Hagkerfin tvö Magnús Hávarðarson skrifar 26. apríl 2013 06:00 Hagkerfin á Íslandi eru tvö. Annað er á höfuðborgarsvæðinu og hitt á landsbyggðinni. Þegar talað er um þörfina á að örva hagkerfið, er nær undantekningalaust átt við fyrrnefnda hagkerfið þótt annað sé gjarnan gefið í skyn. Það var örvað svo hressilega á „góðærisárunum“ að það náði hæstu hæðum áður en það sprakk í loft upp og olli allsherjarhruni á Íslandi. Eftir það þurftu allir Íslendingar, að meðtöldum íbúum landsbyggðarinnar, að húka saman á sokkinni þjóðarskútunni og taka á sig stórfelldar afleiðingar bóluhagkerfis höfuðborgarsvæðisins. Þegar þarna var komið sögu, hafði hagkerfið á landsbyggðinni verið svelt árum saman með tilheyrandi kyrrstöðu eða hnignun. Víða hafði orðið hrun, sérstaklega í sjávarbyggðum sem þurftu að horfast í augu við afleiðingar lögfestingar framsals aflaheimilda. Eignir fólks urðu verðlausar yfir nótt þegar maðurinn með kvótann fór í fýlu eða vildi gera eitthvað skemmtilegra við peningana fyrir sunnan. Fólkið í þorpunum hírðist saman á sínum hripleka litla bát og engin eftirspurn var eftir að fá að deila farkostinum með því. Enginn snillingurinn birtist af himnum ofan til að benda á að sanngjarnt gæti verið að leiðrétta eða færa niður skuldir þessa fólks vegna þess að forsendubrestur hefði átt sér stað í þorpinu. Ekki nokkur Bjarni og enginn heldur Sigmundur.Stórfenglegasta byggðaaðgerðin Stórfenglegasta byggðaaðgerð Íslandssögunnar er nú yfirvofandi, ef marka má kosningaloforð og stefnu margra stjórnmálaflokka hvað varðar stórfelldar skuldaleiðréttingar vegna bóluhagkerfis höfuðborgarsvæðisins sem hrundi. Það er grátlega sorglegt fyrir íbúa landsbyggðarinnar, sem beðið hafa þolinmóðir eftir aðgerðum í þeirra þágu alltof lengi, að byggðastefna og aðgerðir flokkanna skuli nú fyrst og fremst beinast að byggðinni á höfuðborgarsvæðinu. Ekki skal gert lítið úr skuldavanda heimilanna og erfiðleikum fólks við að standa við fjárhagslegar skuldbindingar, en á það skal minnt að íbúar landsbyggðarinnar hafa víða glímt við skuldavanda vegna verðlausra eigna af öðrum orsökum, án þess að hljóta mikla samúð eða til hafi komið sértækar aðgerðir.Afturgengin skjaldborg – nýtt tilboð Bóluhagkerfið átti að stórum hluta rætur sínar í 90% húsnæðislánum Framsóknarflokksins sem lofað var í kosningabaráttu og fleytti flokknum í ríkisstjórn á sínum tíma. Flokkurinn sá gerir nú sem fyrr út á neyð fólks, sem kokgleypir væntanlega sama agnið aftur því að nú er agnið í enn skrautlegri búningi og flokkurinn skartar nýjum fjöðrum. Aðrir flokkar reyna að jafna eða toppa gylliboðin - hver sem betur getur og allt í þágu heimilanna auðvitað. Skjaldborgin afturgengin í boði annarra, en jafn innantóm og marklaus sem fyrr.Hið eitraða agn Ætla íbúar höfuðborgarsvæðisins að brenna sig enn og aftur á sama eldinum og gleypa hið eitraða agn? Ætlar landsbyggðin að láta taka veð í sér eina ferðina enn til að hægt verði að blása í nýja bólu fyrir sunnan? Menn skyldu ígrunda valkostina vel áður en þeir verja atkvæði sínu í vor. Það kemur að skuldadögum þegar næsta bóla springur og víst er að þá verður gengið að veðinu og landsbyggðinni blæðir áfram. En partíið fyrir sunnan verður örugglega jafn fjörugt sem fyrr - þangað til. Það búa tvær þjóðir á Íslandi við ólík hagkerfi og misjöfn kjör. Önnur býr á höfuðborgarsvæðinu en hin á landsbyggðinni. Ef mönnum ber gæfa til að jafna kjörin, getum við stolt talað um eina þjóð í landinu - en ekki fyrr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Hagkerfin á Íslandi eru tvö. Annað er á höfuðborgarsvæðinu og hitt á landsbyggðinni. Þegar talað er um þörfina á að örva hagkerfið, er nær undantekningalaust átt við fyrrnefnda hagkerfið þótt annað sé gjarnan gefið í skyn. Það var örvað svo hressilega á „góðærisárunum“ að það náði hæstu hæðum áður en það sprakk í loft upp og olli allsherjarhruni á Íslandi. Eftir það þurftu allir Íslendingar, að meðtöldum íbúum landsbyggðarinnar, að húka saman á sokkinni þjóðarskútunni og taka á sig stórfelldar afleiðingar bóluhagkerfis höfuðborgarsvæðisins. Þegar þarna var komið sögu, hafði hagkerfið á landsbyggðinni verið svelt árum saman með tilheyrandi kyrrstöðu eða hnignun. Víða hafði orðið hrun, sérstaklega í sjávarbyggðum sem þurftu að horfast í augu við afleiðingar lögfestingar framsals aflaheimilda. Eignir fólks urðu verðlausar yfir nótt þegar maðurinn með kvótann fór í fýlu eða vildi gera eitthvað skemmtilegra við peningana fyrir sunnan. Fólkið í þorpunum hírðist saman á sínum hripleka litla bát og engin eftirspurn var eftir að fá að deila farkostinum með því. Enginn snillingurinn birtist af himnum ofan til að benda á að sanngjarnt gæti verið að leiðrétta eða færa niður skuldir þessa fólks vegna þess að forsendubrestur hefði átt sér stað í þorpinu. Ekki nokkur Bjarni og enginn heldur Sigmundur.Stórfenglegasta byggðaaðgerðin Stórfenglegasta byggðaaðgerð Íslandssögunnar er nú yfirvofandi, ef marka má kosningaloforð og stefnu margra stjórnmálaflokka hvað varðar stórfelldar skuldaleiðréttingar vegna bóluhagkerfis höfuðborgarsvæðisins sem hrundi. Það er grátlega sorglegt fyrir íbúa landsbyggðarinnar, sem beðið hafa þolinmóðir eftir aðgerðum í þeirra þágu alltof lengi, að byggðastefna og aðgerðir flokkanna skuli nú fyrst og fremst beinast að byggðinni á höfuðborgarsvæðinu. Ekki skal gert lítið úr skuldavanda heimilanna og erfiðleikum fólks við að standa við fjárhagslegar skuldbindingar, en á það skal minnt að íbúar landsbyggðarinnar hafa víða glímt við skuldavanda vegna verðlausra eigna af öðrum orsökum, án þess að hljóta mikla samúð eða til hafi komið sértækar aðgerðir.Afturgengin skjaldborg – nýtt tilboð Bóluhagkerfið átti að stórum hluta rætur sínar í 90% húsnæðislánum Framsóknarflokksins sem lofað var í kosningabaráttu og fleytti flokknum í ríkisstjórn á sínum tíma. Flokkurinn sá gerir nú sem fyrr út á neyð fólks, sem kokgleypir væntanlega sama agnið aftur því að nú er agnið í enn skrautlegri búningi og flokkurinn skartar nýjum fjöðrum. Aðrir flokkar reyna að jafna eða toppa gylliboðin - hver sem betur getur og allt í þágu heimilanna auðvitað. Skjaldborgin afturgengin í boði annarra, en jafn innantóm og marklaus sem fyrr.Hið eitraða agn Ætla íbúar höfuðborgarsvæðisins að brenna sig enn og aftur á sama eldinum og gleypa hið eitraða agn? Ætlar landsbyggðin að láta taka veð í sér eina ferðina enn til að hægt verði að blása í nýja bólu fyrir sunnan? Menn skyldu ígrunda valkostina vel áður en þeir verja atkvæði sínu í vor. Það kemur að skuldadögum þegar næsta bóla springur og víst er að þá verður gengið að veðinu og landsbyggðinni blæðir áfram. En partíið fyrir sunnan verður örugglega jafn fjörugt sem fyrr - þangað til. Það búa tvær þjóðir á Íslandi við ólík hagkerfi og misjöfn kjör. Önnur býr á höfuðborgarsvæðinu en hin á landsbyggðinni. Ef mönnum ber gæfa til að jafna kjörin, getum við stolt talað um eina þjóð í landinu - en ekki fyrr.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun