Kjörtímabil á enda runnið Steingrímur J. Sigfússon skrifar 26. apríl 2013 06:00 Nú við lok kjörtímabils er ekki úr vegi að líta yfir farinn veg, meta stöðuna og líta fram á veginn. Staðan í upphafi árs 2009 var u.þ.b. eftirfarandi:Um 85% af fjármálakerfinu voru fallin, hið nýja bankakerfi ófjármagnað og gríðarflókið en um leið afdrifaríkt verkefni beið að ná niðurstöðu í uppgjör milli gömlu og nýju bankanna.Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn reiknaði með því að fólksfækkun gæti orðið 3-4% á misserunum á eftir hruni. Nálægt 50% af lánum allra fyrirtækja voru í vanskilum. Fjármál tugþúsunda heimila voru í uppnámi.Gengi krónunnar var fallið um 50% og vextir og verðbólga voru nálægt 20%.Skuldatryggingarálag (CDS) á Ísland var 1.000-1.100 punktar.Í gildi var frysting íslenskra eigna í Bretlandi á grundvelli hryðjuverkalaga.Ísland var ofarlega á lista yfir þau tíu lönd sem líklegust eru talin til að lenda í greiðslufalli eða gjaldþroti.Seðlabankinn er nýorðinn gjaldþrota með um 200 milljarða kostnaði fyrir ríkissjóð.Ísland var komið í samstarf við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, alþjóðlegir fjármálamarkaðir lokaðir og fjármagnshöft komin á.Halli á rekstri ríkissjóðs var af stærðargráðunni 200 milljarðar króna, 10-14% af vergri landsframleiðslu.Atvinnuleysi var á leið í 9-10%.Ríkisstjórn, Alþingi, Seðlabanki, Fjármálaeftirlit og bankakerfi voru rúin trausti, orðspor landsins á alþjóðavettvangi hrunið og samfélagið á barmi upplausnar.Þjóðargjaldþroti afstýrt Það var því verk að vinna þegar við Vinstri græn tókum þá djörfu ákvörðun að setjast í ríkisstjórn við þessar ógnarlegu aðstæður 1. febrúar 2009. Við völdum að axla ábyrgð þegar skyldan kallaði, vitandi vel að fram undan voru erfiðustu verkefni sem nokkur ríkisstjórn í sögu lýðveldisins Íslands hafði staðið frammi fyrir. Í hnotskurn snerist verkefnið um að afstýra þjóðargjaldþroti og endurheimta efnahagslegt sjálfstæði landsins. Hvað hefur svo gerst? Hagtölur hafa, frá miðju ári 2010, farið jafnt og þétt batnandi. Í tvígang hefur íslenska ríkið gefið út ríkisskuldabréf á alþjóðlegum fjármálamarkaði á ásættanlegum kjörum. Í ágúst 2011 lauk samstarfinu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn með jákvæðum umsögnum. Meira en helmingur gjaldeyrislánanna, sem tengdust samstarfsáætluninni, hefur þegar verið endurgreiddur. Rekstur ríkissjóðs er því sem næst kominn í jafnvægi og opinberar skuldir fara nú lækkandi á nýjan leik sem hlutfall af VLF. Skráð atvinnuleysi hefur lækkað í 5,3% og gæti lækkað í 3-4% á háannatímanum í sumar. Hagvöxtur var 2,9% árið 2011 og 1,6% árið 2012 og spáð er 2-3% hagvexti næstu ár. Óvissa tengist fyrst og fremst ytri aðstæðum, sérstaklega efnahagshorfum í okkar helstu viðskiptalöndum. Verðbólguhorfur eru á nýjan leik betri en þær hafa verið um langa hríð, m.a. vegna styrkingar krónunnar. Skuldatryggingarálag á Ísland er nú um 150 stig og hefur ekki verið lægra frá því allnokkru fyrir hrun.Íslendingar snúa heim Spár um mikla fólksfækkun á Íslandi gengu ekki eftir sem betur fer. Á síðustu tveimur ársfjórðungum hafa umtalsvert fleiri flust til landsins en frá því samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þetta, ásamt mun fleiri fæðingum en nemur fjölda þeirra sem falla frá, veldur því að þjóðinni fjölgar nú myndarlega. Það að fleiri íslenskir ríkisborgarar snúa nú heim en fara frá landinu hlýtur að mega túlka sem vísbendingu um aukna bjartsýni og trú á framtíðina á Íslandi.Ísland komið fyrir vind Engin önnur ríkisstjórn lýðveldistímans hefur tekið við landinu á barmi gjaldþrots. Verkefnið hefur tekist, landið er á réttri leið. Það er líka mat umheimsins, þeirra sem fjalla almennt um efnahagsmál, alþjóðastofnana, greiningaraðila og markaðarins. En áfram þarf af ábyrgð og festu að treysta batann í sessi. Skuldum vafin heimili, einkum yngri kynslóðarinnar, munu áfram þurfa mikinn stuðning. Kosningaloforð sem ganga út á gríðarlegar almennar skuldaniðurfellingar eru hins vegar óábyrgar. Ekki er í hendi hvort einhver umtalsverður fjárhagslegur ávinningur verður af þeim mikilvægu og vandasömu aðgerðum sem tengjast afnámi gjaldeyrishafta og uppgjöri þrotabúa gömlu bankanna í heild. Þaðan af síður hvenær slíkt gæti orðið. Allir eru hins vegar sammála um að gæta hagsmuna Íslands í því sambandi eins og best verður á kosið. Enginn einn flokkur á þá hugmynd og þaðan af síður réttinn á að eigna sér slíkt til kosningaloforða. Þá er einnig óraunhæft að skerða tekjur ríkissjóðs með tugmilljarða skattalækkunum í þágu hinna tekjuhæstu og efnuðustu.Stóra spurningin Hin stóra spurning komandi kosninga er; hvort vilja menn áframhaldandi endurreisn og bata í anda félagshyggju samábyrgðar og umhverfisverndar eða gömlu hrun- og helmingaskiptastjórnina aftur? Enginn deilir um að erfið ár eru að baki, né hitt að þrátt fyrir mikinn árangur er margt enn óleyst og áfram verk að vinna. Ef við komumst að þeirri niðurstöðu að við séum á réttri leið þrátt fyrir allt þá er valið skýrt. Við getum haldið þeirri stefnu áfram, en ef menn vilja gefa þeim sem því sem næst settu landið á hausinn annað tækifæri þá merkja menn við B eða D. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Nú við lok kjörtímabils er ekki úr vegi að líta yfir farinn veg, meta stöðuna og líta fram á veginn. Staðan í upphafi árs 2009 var u.þ.b. eftirfarandi:Um 85% af fjármálakerfinu voru fallin, hið nýja bankakerfi ófjármagnað og gríðarflókið en um leið afdrifaríkt verkefni beið að ná niðurstöðu í uppgjör milli gömlu og nýju bankanna.Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn reiknaði með því að fólksfækkun gæti orðið 3-4% á misserunum á eftir hruni. Nálægt 50% af lánum allra fyrirtækja voru í vanskilum. Fjármál tugþúsunda heimila voru í uppnámi.Gengi krónunnar var fallið um 50% og vextir og verðbólga voru nálægt 20%.Skuldatryggingarálag (CDS) á Ísland var 1.000-1.100 punktar.Í gildi var frysting íslenskra eigna í Bretlandi á grundvelli hryðjuverkalaga.Ísland var ofarlega á lista yfir þau tíu lönd sem líklegust eru talin til að lenda í greiðslufalli eða gjaldþroti.Seðlabankinn er nýorðinn gjaldþrota með um 200 milljarða kostnaði fyrir ríkissjóð.Ísland var komið í samstarf við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, alþjóðlegir fjármálamarkaðir lokaðir og fjármagnshöft komin á.Halli á rekstri ríkissjóðs var af stærðargráðunni 200 milljarðar króna, 10-14% af vergri landsframleiðslu.Atvinnuleysi var á leið í 9-10%.Ríkisstjórn, Alþingi, Seðlabanki, Fjármálaeftirlit og bankakerfi voru rúin trausti, orðspor landsins á alþjóðavettvangi hrunið og samfélagið á barmi upplausnar.Þjóðargjaldþroti afstýrt Það var því verk að vinna þegar við Vinstri græn tókum þá djörfu ákvörðun að setjast í ríkisstjórn við þessar ógnarlegu aðstæður 1. febrúar 2009. Við völdum að axla ábyrgð þegar skyldan kallaði, vitandi vel að fram undan voru erfiðustu verkefni sem nokkur ríkisstjórn í sögu lýðveldisins Íslands hafði staðið frammi fyrir. Í hnotskurn snerist verkefnið um að afstýra þjóðargjaldþroti og endurheimta efnahagslegt sjálfstæði landsins. Hvað hefur svo gerst? Hagtölur hafa, frá miðju ári 2010, farið jafnt og þétt batnandi. Í tvígang hefur íslenska ríkið gefið út ríkisskuldabréf á alþjóðlegum fjármálamarkaði á ásættanlegum kjörum. Í ágúst 2011 lauk samstarfinu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn með jákvæðum umsögnum. Meira en helmingur gjaldeyrislánanna, sem tengdust samstarfsáætluninni, hefur þegar verið endurgreiddur. Rekstur ríkissjóðs er því sem næst kominn í jafnvægi og opinberar skuldir fara nú lækkandi á nýjan leik sem hlutfall af VLF. Skráð atvinnuleysi hefur lækkað í 5,3% og gæti lækkað í 3-4% á háannatímanum í sumar. Hagvöxtur var 2,9% árið 2011 og 1,6% árið 2012 og spáð er 2-3% hagvexti næstu ár. Óvissa tengist fyrst og fremst ytri aðstæðum, sérstaklega efnahagshorfum í okkar helstu viðskiptalöndum. Verðbólguhorfur eru á nýjan leik betri en þær hafa verið um langa hríð, m.a. vegna styrkingar krónunnar. Skuldatryggingarálag á Ísland er nú um 150 stig og hefur ekki verið lægra frá því allnokkru fyrir hrun.Íslendingar snúa heim Spár um mikla fólksfækkun á Íslandi gengu ekki eftir sem betur fer. Á síðustu tveimur ársfjórðungum hafa umtalsvert fleiri flust til landsins en frá því samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þetta, ásamt mun fleiri fæðingum en nemur fjölda þeirra sem falla frá, veldur því að þjóðinni fjölgar nú myndarlega. Það að fleiri íslenskir ríkisborgarar snúa nú heim en fara frá landinu hlýtur að mega túlka sem vísbendingu um aukna bjartsýni og trú á framtíðina á Íslandi.Ísland komið fyrir vind Engin önnur ríkisstjórn lýðveldistímans hefur tekið við landinu á barmi gjaldþrots. Verkefnið hefur tekist, landið er á réttri leið. Það er líka mat umheimsins, þeirra sem fjalla almennt um efnahagsmál, alþjóðastofnana, greiningaraðila og markaðarins. En áfram þarf af ábyrgð og festu að treysta batann í sessi. Skuldum vafin heimili, einkum yngri kynslóðarinnar, munu áfram þurfa mikinn stuðning. Kosningaloforð sem ganga út á gríðarlegar almennar skuldaniðurfellingar eru hins vegar óábyrgar. Ekki er í hendi hvort einhver umtalsverður fjárhagslegur ávinningur verður af þeim mikilvægu og vandasömu aðgerðum sem tengjast afnámi gjaldeyrishafta og uppgjöri þrotabúa gömlu bankanna í heild. Þaðan af síður hvenær slíkt gæti orðið. Allir eru hins vegar sammála um að gæta hagsmuna Íslands í því sambandi eins og best verður á kosið. Enginn einn flokkur á þá hugmynd og þaðan af síður réttinn á að eigna sér slíkt til kosningaloforða. Þá er einnig óraunhæft að skerða tekjur ríkissjóðs með tugmilljarða skattalækkunum í þágu hinna tekjuhæstu og efnuðustu.Stóra spurningin Hin stóra spurning komandi kosninga er; hvort vilja menn áframhaldandi endurreisn og bata í anda félagshyggju samábyrgðar og umhverfisverndar eða gömlu hrun- og helmingaskiptastjórnina aftur? Enginn deilir um að erfið ár eru að baki, né hitt að þrátt fyrir mikinn árangur er margt enn óleyst og áfram verk að vinna. Ef við komumst að þeirri niðurstöðu að við séum á réttri leið þrátt fyrir allt þá er valið skýrt. Við getum haldið þeirri stefnu áfram, en ef menn vilja gefa þeim sem því sem næst settu landið á hausinn annað tækifæri þá merkja menn við B eða D.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun