill setja 12-13 milljarða í umhverfi og viðgerðir á eldri byggingum ÁN þess að til staðar sé ný bygging til að taka á móti sjúklingunum á meðan. Það er ljóst að gömlu byggingarnar við Hringbraut þjóna ekki lengur hlutverki sínu. Ef hætt verður við nýbygginguna og eins ef henni verður slegið á frest í 4-6 ár eins og Framsókn vill, þá þarf einfaldlega að rýma þær til að endurbyggja þær. Svo einfalt er málið. Og hvert eiga sjúklingarnir að fara á meðan? Bygging nýs Landspítala er þjóðhagslega hagkvæm framkvæmd. Hún mun borga sig upp á 25-30 árum með hreinum sparnaði í rekstri. En fjárhagslegur ávinningur er ekki aðalatriðið hér heldur betri þjónusta við sjúklinga og aðstandendur, meira öryggi vegna minni sýkingarhættu, betri vinnuaðstaða og aðbúnaður fyrir starfsfólk og nema á heilbrigðissviði og loks meiri árangur í rannsóknum á sviði heilbrigðisvísinda. Þetta hafa allir flokkar skilið og stutt til þessa – þar til núverandi forysta Framsóknar skarst úr leik á síðustu dögum þingsins í vor. Sem heilbrigðisráðherra beitti ég mér fyrir og studdi dyggilega við nýbyggingu Landspítalans. Það gerðu líka fyrri ráðherrar Framsóknarflokksins. Núverandi forystu þess flokks er hins vegar ekki treystandi í þessum efnum. Á hverju ári koma 100 þúsund sjúklingar alls staðar að af landinu á Landspítalann. Sá hlekkur í heilbrigðisþjónustu okkar má ekki bresta. VG vill forgangsraða í þágu velferðar á næsta kjörtímabili. Við höfum skapað svigrúm í heilbrigðis- og menntamálum. Í því felst m.a. að reisa nýjan Landspítala og gera betur við starfsfólk í aðbúnaði og launum.
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar