Breytum stjórnmálum Páll Valur Björnsson skrifar 26. apríl 2013 06:00 Eitt af því sem fékk mig til þess að gefa mig að stjórnmálum var þetta ákall sem maður heyrði óma alla daga um breytt stjórnmál. Alls staðar þar sem maður kom voru allir að tala um hversu ömurleg stjórnmálamenningin væri hér á landi. Hér réðu formenn flokka öllu og í kringum þá væri klíka og jábræður sem lytu valdi flokkselítunnar í einu og öllu. Þetta var umræðan fyrir fjórum árum og þetta er umræðan enn þá. Í rannsóknarskýrslu Alþingis, sem furðu margir virðast hreinlega hafa gleymt, kemur þetta m.a. fram og í áttunda bindi hennar bls. 184 er vitnað í fyrrverandi stjórnmálamann með langa setu á Alþingi og ráðherradóm að baki. Hann segir: „Auðvitað er það svo að flokksræðið nánast í öllum stjórnmálaflokkunum hefur þróast í ofurvald foringjans og klíkunnar. Þess vegna er lýðræðið okkar svona brothætt og veikt og ég velti því fyrir mér hvort í rauninni þurfi ekki að stíga mörg sterk skref vegna þessarar reynslu til að tryggja sterkari stjórnmálamenn og minna foringjaræði.“ Hefur þetta ástand í stjórnmálunum breyst síðan þetta var skrifað og gert opinbert? Að mínu viti hefur svo ekki gerst nema að mjög takmörkuðu leyti og þegar horft er til þeirra flokka sem setið hafa á Alþingi síðasta kjörtímabil þá hefur foringjaræðið ráðið ríkjum. Eina sjáanlega breytingin hvað þetta varðar er hjá Reykjarvíkurborg og hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með hvernig þróunin hefur verið á þeim bæ frá síðustu sveitarstjórnarkosningum. Lágstemmd pólitík þar sem stöðugt er unnið að breytingum íbúunum til heilla og eru aðgerðir þeirra til aukins íbúalýðræðis einkar athyglisverðar. Björt framtíð hefur það sem eitt af sínum meginmarkmiðum að reyna að breyta þeirri stjórnmálamenningu sem hér hefur verið ríkjandi og leitar m.a. í hugmyndasmiðju Besta flokksins í þeim efnum. En einnig leitum við í smiðjur fræðimanna sem láta sér samfélagsmál mikið varða og eru þar margir góðir sem til greina koma. Sá sem ég heillast hvað mest af er dr. Páll Skúlason, heimspekingur og fyrrverandi rektor Háskóla Íslands. Hann hefur skrifað margar góðar greinar um það hvernig farsælast sé að iðka stjórnmál almenningi til heilla. Í erindi sem birtist í TMM 2009 og aðgengilegt er á heimasíðu Páls segir hann þetta um það hvað hann telji vera meginhlutverk stjórnmála: Í fyrsta lagi: „að opinber umræða fari fram um sameiginleg mál okkar“, í öðru lagi: „að við mótum skynsamlegar leiðir til að taka ákvarðanir í sameiginlegum málum okkar“ og í þriðja lagi: „að við vinnum markvisst að því að skapa samfélag þar sem fjölbreytt mannlíf fær dafnað og sátt ríkir um viss grundvallargildi.“ „Samkvæmt þessum skilningi er stjórnmálaflokkur samtök sem vilja hafa áhrif á það hvernig stjórnmálin eru stunduð, hvernig við ræðum um sameiginleg mál, hvaða leiðir við höfum til að taka ákvarðanir um þau og vinna að eflingu samfélagsins. Þetta er í mínum huga það sem mestu skiptir til skilnings á hlutverki stjórnmála og þeirra sem taka þátt í þeim. Við lifum saman, deilum lífinu, og komumst ekki hjá því að hugsa um og ræða hvað er okkur sem heild fyrir bestu, hverjir séu okkar sameiginlegu hagsmunir, hver sé almannaheill.“ Við í Bjartri framtíð erum fullkomlega sammála nafna mínum í þessum málum og munum leggja okkur öll fram um að starfa samkvæmt þessu í framtíðinni. Björt framtíð vill breyta stjórnmálunum. Vinna að friði. Vil viljum tala af virðingu og sanngirni hvert um annað. Þannig eflum við traust. Björt framtíð trúir því að sameinuð leysum við öll þau vandamál sem að íslensku þjóðfélagi steðja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Eitt af því sem fékk mig til þess að gefa mig að stjórnmálum var þetta ákall sem maður heyrði óma alla daga um breytt stjórnmál. Alls staðar þar sem maður kom voru allir að tala um hversu ömurleg stjórnmálamenningin væri hér á landi. Hér réðu formenn flokka öllu og í kringum þá væri klíka og jábræður sem lytu valdi flokkselítunnar í einu og öllu. Þetta var umræðan fyrir fjórum árum og þetta er umræðan enn þá. Í rannsóknarskýrslu Alþingis, sem furðu margir virðast hreinlega hafa gleymt, kemur þetta m.a. fram og í áttunda bindi hennar bls. 184 er vitnað í fyrrverandi stjórnmálamann með langa setu á Alþingi og ráðherradóm að baki. Hann segir: „Auðvitað er það svo að flokksræðið nánast í öllum stjórnmálaflokkunum hefur þróast í ofurvald foringjans og klíkunnar. Þess vegna er lýðræðið okkar svona brothætt og veikt og ég velti því fyrir mér hvort í rauninni þurfi ekki að stíga mörg sterk skref vegna þessarar reynslu til að tryggja sterkari stjórnmálamenn og minna foringjaræði.“ Hefur þetta ástand í stjórnmálunum breyst síðan þetta var skrifað og gert opinbert? Að mínu viti hefur svo ekki gerst nema að mjög takmörkuðu leyti og þegar horft er til þeirra flokka sem setið hafa á Alþingi síðasta kjörtímabil þá hefur foringjaræðið ráðið ríkjum. Eina sjáanlega breytingin hvað þetta varðar er hjá Reykjarvíkurborg og hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með hvernig þróunin hefur verið á þeim bæ frá síðustu sveitarstjórnarkosningum. Lágstemmd pólitík þar sem stöðugt er unnið að breytingum íbúunum til heilla og eru aðgerðir þeirra til aukins íbúalýðræðis einkar athyglisverðar. Björt framtíð hefur það sem eitt af sínum meginmarkmiðum að reyna að breyta þeirri stjórnmálamenningu sem hér hefur verið ríkjandi og leitar m.a. í hugmyndasmiðju Besta flokksins í þeim efnum. En einnig leitum við í smiðjur fræðimanna sem láta sér samfélagsmál mikið varða og eru þar margir góðir sem til greina koma. Sá sem ég heillast hvað mest af er dr. Páll Skúlason, heimspekingur og fyrrverandi rektor Háskóla Íslands. Hann hefur skrifað margar góðar greinar um það hvernig farsælast sé að iðka stjórnmál almenningi til heilla. Í erindi sem birtist í TMM 2009 og aðgengilegt er á heimasíðu Páls segir hann þetta um það hvað hann telji vera meginhlutverk stjórnmála: Í fyrsta lagi: „að opinber umræða fari fram um sameiginleg mál okkar“, í öðru lagi: „að við mótum skynsamlegar leiðir til að taka ákvarðanir í sameiginlegum málum okkar“ og í þriðja lagi: „að við vinnum markvisst að því að skapa samfélag þar sem fjölbreytt mannlíf fær dafnað og sátt ríkir um viss grundvallargildi.“ „Samkvæmt þessum skilningi er stjórnmálaflokkur samtök sem vilja hafa áhrif á það hvernig stjórnmálin eru stunduð, hvernig við ræðum um sameiginleg mál, hvaða leiðir við höfum til að taka ákvarðanir um þau og vinna að eflingu samfélagsins. Þetta er í mínum huga það sem mestu skiptir til skilnings á hlutverki stjórnmála og þeirra sem taka þátt í þeim. Við lifum saman, deilum lífinu, og komumst ekki hjá því að hugsa um og ræða hvað er okkur sem heild fyrir bestu, hverjir séu okkar sameiginlegu hagsmunir, hver sé almannaheill.“ Við í Bjartri framtíð erum fullkomlega sammála nafna mínum í þessum málum og munum leggja okkur öll fram um að starfa samkvæmt þessu í framtíðinni. Björt framtíð vill breyta stjórnmálunum. Vinna að friði. Vil viljum tala af virðingu og sanngirni hvert um annað. Þannig eflum við traust. Björt framtíð trúir því að sameinuð leysum við öll þau vandamál sem að íslensku þjóðfélagi steðja.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar