Öll verðtryggð húsnæðislán eftir 01.11.2007 verða leiðrétt Kjartan Örn Kjartansson skrifar 25. apríl 2013 06:00 XG-Hægri grænir, flokkur fólksins, hefur birt stefnu sína um leiðréttingu verðtryggðra húsnæðislána, sem hann vill koma á með setningu neyðarlaga strax og hann kemst til nægilegra áhrifa og vill þá gera það eigi síðar er 17. júní í ár. Miða þarf leiðréttinguna við 1. nóvember, 2007, þegar almenn verðtryggð, afleiðutengd, neytendalán urðu ólögleg hér á landi eða þegar að MiFID reglugerð EES/ESB var lögleidd. Þetta þýðir að allir, sem áttu verðtryggð húsnæðilán eftir þessa dagsetningu munu fá leiðréttingu til dagsins í dag í réttu hlutfalli. Það á líka við um þá, sem tóku lán sín fyrr eða þá, sem greiddu upp lán sín eftir þann tíma. Allir munu fá leiðréttingu sinna mála frá 01.11.2007. Undanbragðalaust.Bankarnir eða fólkið Seðlabankinn mun stofna sérstakan sjóð innan sinna eigin veggja, sem kaupir öll verðtryggð húsnæðislán og skuldbreytir þeim eða endurgreiðir hina ólöglegu ofgreiðslu í tilfelli þeirra, sem voru búnir að gera upp. Hann mun gefa út ný skuldabréf skuldunautum til handa til langs tíma til þess að stilla greiðslubyrðina af við greiðslugetuna. Nýju bréfin verða færð niður til þess, sem þau hefðu verið 01.11.2007 og munu bera 7,65% fasta vexti. Með því að Seðlabankinn láni sjóðnum á 0,01% vöxtum mun það taka sjóðinn 9 ár að komast í jafnvægi. Það er vaxtamunurinn, sem mun greiða upp þessa leiðréttingu. Þannig rennur þessi mismunur því til fólksins en ekki til bankanna, sem hefði verið ef ekkert væri að gert. Stimpil- og uppgreiðslugjöld vegna aðgerðanna verða afnumin og útburðum sýslumanna frestað.Ekki verðbólguhvetjandi Hinn nýi sjóður mun greiða lánardrottnunum, eigendum gömlu bréfanna, bréfin að fullu. Þannig fá þeir allt sitt strax og vandi ÍBLS þar með leystur, en með því að þeim er gert með sérstakri bindiskyldu að geyma fé sitt í Seðlabankanum, þá mun það fé ekki fara í umferð fyrr en Seðlabankanum þóknast það með stjórn sinni á peningamagni í umferð til þess að ráða við verðbólguna.Þetta svínvirkar Það þarf ekki að skoða eða leita eða kortlegja eitt eða neitt. Það er búið að gera það. Þetta er þaulreynd og þekkt aðferð, sem t.d. lesa má um á Wikipedia.com undir „TARP” og „Quantative easing” eða á www.xg.is undir Kynslóðasáttin. Þetta er eina lausnin, sem er fær eða til er án þess að hækka skatta á alla alþýðu manna eða að það kosti stórfé, sem annaðhvort er ekki til eða þarf að nota í svo margt annað. Það er afar mikilvægt að fólk skilji og geri sér fulla grein fyrir þessu stórmáli, sem svo margir þjást undan og ef það vill að þessum leiðréttingum verði komið á fyrir sig, þá verður það að kjósa Hægri græna með því að setja X við G 27. apríl nk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
XG-Hægri grænir, flokkur fólksins, hefur birt stefnu sína um leiðréttingu verðtryggðra húsnæðislána, sem hann vill koma á með setningu neyðarlaga strax og hann kemst til nægilegra áhrifa og vill þá gera það eigi síðar er 17. júní í ár. Miða þarf leiðréttinguna við 1. nóvember, 2007, þegar almenn verðtryggð, afleiðutengd, neytendalán urðu ólögleg hér á landi eða þegar að MiFID reglugerð EES/ESB var lögleidd. Þetta þýðir að allir, sem áttu verðtryggð húsnæðilán eftir þessa dagsetningu munu fá leiðréttingu til dagsins í dag í réttu hlutfalli. Það á líka við um þá, sem tóku lán sín fyrr eða þá, sem greiddu upp lán sín eftir þann tíma. Allir munu fá leiðréttingu sinna mála frá 01.11.2007. Undanbragðalaust.Bankarnir eða fólkið Seðlabankinn mun stofna sérstakan sjóð innan sinna eigin veggja, sem kaupir öll verðtryggð húsnæðislán og skuldbreytir þeim eða endurgreiðir hina ólöglegu ofgreiðslu í tilfelli þeirra, sem voru búnir að gera upp. Hann mun gefa út ný skuldabréf skuldunautum til handa til langs tíma til þess að stilla greiðslubyrðina af við greiðslugetuna. Nýju bréfin verða færð niður til þess, sem þau hefðu verið 01.11.2007 og munu bera 7,65% fasta vexti. Með því að Seðlabankinn láni sjóðnum á 0,01% vöxtum mun það taka sjóðinn 9 ár að komast í jafnvægi. Það er vaxtamunurinn, sem mun greiða upp þessa leiðréttingu. Þannig rennur þessi mismunur því til fólksins en ekki til bankanna, sem hefði verið ef ekkert væri að gert. Stimpil- og uppgreiðslugjöld vegna aðgerðanna verða afnumin og útburðum sýslumanna frestað.Ekki verðbólguhvetjandi Hinn nýi sjóður mun greiða lánardrottnunum, eigendum gömlu bréfanna, bréfin að fullu. Þannig fá þeir allt sitt strax og vandi ÍBLS þar með leystur, en með því að þeim er gert með sérstakri bindiskyldu að geyma fé sitt í Seðlabankanum, þá mun það fé ekki fara í umferð fyrr en Seðlabankanum þóknast það með stjórn sinni á peningamagni í umferð til þess að ráða við verðbólguna.Þetta svínvirkar Það þarf ekki að skoða eða leita eða kortlegja eitt eða neitt. Það er búið að gera það. Þetta er þaulreynd og þekkt aðferð, sem t.d. lesa má um á Wikipedia.com undir „TARP” og „Quantative easing” eða á www.xg.is undir Kynslóðasáttin. Þetta er eina lausnin, sem er fær eða til er án þess að hækka skatta á alla alþýðu manna eða að það kosti stórfé, sem annaðhvort er ekki til eða þarf að nota í svo margt annað. Það er afar mikilvægt að fólk skilji og geri sér fulla grein fyrir þessu stórmáli, sem svo margir þjást undan og ef það vill að þessum leiðréttingum verði komið á fyrir sig, þá verður það að kjósa Hægri græna með því að setja X við G 27. apríl nk.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar